Samvinnan - 01.12.1964, Side 58
EÐLISFRÆÐI
ALGEBRA
O)
t7)
5 bréf. kennari Þóroddur Oddsson,
£
t/>
<
Sérhver hugsandi einstaklingur leiðir hugann að hlut- v|jj
unum umhverfis sig — forvitnast um eðli þeirra og OC
háttu:
EÐLISFFRÆÐI opnar yður veröld efnis og orku — Í2
ALGEBRA er nauðsyn á tækniöld.
BRÉFASKÖLISÍS býðuryður námskeið í Eðlisfræði ög
Algebru. Námsefnið er miðað við landsprófskröfur.
■ ■■
Vinsamlegast útfyllið seðilinn hér til hægri og sendið
hann til BRÉFASKÖLA SÍS, Sambandshúsinu, ■"
Reykjavík.
Eg undirritaður óska að gerast nemandi í:
□ Vinsamlegast sendið gegn póstkröfu.
□ Greiðsla hjálögð kr._________________
Nafn
Heimilisfang
ekki þörf fyrir fleiri skip,
þurfa samvinnumenn að
gæta þess vel, að fólksfjölg-
un og framleiðsluaukning,
sem vex með nýrri tækni,
eykur flutningaþörfina svo
að það sem hæfilegt er nú,
getur orðið of lítið áður en
langt um líður.
NATO
Framh. af bls. 24.
pólsku leppstjórn sína öll
héruð Þýzkalands austan
fljótanna Oder og Neisse,
svæði, sem höfðu verið ná-
lega alþýzk síðan á miðöld-
um, og smöluðu íbúum þeirra
eins og fé vestur á bóginn,
eignalausu og örbjarga. Þar
að auki kom Sovétstjórnin á
rússneskum leppstjórnum í
Póllandi, Austur-Þýzkalandi,
Ungverjalandi, Rúmeníu,
Búlgaríu og Tékkóslóvakíu,
enda þótt kommúnistar nytu
lítillar alþýðuhylli í þessum
löndum öllum. Að lokum
reyndu Rússar að flæma her
vesturveldanna frá Berlín
með því að loka samgöngu-
leiðunum þangað, en það
mistókst, sem kunnugt er,
vegna loftbrúarinnar frægu.
Það var til að binda endi
á þessa sigurgöngu voldugs
einræðisríkis vestur á bóg-
inn, að tólf ríki í V-Evrópu
og N-Ameríku undirrituðu
Norður-Atlantshafssáttmál-
ann í Washington þann 4.
apríl 1949. Á þessu ári, 1964,
er sá sáttmáli og það banda-
lag, sem við hann er tengt,
fimmtán ára. Þótt sá tími sé
skammur á mælikvarða
mannkynssögunnar, hafa á
honum orðið tímamót í sögu
Evrópu. 1949 var ekki unnað
sýnna, en ríki Vestur-Evrópu
yrðu kommúnistum að bráð
eitt af öðru, en hið gleðilega
hefur skeð, að síðan þann
4. apríl það ár hefur Rússum
og fylgifiskum þeirra ekki
auðnast að bæta við sig svo
miklu sem þumlungi af
evrópskri jörð. Og það sem
meira er: af óbilandi og sí-
vaxandi samtökum hinna
vestrænu ríkja hafa þeir
lært, að einhliða ofbeldis-
stefna og yfirgangur borgar
sig ekki. Þótt ýmislegt gerist
enn austan tjalds, sem ekki
er siðuðu fólki sæmandi, þá
fer því til allrar guðslukku
fjarri, að Rússland þeirra
Brésnéffs og Kosýgins sé hið
sama og Rússland stiga-
mannsins frá Kákasus. Því
er það Rússa ekki síður en
annarra heimsbúa að minn-
ast NATO með þakklæti og
virðingu á þessum tímamót-
um.
Þótt stjórnmálahorfur í
Evrópu séu nú, fyrst og
fremst vegna einbeittrar
samstöðu NATO-ríkjanna,
friðvænlegri en lengi áður,
fer því fjarri að hlutverki
bandalagEins sé lokið. En
starfa víðsvegar í heiminum
ofbeldisöfl, sem reiðubúin
eru til hreyfings, sé ekki
staðið á varðbergi gagnvart
þeim. Því er NATO, samtök
þeirra ríkja, sem lengst allra
hafa komizt á þeirri braut
að búa þegnum sínum far-
sælt líf, enn sem fyrr örugg-
asta tryggingin gegn því, að
við verðum að þola ógnir
þriðju heimsstyrj aldarinnar.
dþ.
Upprifjun
Framh. af bls. 21.
mig. Og kannske var það að-
eins ímyndun, að ásökun fæl-
ist í tilliti hans.
„Það hefur loksins tekizt að
fá hjúkrunarkonu til þess að
annast hann.“ Þessum orðum,
sögðum lágri röddu, beindi
hann til mín. „Hún kemur inn-
an fárra mínútna. Ég bíð hjá
honum þangað til, svo að yður
er óhætt að fara.“
Ég rótaði mér ekki.
Ekki veit ég, hvort sjúkling-
urinn hefur gefið honum merki
um, að hann óskaði eftir að ég
færi. En skyndilega sagði lækn-
irinn og var ákveðinn:
„Það er bezt, að þér farið
og ég sé bara einn hjá honum,
þangað til hjúkrunarkonan
kemur.“
Þá hlaut ég að fara.
Já, eitthvað í þessa veru fór
það fram samtalið á milli okk-
ar.
En það var ekki að sökum að
spyrja, þeir komu til mín í bít-
58 SÁMVINNAN