Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Síða 53

Samvinnan - 01.12.1964, Síða 53
staklega á landbúnaðarvörum. En eitt mesta vandamál kaup- staðafélaganna hér við Faxa- flóann er þó vöntunin á æfðu starfsfólki. Þeir erfiðleikar hafa farið vaxandi á síðustu arum og hafa aldrei verið meiri en í ár. Þetta er ekki síst hvað al- varlegt vegna þess, að um ieið og starfsmannavandræðin vaxa, vaxa kröfur neytenda um hetri þjónustu og vörumeöferð. — Hvað telurðu að gera beri til úrbóta? — Því er ekki vandalaust að svara. En ég tel knýjandi nauð- syn að koma á fót námskeið- um vor og haust til að kenna búðarstörf. Þá eru manna- skiptin mest og mest nauðsyn að kenna byrjendum undir- stöðuatriði afgreiðslustarfsins. — Svo eru það kjörvagnarnir, sem þið urðuð fyrstir til að innleiða hér á landi, og tölu- verður styr hefur staðið um sumsstaðar. Hvað viltu segja varðandi þá? — Við lítum á þá sem bráða- birgðalausn á verzlunarþjón- ustu við þau hverfi, þar sem matvörubúðir eru ekki enn fyrir hendi. Notkun vagnanna í þessum hverfum er í full- komnu samræmi við þá eröð- ugu viðleitni kaupfélagsins, að fylgjast vel með öllum helztu nýjungum á sviði verzlunarinn- ar til að gera þjónustuna sem bezta. ÁIN MJÓ Áin mjó í miðjum dal, minnist eg þín löngum. Barst mér frá þér báruhjal: buldur straums hjá töngum. Sá ég glitra geislabrot gullin, þurr, er aldan vot spriklaði öllum öngum. Söngstu mér um sælulönd suðr’ og upp á heiðum, stóð í högum, álft og önd og af fjallaleiðum. Yfir hverja umsögn brá undarlegri svalri gljá: bjarma af jökulbreiðum. Milli okkar marga bar mishœðina síðar. Hvarf mér glit, og geislafar grófst í regn og hríðar. Hljóðnuðu söngvar, hurfu Ijóð, hefi ég síðan þögla slóð rekist víða, víðar. Einhvern tíma, áin góð, œtla ég þig að finna, rifja upp þín ölduljóð, unun drauma minna, bíða við á bakka þér, bíða þartil kallað er á mig öðru að sinna. Sigurður Jónsson frá Brún. kúsnvóbU* /CéUUtU* — Hvenær var fyrsti vagn- inn tekinn í notkun? — Það var í marz s.l. ár. Þá var ástandið i verzlunarmál- um í nýjum íbúðarhverfum í Hafnarfirði og öllum Garða- hreppi orðið óviðunandi fyrir íbúana, vegna skorts á búðum. Áhugi minn fyrir kjörbílunum hafði vaknað 1951, er ég sá slíka bíla í Sviþjóð. í septem- ber 1962 ákvað stjórn kaupfé- lagsins, að ég færi utan og kynnti mér rekstur kjörvagna og möguleika á öflun slíks vagns. — Því hefur stundum verið haldið fram, að heimsendingar frá matvöruverzlunum sé næg þjónusta við íbúa fjarlægra og búðarlausra hverfa, en það er misskilningur. Fáir íbúa hverfa þessara hafa síma og húsmæð- urnar panta oft í kvöldmatinn síðari hluta dags, en verzlunin annar kannski ekki öllum pöntunum fyrr en komið er langt fram á kvöld, svo að ef til vill verður að seinka matar- tímanum. Hjá okkur voru heim- sendingarnar orðnar mikið vandamál haustið 1962. Þann- ig var á föstudögum oft tekið á móti sjötíu til áttatíu pönt- unum í stærstu matvörubúð- inni á tímabilinu frá kl. 16 til 19 og var oft liðið nærri miðnætti er öllu var skilað. Flestar þessar vörusendingar fóru í búðarlaus hverfi. — Og hvernig hafa vagn- arnir reynzt? — Þeir eru að mínu áliti eina frambærilega leiðin til að sjá íbúum þessara nýju hverfa fyr- ir verzlunarþjónustu meðan ekki kemur þar verzlun. Enda hafa viðskiptavinir kaupfélags- ins í Garðahreppi, á Álftanesi og í Hafnarfirði lofað þessa þjónustu mjög. Hafa margar húsmæður hringt í mig og tjáð mér það. Nú erum við með þrjá vagna og eru þeir fullnýttir og brýn þörf fyrir þann fjórða, enda er nú unnið að því að út- vega hann. Síðustu mánuðina hafa vagnarnir verið með 30% matvörusölunnar, og er þar um hreina aukningu að ræða. — Hvaðan eru vagnar ykkar fengnir? SAMVINNAN 53

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.