Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Side 43

Samvinnan - 01.12.1964, Side 43
þó athuga vel, að þetta er að- eins hlífðarþak yfir rústirnar, en á ekkert skylt við það þak, sem verið hefur yfir bænum á sínum tíma, og segi ég þetta af gefnu tilefni. Stöng er nú, á þessum 25 árum, orðin eins og fastur þátt- ur í lífi þjóðarinnar og mikil- vægt atriði í menningararfleifð hennar. Allir landsmenn vita af þessum minjagrip og sá fjöldi er geysilegur, sem þang- að leggur nú leið sína á ári hverju. Þjórsárdalur hefur lengi haft mikið aðdráttarafl sakir sérkennilegrar og merki- legrar náttúru og undarlegrar sögu. Þarna leggst margt á eitt, og í Stöng koma allir, sem sækja Þjórsárdal heim. Þó er þanaað vfir eina torfæru að sækja, sem mörgum smábílum verður um megn að yfirstíga. Það er Fossá, sem enn er ó- brúuð, áin sem í eru bæði Hái- foss og Hjálparfoss. En einmitt nú eru tíðindi að gerast í Þjórsárdal. Hafnar eru fyrir nokkru miklar rann- sóknir og undirbúningur í sam- bandi við virkjun Þjórsár. Þeg- ar úr því verður, hefst nýtt líf í hinum forna eyðidal. í haust hefur verið unnið að vegagerð í dalnum, þar hefur verið ýtt upp miklum vegi, og að vori er sagt að brú verði byggð yfir Fossá, enda er hinn nýi vegur ónýtur án hennar. Þá verður greiðara en verið hefur að sækja heim hið forna býli Gauks Trandilssonar, og þá verður í fyrsta sinni greiðlega bílfært að Skeljastöðum, þar sem kirkjan stóð fyrrum. Það eru því horfur á, að enn fjölgi þeim þúsundum sumar- gesta, sem leið sína leggja í Þjórsárdal. Við þurfum að vera samtaka um að vernda og ganga vel um hin fornu hús í Stöng. Þeim þarf að skila til komandi kynslóða eins vel höldnum og þær voru, meðan þær hvíldu í friði, en engum til gagns eða gleði, undir vikur- haugunum frá Heklugosinu 1104. Þjónusta batnar — Framh. af bls. 15. lögin, heldur einnig svo margt annað. Vandi kaupfélaganna á Islandi, einn af mörgum, er að fylgjast með í þessari þróun, ekki vegna þess að það sé tízkufyrirbrigði, heldur til þess að standast samkeppni og vera til nytsemdar, jafnframt því, sem þau verða að varðveita fé- lagshyggju þá, sem hefur ver- ið, er og verður að vera grund- völlur samvinnustarfsins og aðal styrkur. Af nágrannalöndunum er Noregur líkast Islandi, vogskor- ið og víða sæbratt fjallaland. Þar eru kaupfélögin mörg og smá. En Norðmenn láta ekki landið hræða sig frá að ræða þessi mál og sameina félögin þar sem það á við og þar sem það er hægt, annars staðar ekki. Og samvinnuleiðtogar þeirra eru ánægðir með árang- urinn. Hann hefur alls staðar orðið á eina lund: bætt þjón- usta, meiri umsetning, vaxandi þátttaka í samvinustarfinu og hagkvæmari rekstur. Samvinnan mun leitast við að veita fróðleik um þessi mál til glöggvunar og skilnings. Lítið dæmi — Framh. af bls. 15. bendir til þess, hvað hægt er að gera og hvað á að gera í miklu stærri stíl og undir miklu fleiri kringumstæðum. Gagn- kvæm samvinna getur leyst mikinn vanda, sé rétt á haldið. Forsætisráðherra íslands er nýkominn úr heimsókn til einnar mestu samvinnuþjóðar veraldarinnar í ísrael. í blaða- viðtölum hefur hann lýst því sem fyrir augu bar og þá með- al annars hvernig þessi vitra og dugmikla þjóð notar yfir- burði samvinnunnar í ýmsum mismunandi myndum til efl- ingar þjóðlífinu, sem lesendum Samvinnunnar var að vísu vel kunnugt áður. Af reynslu ísra- elsmanna geta íslendingar efa- laust dregið mikinn lærdóm, þótt þjóðirnar séu ólikar og löndin fjarskyld. Það er að vísu miklu meiri vandi að læra af reynslu annarra en að taka til beinnar fyrirmyndar það sem aðrir hafa gert. En þann vanda verða íslendingar að leysa. Á öðrum stað hér í heftinu er sagt frá nýung í gerð stórra fjósa í Svíþjóð, þar sem einum manni á að vera mögulegt að hirða 80 kýr. Þótt ýmsum finn- ist efalaust að hér sé um loft- kastala að ræða, miðað við ís- lenzka staðhætti og það fjár- magn, sem bændur hér ráða yfir, þá er þetta fróðleg bend- ing um hvílík fyrirheit tækni og kunnátta gefa. Það er sann- arlega til umhugsunar. Þar sem fjórar jarðir liggja í nábýli gæti eitt slíkt fjós nægt fyrir bændurna alla. Frá ritstjórn Vegna verkfalls prentara í október sl. reyndist því mið- ur ekki mögulegt að koma út sérstöku blaði fyrir nóvember. Okkur þykir þetta leitt og reynum nú að bæta lesendum það upp eftir föngum með því að hafa jólablaðið í tvöfaldri stærð venjulegs blaðs. SAMVINNAN 43

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.