Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 35
Heimir Steinsson: Lýðskóli í Skálholti Baráttan fyrir endurreisn Skálholts- staðar hefur nú verið háð á þriðja tug ára. Sem kunnugt er hefur þrautseigja þessi borið verulegan árangur. Skálholt er risið úr rústum. Dómkirkja, staðarhús, sumarbústaðir blasa nú við, þar sem áður var auðn að mestu. Þessi misserin er skólahús byggt í Skálholti. Sjálf hugmyndin um einhvers konar endurfæðingu Skálholts var umdeild frá öndverðu. Sá þáttur skal ekki rakinn hér, né heldur frekari vopnaskipti í hinni fyrstu hríð. Þess í stað skal í rnáli því, sem hér fer á eftir, vikið að hinum síðar nefnda þættinum, fyrirhuguðu skólahaldi í Skálholti. Um það ráð hefur þegar staðið nokkur styr, og munu þó tæpast öll kurl til grafar komin. Hvers vegna skóli í Skálholti? Auðvelt er að færa fyrir því almenn rök, að Skálholt henti vel til skólarekst- urs, svo fremi þar eigi að gera nokkuð umfram það, sem orðið er. Staðurinn er haganlega í sveit settur, þéttbýl héruð á hendur tvær, en skammt til þorpa og kaupstaða, Reykjavik ekki alls fjarri. Af þessum sökum einum er hugmyndin um skóla i Skálholti engin tímaskekkja. Hafi staðhættir mælt með Skálholti sem skólasetri fyrr meir, gera þeir það enn. Skírskotun til fornrar vegsemdar staðar- ins er ekki óeðlileg með söguþjóð. En þeirrar tilvísunar er ekki brýn þörf i þessu máli. Til þess er það alltof augljóst, að núverandi aðstæður heimila fyllilega efiingu menntastofnunar á þessum stað. Þessi landfræðilega röksemdafærsla hiekkur þó skammt, ef ekki kemur annað til. Segja má, að flestir bæir í Árnes- og Rangárvallasýslum gætu á þessum for- sendum gert sömu kröfur og þær, sem nú eru á lofti hafðar fyrir Skálholts hönd. Hér verður því að ganga nær og leita veigameiri raka. Og þá er sjálfsagt affarasælast að sleppa öllum undanbrögðum: Skálholt er að risa að nýju sem eitt af brjóstvirkjum íslenzkrar kirkju. Afstaða manna til Skál- holts hlýtur mjög að mótast af afstöðu þeirra til kirkjunnar. Viðbrögð þeirra við skóla í Skálholti hljóta á sama hátt að vera komin undir því, hvaða hugmyndir þeir gera sér um hlutverk kristinnar kirkju í menningarlífi islenzku þjóðarinn- ar nú og framvegis. Hafi menn orðið þess áskynja, að kirkjan hafi lokið hlutverki sínu í sögu menningar og menntunar á íslandi, er eðlilegt að þeir séu andvígir skólahaldi í Skálholti. Að öðrum kosti gæti afstöðu þeirra verið öfugan veg farið. Ég skal ekki fjölyrða um þátt kirkjunn- ar í sköpun islenzkrar menningar fyrr meir. Hitt mundi hæfa betur að víkja ör- fáum orðum að innbyrðis afstöðu fyrir- bæranna „kirkja“ og „menning", eins og þau er að finna i samtíð okkar, sem nú lifum. Það verður þó að gera með ýtrasta fyrirvara. Efnið er mikið. Því verða engin skil gerð i stuttu máli. Það er alkunna, að með heimsstyrjöld- inni fyrri fóru laus tortímingaröfl, er lengi höfðu legið falin við rætur vest- rænnar menningar. Hér er hvorki átt við þá eyðileggingu efnislegra verðmæta né heldur sóun mannslífa, er styrjöldinni fylgdi. Hversu ákaflega sem að þessu tvennu kvað, var hitt ekki siður tilfinn- anlegt, að hugmyndaheimar, sem lengi hafði verið til vandað og borið höfðu að þvi er virtist ólastanlegt ytra borð, reynd- ust rotnir hið innra og einskis nýtir eða verra en það. Ástæðulaust er að orðfæra lýsingu þess- ara hugmynda að sinni. Hitt varðar meiru, hvað við tók að þeim gengnum: Örvæntingarfull veraldarhyggja, uggur andspænis tilgangsleysi mannlegrar til- veru, tómleiki. — „Og holur rómur svarar: Ekkert, ekkert“, — eins og sá kveður, sem lagzt hefur dýpra en aðrir fslend- ingar á þessari öld. Þessu fór fram á árunum milli styrj- aldanna. Siðari heimsstyrjöldin bætti ekki um. Einn kunnasti geðlæknir eftir- stríðsáranna í Evrópu kveður upp úr með það, að okkar kynslóð eigi sér sameigin- lega geðveilu: Við lifum í algjöru and- legu tómarúmi. Áttamið öll eru týnd. Líf einstaklingsins hefur til fullnustu glatað tilgangi sinum. Hér er fast að orði kveðið, og mun þó tæplega ofmælt. Snemma á þessari öld spáði þýzkur heimspekingur yfirvofandi hruni vestrænnar menningar. Vonandi reynist hann ekki svo sannspár sem margt bendir til. En hitt munu flestir geta orðið sammála um, að menning Vesturlanda hefur um skeið verið í öldu- dal. Sá er djúpur. Og furðu mikið myrkur grúfir yfir djúpinu. Ekkert vinnst með því að draga upp einfalda mynd af flóknum vandamálum. Sú óöld, sem hér var lýst, hefur aldrei orðið einráð í þessum hluta heims. Marg- vísleg ljós hafa skinið í myrkrinu. Þeir eru ófáir, sem tekizt hefur að þreyja þorrann og góuna við birtu jákvæðra sjónarmiða. En það breytir ekki hinu, að þegar litið er yfir taflborðið í heild, blasir við ringulreið. Mörg ljós og misgóð auka jafnvel fát þeirra, sem þar hrekjast reit af reit. Nú kynni einhver að ætla, að prestling- ur sá, sem þessi orð ritar, ætli sjálfum sér auðveldan leik. Eftir framanskráðan heimsósóma mætti ganga krókalaust til veiks og reyna að stugga lesandanum til sinnaskipta og hreinnar trúar. Svo einföld er lausnin ekki. Mér er ekki grunlaust um, að ég stundum hafi ætlað öðrum, lesendum eða tilheyrendum, að láta sér nægja úrræði, sem ekki entust sjálfum mér. Slík aðferð kynni að vera i hópi þeirra mistaka, sem kirkjan gerir sig seka um á örðugri öld. Með skírskotun til þeirrar þróunar, sem að framan getur, mætti á hinn bóginn spyrja: Hvers höfum við þörfina á yfir- standandi tíma? — Er ástæða til að biðja um meiri veraldaráfergju, magnaðra til- gangsleysi, dýpri tómleika? Er hinn holi rómur ekki orðinn nógu holur? Er svar hans ekki orðið nægilega kalt? Mundi ekki rétt að staldra við og spyrja, hvort annarra sé völ? Gæti það ekki verið ó- maksins vert að virða fyrir sér þessi svör, ef til eru? Öllum þeim, sem vita vilja, er það full- kunnugt, að kirkjan hefur um aldir varð- 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.