Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 13
í lok aldarinnar og svolítið er að rofa til fyrir fólkinu, þannig að það fær þrek og kraft til að hefja baráttuna? Björn: Er það ekki hvort- tveggja í senn sem þarna ger- ist: erlend áhrif sem mennt- aðir bændur verða fyrir við lestur erlendra rita um byrj- andi sósíalisma og þær breyt- ingar sem voru að verða í álf- unni og hinsvegar sú brýna þörf sem var fyrir bæði bændur og verkalýð kaupstaðanna að brjótast undan skuldafjötrum og kaupmannavaldi? Er það ekki þetta tvennt sem sam- tvinnast þegar þessar hreyfing- ar eru að fara af stað? Ólafur: Gerum við ekki of mik- ið úr erlendu áhrifunum þegar við erum að túlka þetta? Við- brögð manna geta verið mjög lík á tveimur stöðum án þess um nokkur bein tengsl eða vitneskju sé að ræða. Að mínu viti gerist þetta norður í Þing- eyjarsýslu vegna þess að hún liggur hæfilega langt frá Bessa- staðavaldinu. Það er lika áber- andi, að í anda Jóns Sigurðs- sonar stefna þeir fyrst að því að ná yfirráðum yfir verzlun- inni. Það er enginn einn sem hefur beinlínis áhuga á að taka að sér hlutverk selstöðukaup- mannsins, þegar hann fer. Kannski er hann orðinn ímynd alls hins versta í þeirra hugum. En afturámóti vita þeir, að þeir þurfa að ná valdinu sem hann hefur, og leiðin til þess er að standa saman og steypa hon- um með samstöðu. Þetta gerist kannski ekki eftir neinu sér- stöku kerfi, því einsog hér var sagt fyrr, á sér stað ákveðin þróun: fyrst koma verzlunar- félög, Tryggvi með sitt Gránu- félag, og siðan Þingeyingarnir sem komast næst því sem síðar varð reglan. Erlendur: í þessu sambandi er vert að hafa hugfast, að verzl- unin er gefin frjáls 1854, og að sjálfsögðu ýtti það undir ís- lendinga að fara að klóra í bakkann. Það hefur vafalaust haft mikil áhrif á það sem gerðist í Þingeyjarsýslu, veitt mönnum aukinn kjark. Benedikt: Maður sér hvert þeir eru að stefna með því að at- huga, hvað gerðist á fyrstu fjórum til fimm árunum. Þá lækkar til dæmis Kaupfélag Þingeyinga verð á aðkeyptri vöru um þriðjung, og það tryggir einnig hærra verð fyrir útflutningsvöruna, þannig að félagsmenn telja sinn hag hafa batnað af þessum viðskiptum um 40—45% á nokkrum árum. Erlendur: Það eru til heimildir um, hver álagningin var hjá kaupmönnum, og nýlega hefur verið birt í tímaritinu Hlyni mjög merkilegt plagg frá Vopnafirði, þar sem í Ijós kom, að álagningin var ekki 100% heldur allt uppí 300% á inn- flutta vöru, og þetta gerist eft- ir að Kaupfélag Þingeyinga byrjaði að starfa. Halldór: Það var árið 1902 eða 1903, minnir mig. Erlendur: Það var því vissu- lega mikinn akur að plægja þarna. Björn: En það er nú samt varla tilviljun, að þetta kom fram af mestum krafti á þeim stöðum þar sem bændamenningin reis hæst og þar sem menn höfðu bezta aðstöðu til að fylgjast með þeim straumum sem voru að fara um álfuna. Ólafur: Hafa ekki samgöngu- málin líka mikil áhrif? Þing- eyjarsýslan er þannig, að það er mjög gott að ferðast um hana að vetrarlagi, og það stuðlar að nánari kynnum manna á meðal heldur en víða þar sem meiri samgönguerfið- leikar eru. Erlendur: Trúlega hefur það haft sín áhrif, og eflaust var erfiðara um vik á Vestfjörðum Benedikt: Kaupfélögin tóku auðvitað upp nýja hætti. Það var pöntunarfélagssnið á verzl- uninni fyrstu árin, þannig að ekki var farið að leggja í sjóði, einsog varð skömmu eftir alda- mótin. Jakob: Eða hafa neinar birgðir. Halldór: Voru það ekki Eyfirð- ingar sem fyrstir tóku upp hið eiginlega Rochdale-kerfi með því að opna sölubúð og safna sjóðum? Þá fer þetta að breyt- ast. Friðrik: En þróunin virðist hafa verið ákaflega hæg fyrstu árin. Árið 1869 er það sem Borð- eyrarfélagið eða Pétur Eggerz og Tryggvi Gunnarsson koma með sín pöntunarfélög, þannig að allt virðist hafa gengið mjög rólega fyrir sig í öndverðu. Jakob: Já, maður getur ekki sagt að það verði verulegur vöxtur i þessu fyrr en eftir 1906, eftir að Rochdale-kerfið til dæmis, þar sem byggðir eru afskekktar og einangraðar hluta ársins. Ólafur: Varðandi álagninguna er kannski rétt, að það komi fram, að kaupmennirnir gátu náttúrlega ekki velt sinni krónu oft yfir árið, hafa trú- lega ekki getað það nema einu- sinni á ári. En nú á tímum er það vitanlega hluti af ástæð- unni fyrir lækkaðri álagningu, að hægt er að hafa sömu krón- una í umferð oft á ári hverju, eða er það ekki rétt skilið? er tekið upp hjá samvinnufé- lögunum: að verzla í opnum sölubúðum og hafa svona nokk- urnveginn gangverð á vörunni og greiða tekjuafgang eftirá. Þá fyrst kemur eitthvert fjör í verzlunina. Friðrik: Má ekki segja, að þetta sé eftilvill einn merkasti þátt- urinn í þróun samvinnuhreyf- ingarinnar hérlendis? Jakob: Það held ég sé vafa- laust. Benedikt: Það var alger grund- völlur undir því sem seinna gerðist. Við höfum séð það framá þennan dag, hvers eðlis pöntunarfélögin eru, hve þau eru laus í sér og flosna mörg fljótlega upp, jafnvel þó þau nái skyndiárangri. Björn: Þá fer þetta líka nokk- uð saman við það, að verka- lýðsfélögin berjast fyrir því, að verkamenn fái laun sín greidd í penlngum. Nýir verzlunarhættir 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.