Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Side 57

Samvinnan - 01.12.1964, Side 57
KVENSKÓR Iðunnarskór á alla f jölskylduna O < cc oC uu X Iðunnarskór eru liprir, vandaðir og þægilegir. Nylon sólarnir „DURALITE” hafa margfalda endingu á viö aðra sóla. Veljið lit og lag við yðar hæfi í næstu skóbúð. vinnuíélögin á íslandi að mót- ast eitthvað á annan veg en erlendis. En grundvallaratriði og innsti kjarni samvinnu- hreyfingarinnar er hinn sami um allan heim. P. H. J. Samvinnuskip Framh. af bls. 13. Ir sér. Illt væri, ef þeir erfið- leikar yrðu til þess, að ís- lendingar gæfust upp við að flytja olíu til landsins. Það er nauðsynlegt, margra hluta vegna, að þeir eigi a. m. k. eitt stórt olíuflutningaskip Siglingasagan sýnir, að það er næsta ótraust tilvera fyr- ir eyþjóð, að eiga allt undir öðrum með flutninga að og frá landinu, og m. a. kom það í ljós þegar Súes-deilan hraust út, að betra var en ekki fyrir þjóðina, að „Hamrafell" var undir ís- lenzkum fána. Samtímis því, sem Sam- vinnuhreyfingin í landinu liefir eignazt þau 8 skip, sem nú eru undir fána hennar, hefir hún þurft að leggja mikla fjármuni til alhliða uppbyggingar. Bankar og lánastofnanir hafa yfirleitt ekki veitt til þeirra fram- kvæmda eðlileg fjárfesting- arlán. Kaupfélögin og félags- menn þeirra hafa orðið að leggja til þess allt handbært fé og ganga jafnvel svo langt i því, að verzlunarrekstur félaganna og Sambandsins, sem er þó einn frumþáttur starfseminnar, hefir stund- um markazt af því. Til skipakaupanna hefir hins- vegar fengizt fjármagn er- lendis, yfirleitt 70 tii 80% af kostnaðarverði þeirra. Hinsvegar fékkst allt and- virði „Hamrafells" lánað þegar það var keypt, en slíkt má telja til undantekninga. Þegar tímabilið frá því Skipadeild SÍS var stofnuð er tekið sem heild, er niður- staðan sú, að skipin hafa sjálf ekki aðeins staðið und- ir afskriftum og þá um leið greiðslu þeirra lána, sem til þeirra voru tekin, heldur og skilað afgangi til sameigin- legs reksturs og annarrar uppbyggingar. í dag eru Sambandsskipin orðin eðlilegur og sjálfsagð- ur hluti í rekstri Sambands- ins og kaupfélaganna. Þau hafa þýðingarmiklu hlut- verki að gegna. Fyrst og fremst annast þau flutninga félaganna og Sambandsins en fylla þau bil, sem verða kunna með öðrum verkefn- um. Nú hefir elzta skipið kvatt og annað er komið í þess stað. „Hvassafell“ var selt á þessu ári en „Mælifell" er af svipaðri gerð, lítið eitt stærra, og hefir þegar leyst farsællega af höndum ýms verkefni. Nauðsynlegt er, að flotan- um sé viðhaldið og hann endurínýjaður með eðlileg- um hætti og þótt i taili sé SAMVINNAN 57

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.