Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 3
Hrafnsstöðum, Dalvíkurhreppi, 20. maí 1972. Herra ritstjóri! f nýútkomnu hefti af Sam- vinnunni, 2. tbl. 1972, eru ó- venju margar athyglisverðar greinar, sem þakka ber. Nokkuð stór hluti þessara greina mun byggja á erinda- flokki, sem fluttur var í Ríkis- útvarpinu síðari hluta árs 1971. Einn höfundanna, Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, hefur þó haft ástæðu til að hnýta við sitt erindi örstuttum eftirmála, sökum blaðaskrifa sem urðu vegna erindis hans á sínum tíma. Grein Inga Tryggvasonar er þarna einnig birt. Eftir að hafa lesið þá grein hefur þessi eftirmáli Hákons vakið furðu mína. Hákon talar um getsakir hjá Inga. Það langt sem mín dómgreind nær, fæ ég þó ekki betur séð en grein Inga sé óvenju rökbyggð, miðað við það sem almennt gerist í skoðanaskiptum hér á landi. Ef sá málflutningur, sem Hákon vill, er slíkur sem Skógræktin stundaði fyrir 10—15 árum, þá er ég honum ósammála. Ég meira að segja vonaði að slíkur málflutningur tilheyrði liðinni tíð og yrði ekki að óþörfu end- urvakinn. f grein Hákons segir: „í raun og veru var því þannig háttað, að við höfum varið 10 sinnum meira fé til landeyðingar en landbóta." En þar á hann við að útflutningsuppbætur á land- búnaðarafurðir séu beint fram- lag til landeyðingar, eftir því sem ég fæ skilið. Sé þetta rétt skilið, er hér á ferðinni ákaf- lega sterk fullyrðing og jafn- framt ásökun á hendur þeirra sem stýrt hafa íslenzkum land- búnaðarmálum. Skora ég því á Hákon að færa rök að þessum orðum sínum; að öðrum kosti leyfi ég mér að lýsa þetta órök- studda fullyrðingu. í framhaldi af þessu vil ég víkja nokkrum orðum að tíma- bærri grein Þrastar Ólafsson- ar um stöðu landbúnaðarins í þjóðarbúinu. Ég er honum að flestu sammála, nema þar sem hann ræðir samhengið á milli offramleiðslu og ofbeitar. Þar sem hér er um mál að ræða sem kemur sterkt inn á áðurnefnda fullyrðingu Hákonar, langar mig að víkja hér að þessu ör- fáum orðum, en minni jafn- framt á, að einmitt þessu máli eru gerð mjög ítarleg skil í framangreindri grein Inga Tryggvasonar. Þröstur virðist ganga út frá því, að það sé óræktað beitiland, sem haldi uppi offramleiðslu okkar á landbúnaðarafurðum. Ef við með offramleiðslu eigum við þann hluta framleiðslunnar, sem greiða þarf útflutnings- uppbætur með, þá kemur í ljós í grein Inga, að það er um 40% af offramleiðslunni, sem er dilkakjöt. Það vita allir, sem til þekkja, að framleiðsla naut- gripaafurða á íslandi fer nær öll fram á ræktuðu landi og hefur því tæpast mikil áhrif til landeyðingar nema síður sé. Út frá minni takmörkuðu þekk- ingu á íslenzkum landbúnaði held ég, að í þeim héruðum hér á landi, þar sem ofbeit er álitin hvað alvarlegust, þá séu af- urðir af hverri klnd hvað minnstar hér á landi. Hefðu bændur á þessum landsvæðum brugðizt við þessum vanda á þann hátt, sem landbúnaðar- stefna síðustu ára hefur boðið, þ. e. með því heldur að fækka fé og samtímis að hefja aukinn ræktunarbúskap og bæta fóðr- un, finnst mér eins líklegt að framleiðslumagnið í þessum héruðum hefði verið öllu meira í dag en það er. Mér virðist því, að eins megi álykta sem svo, að ofbeitin hafi dregið úr offram- leiðslu landbúnaðarafurða, eins og að hún hafi aukið hana. Ekki ber þó að skilja þessi orð mín á þann hátt, að ég vilji á nokk- urn hátt mæla útflutningsupp- bótum á landbúnaðarafurðir bót. Þær hafa komið íslenzkum landbúnaði í nokkurs konar sjálfheldu, sem honum er nauðsyn að losna úr. Grein Þrastar er ein af fáum tilraun- um til að skapa umræðugrund- völl fyrir þessi mál, og þess vegna er hún ákaflega tíma- bær. Aftur á móti að ásaka bænd- ur um að hafa notað útílutn- ingsuppbætumar til þess vís- vitandi eða óafvitandi að hafa stundað landeyðingu, eins og mér virðist mega skilja orð Hákonar Bjarnasonar, finnst mér skortur á sanngimi. Virðingarfyllst. Jón Viðar Jónmundsson. KEMST LENGRA BLAZER EN AÐRIR Enginn torfærubíll hefur tærnar þar sem Chevrolet Blazer hefur hælana. Þrjár kraftmiklar vélar, 110 til 175 ha. net. SAE. Blazerinn er ótrúlega rúmgóöur, og undirvagninn óviöjafnanlegi bætir viö öllum þeim kostum, sem gera Chevrolet Blazer aö duglegasta fjallabílnum. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA $ Véladeild Áninii a o nrui/ i a \ilir cíiii oonnn ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.