Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Page 59

Samvinnan - 01.12.1964, Page 59
ið morguninn eftir, bræðurnir tveir með lögfræðing sér til fulltingis. Meira að segja lækn- irinn kom snöggvast líka. Og bræðurnir sátu svo fast yfir mér ásamt þeim löglærða, að það var rétt aðeins þeir gáfu sér tíma til þess að skreppa yfir til bróður síns, meðan hann var að skilja við — en það gerði hann þennan dag. Ég fékk ekki að fara með þeim — ekki að tala um — svo að ég varð að láta nægja að biðja þá að skila kveðju til hans. En henni hafa þeir sjálfsagt ekki skilað. Svo var komið aftur til þess að þvarga við mig. En þeir höfðu ekki erindi sem erfiði. Það vantaði nú líka bara, eins og ég var búinn að þaulhugsa þetta og ganga frá öllu! Fyrir nú utan þá baráttu, sem ég átti í við sjálfan mig. . . . En það er nú önnur saga. Ég sagði þeim, að hér væri um að ræða hugaróra sjúkl- ingsins, sem hann hefði lagt sér til í veikindum sínum. Fyrst sagði ég lögfræðingnum þetta einum sér, síðan bræðrunum og loks öllum saman. Ég við- hafði alltaf sömu orðin. Þeim væri óhætt að trúa því, svona væri þetta og ekki öðru vísi, enda sönnuðu fullgildir papp- írar eignarheimild mína á því, sem um væri að ræða. Það væri leiðinlegt, að frændi minn skyldi hafa fengið þessar ó- ráðshugmyndir, sem stríddu gegn raunveruleikanum. En þeir vildu ekki trúa mér. Svo fóru þeir að hafa í hótun- um við mig. Þeir skyldu láta ganga í málið, eins og bræðum- ir komust að orði. Mér yrði ekki hlíft. „Gerið þið svo vel,“ sagði ég. „Ekki hef ég á móti því, að lög- fróðir gangi úr skugga um, að ég hef rétt fyrir mér. Rétt skal vera rétt.“ Æjá, æjá. Það var leiðinda- þras allt saman. Andstæða þess að hafa ekki peninga er að sjálfsögðu að hafa peninga. Og hún er skörp. Maður er skyndilega kominn með annan svip, annað lát- bragð, annað hugarfar. Og því hugarfari fylgir öryggi. Það er gleggst dæmi, að manni væri nákvæmlega sama, þótt þeir, sem mættu manni horfðu í gegnum mann eins og maður væri loft. Ha? En þeir gera það bara ekki lengur — ekki eftir að manni stæði nákvæmlega á sama, þótt þeir gerðu það. Svo kyndugt er það. Þetta var að vísu ekki mikið, sem ég fékk út úr félagsskapn- um við hann frænda minn — blessuð sé minning hans. En rösklega hálf milljón þó, og á þeim tíma var það snotur pen- ingur, og hægt að láta hann velta utan á sig, ef heppnin var með. Tímarnir voru hag- stæðir, og ég var ekkert ó- heppnari en aðrir eftir að ég gat snúið mér við fyrir féleysi. Sem sagt, allt breyttist eftir það eins og ég sagði. Stundum hefur flögrað að mér að heimsækja æskustöðv- arnar. En ég held ekki, að ég muni láta verða af því. í hrein- skilni sagt, örlítill beygur í mér við það — auðvitað ástæðu- laus, þar eð ég er í rauninni orðinn allt annar maður. Samt er það þannig, eins og ég ótt- aðist að komast í snertingu við minningar um fortíðina. Hérna finn ég aldrei til geigs eða öryggisleysis. Nei, nei, það er að segja, það er öðru vísi. Það undarlega er nefnilega, að enda þótt maður eigi nóga pen- inga, sem veita manni flest af því, sem maður þráði, svo sem það, að málsmetandi menn taka ofan fyrir manni, og fjöldinn allur af þeim, sem eru hátt á strái í borginni, heilsi manni kumpánalega eins og þeir eigi í manni hvert bein, og jafnvel bjóði manni í veizl- ur, sem manni hefði einu sinni verið fjarska mikils virði — enda þótt maður sé hættur að taka eftir því eða muna eítir því, að það ætti að vera manni mikils virði — þá getur maöur samt fundið til óþæginda- CHEVROLET 1965 CHEVROLET — Avallt fremstur — Fylgizt me'ð kröfum tímaus — 15 gerðir að velja úr — Arangur: Það eru fleiri, sem eiga CHEVROLET en nokkra aðra bílgerð. — RÍLADEILD SÍS veitir yður allur upplýsingar. Vmboð General Iflotors Corp. á íslundi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. RÍLADEILD ($|$) BEL AIR BISCAYNE IMPALA IMPALA STATION SAMVINNAN 59

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.