Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 47
imp Staam i / / / / ! Verjið börn yðar gegn stormi og I regni. VÖR - barnaregnfötin bjóða y yður i senn, þægilega flík 1 fal- legum litum og öruggt skjól í öllum veðrum. VÖR - skjólflíkin á eldri sem yngri. ■■ VERKSMIÐJAN IfOP BORGARNESI in. Ég var boðinn til gistingar lað! Jaðri á V'öllum. Magnús bóndi sagði mér, að hér væri um nýbýli að ræða, sem séra Magnús Bl. Jónsson, er lengi var prestur í Vallanesi, hafi fengið af heimajörðinni, og ætl- aði sér og einhverjum af sín- um börnum til nota. Þar hafði hann látið reisa mikið íbúðar- hús handa tveim fjölskyldum ásamt tilsvarandi húsakosti yfir gripi og sauðfé. Nú er þar tvíbýli með miklum myndar- brag. Er ég sá hve allt var stórt í sniðum á hjáleigunni, kom mér í hug, sem Halldóri Snorrasyni, er hann langaði að sjá há þá er Hemingur sá væri skorinn af, (|þegar hann sá Heming Ásláksson), Mig fýsti að sjá Vallanes. Er ég gekk á borgirnar ofan túnsins og leit um nesið, sá ég að þar var víð- úttumikið og fallegt land. Munu fáar jarðir á landinu hafa meira og frjósamara land til nytja. Skal engan undra þótt Vallanesprestakil hafi verið eftirsótt, og þeir sem af guðs náð voru búhöldar góðir, hafi komizt undir efni. Gott var að gista hjá Magnúsi bónda og frú hans, Björgu Jónsdóttur. Þau og fjölskyldan ræðin og skemmtileg, og í svefnherberg- inu mikið og gott bókasafn, er freistaði ferðalangsins til dags- auka. Næsta d.ag, þann 18. júní skyldi farið í Hallormsstað, og þaðan að Egilsstöðum. Pæst okkar höfðu komið í Hallorms- staðaskóg áður, en öll heyrt hans getið, og sjálf skapað okk- ur skoðun á honum, sem við eigin sjón mun ekki hafa stað- izt. En er vér stöndum frammi fyrir einhverju stóru, verðum vér orðvana, og þá er það þögn- in sem tjáir hugsunina bezt. Þama mættu auganu tign, feg- urð og yndisleiki íslenzks gróð- urs, er einnig fela í sér fjár- hagslegan arð. Æskilegt væri, að eitthvað af hinni miklu víð- áttu landsins, sem nú er aðeins klætt kræklóttum lyng og mosagróðri, væri girt og gróið birki og öðrum skógi. í hverri sveit ætti að vera vel hirtur skógarlundur þar sem fólkið gæti komið saman, til að njóta samvistar í fegurð og yndisleik gróandi náttúru. Eitt af kjör- orðum ungmennafélaganna og hugsjónamálum þeirra, var að „klæða landið“. Sú hugsjón fékk fyrstu aðstoð með skóg- ræktarlögunum árið 1907, og starfi skógræktarstjórans og annarra áhugamanna. Hvergi mun árangurinn meiri né myndarlegri en í Hallorms- staðaskógi, og þá sérstaklega í tilrjaunastöðinni, Guttorms- lundi. Sá staður dregur hugann til sín yfir fjöll og djúpa dali. Eftir að hafa notið veitinga og leiðsagnar Sigurðar Blön- dals, skógarvarðar, var okkur boðið að líta inn í húsakynni Húsmæðraskólans. Námsmeyj- ar voru famar heim, en nú vom húsfreyjur úr héraðinu staddar þar, sér til hvíldar og skemmtunar. Óvíða á lar.dinu mun vera staður, sem fullnæg- ir þeim tilgangi betur. Sól var gengin til vesturs, og nú skyldi ekið til Egilsstaða undir bj arkarkrónum Egils- staðaskógar, þar sem gjörð var mikil veizla og mættir voru margir héraðsbúar. Var þar dvalið við söng, ræðuhöld og margskonar mannfagnað, und- ir stjóm Sveins bónda Jónsson- ar. Var nær miðnætti er hald- ið var heim í háttinn með hug- ann fullann af Ijúfum minn- ingum eftir dvöl meðal Héraðs- búa. Að morgni næsta dags, skyldi árla risið úr rekkju, því löng dagleið var framundan. Aust- an fyrir Lagarfljót, norður til Axarfjarðar, um einn lengsta fjallveg á þjóðvegum. Blessað- ar húsfreyjurnar, er vissu um þá örðugleika sem framund- an vom, troðfylltu magann og malpokann. Við kvöddum hina elskulegu gestgjafa að göml- um og góðum þjóðarsið, og báð- um guð að launa góðgjörðirn- ar. Síðan var ekið áleiðis á ný, yfir Jökuldalsheiði og Möðru- dalsöræfi í átt til Axarfjarðar. Við Dettifoss var numið stað- ar. Þykkt var loft svo við sá- um ekki leik sólar í úða foss- ins og þau fögru litbrigði er þá koma í Ijós. En hér sem annars staðar, þar sem hið stóra og mikla mætir mannin- um, verður þögnin eina úr- ræðið. En það er öllum ljóst, sem heyra og siá, að þama er mikil orka, sem tækni nútím- ans gæti breytt í lífsþægindi þúsunda manna. Skammt fyr- ir neðan fossinn mættu okkur héraðsbúar að fagna góðum gestum. Var þá ekið til Ás- byrgis, „prýði vors prúða lands.“ Fagurt og sérkennilegt er það, á meðan það fær að vera í friði fyrir mannanna ný- sköpun. Það hefir sýnt sig oft, að ýmis afskiptasemi manns- ins af náttúrunnar sköpunar- verki, spillir því. Eftir að hafa skoðað skóg- inn, tjömina og bergkastalann, var haldið til náttstaða vítt um héraðið, en nú var þrútið loft með norðan stormi og úr- komu. Þótti þeim er þetta rit- ar gott að koma til húsráðenda i Presthólum. Eins og nafnið bendir til, hafa setið þar prest- ar um aldaraðir og margir þeirra komizt á spjöld sögu og sagna. Nú búa þar hjónin Guð- rún Guðmundsdóttir og Þor- grímur Ármannsson, ásamt tveim sonum sínum. Hefir ann- ar þeirra reist nýbýli, Hálfdán, nýkvæntur Hjördísi Vilhjálms- dóttur. Þarna em fjármörg sauðfjárbú, sem og hjá fleirum Þingeyingum. Öll störf við rekstur þeirra eru í samvinnu, og virðist gestinum sem yfir þeim lundi hvíli góður andi. Hvað sem olli, sýndu veður- guðimir enga tillitssemi, þótt SAMVINNAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.