Samvinnan - 01.06.1972, Page 13

Samvinnan - 01.06.1972, Page 13
í lok aldarinnar og svolítið er að rofa til fyrir fólkinu, þannig að það fær þrek og kraft til að hefja baráttuna? Björn: Er það ekki hvort- tveggja í senn sem þarna ger- ist: erlend áhrif sem mennt- aðir bændur verða fyrir við lestur erlendra rita um byrj- andi sósíalisma og þær breyt- ingar sem voru að verða í álf- unni og hinsvegar sú brýna þörf sem var fyrir bæði bændur og verkalýð kaupstaðanna að brjótast undan skuldafjötrum og kaupmannavaldi? Er það ekki þetta tvennt sem sam- tvinnast þegar þessar hreyfing- ar eru að fara af stað? Ólafur: Gerum við ekki of mik- ið úr erlendu áhrifunum þegar við erum að túlka þetta? Við- brögð manna geta verið mjög lík á tveimur stöðum án þess um nokkur bein tengsl eða vitneskju sé að ræða. Að mínu viti gerist þetta norður í Þing- eyjarsýslu vegna þess að hún liggur hæfilega langt frá Bessa- staðavaldinu. Það er lika áber- andi, að í anda Jóns Sigurðs- sonar stefna þeir fyrst að því að ná yfirráðum yfir verzlun- inni. Það er enginn einn sem hefur beinlínis áhuga á að taka að sér hlutverk selstöðukaup- mannsins, þegar hann fer. Kannski er hann orðinn ímynd alls hins versta í þeirra hugum. En afturámóti vita þeir, að þeir þurfa að ná valdinu sem hann hefur, og leiðin til þess er að standa saman og steypa hon- um með samstöðu. Þetta gerist kannski ekki eftir neinu sér- stöku kerfi, því einsog hér var sagt fyrr, á sér stað ákveðin þróun: fyrst koma verzlunar- félög, Tryggvi með sitt Gránu- félag, og siðan Þingeyingarnir sem komast næst því sem síðar varð reglan. Erlendur: í þessu sambandi er vert að hafa hugfast, að verzl- unin er gefin frjáls 1854, og að sjálfsögðu ýtti það undir ís- lendinga að fara að klóra í bakkann. Það hefur vafalaust haft mikil áhrif á það sem gerðist í Þingeyjarsýslu, veitt mönnum aukinn kjark. Benedikt: Maður sér hvert þeir eru að stefna með því að at- huga, hvað gerðist á fyrstu fjórum til fimm árunum. Þá lækkar til dæmis Kaupfélag Þingeyinga verð á aðkeyptri vöru um þriðjung, og það tryggir einnig hærra verð fyrir útflutningsvöruna, þannig að félagsmenn telja sinn hag hafa batnað af þessum viðskiptum um 40—45% á nokkrum árum. Erlendur: Það eru til heimildir um, hver álagningin var hjá kaupmönnum, og nýlega hefur verið birt í tímaritinu Hlyni mjög merkilegt plagg frá Vopnafirði, þar sem í Ijós kom, að álagningin var ekki 100% heldur allt uppí 300% á inn- flutta vöru, og þetta gerist eft- ir að Kaupfélag Þingeyinga byrjaði að starfa. Halldór: Það var árið 1902 eða 1903, minnir mig. Erlendur: Það var því vissu- lega mikinn akur að plægja þarna. Björn: En það er nú samt varla tilviljun, að þetta kom fram af mestum krafti á þeim stöðum þar sem bændamenningin reis hæst og þar sem menn höfðu bezta aðstöðu til að fylgjast með þeim straumum sem voru að fara um álfuna. Ólafur: Hafa ekki samgöngu- málin líka mikil áhrif? Þing- eyjarsýslan er þannig, að það er mjög gott að ferðast um hana að vetrarlagi, og það stuðlar að nánari kynnum manna á meðal heldur en víða þar sem meiri samgönguerfið- leikar eru. Erlendur: Trúlega hefur það haft sín áhrif, og eflaust var erfiðara um vik á Vestfjörðum Benedikt: Kaupfélögin tóku auðvitað upp nýja hætti. Það var pöntunarfélagssnið á verzl- uninni fyrstu árin, þannig að ekki var farið að leggja í sjóði, einsog varð skömmu eftir alda- mótin. Jakob: Eða hafa neinar birgðir. Halldór: Voru það ekki Eyfirð- ingar sem fyrstir tóku upp hið eiginlega Rochdale-kerfi með því að opna sölubúð og safna sjóðum? Þá fer þetta að breyt- ast. Friðrik: En þróunin virðist hafa verið ákaflega hæg fyrstu árin. Árið 1869 er það sem Borð- eyrarfélagið eða Pétur Eggerz og Tryggvi Gunnarsson koma með sín pöntunarfélög, þannig að allt virðist hafa gengið mjög rólega fyrir sig í öndverðu. Jakob: Já, maður getur ekki sagt að það verði verulegur vöxtur i þessu fyrr en eftir 1906, eftir að Rochdale-kerfið til dæmis, þar sem byggðir eru afskekktar og einangraðar hluta ársins. Ólafur: Varðandi álagninguna er kannski rétt, að það komi fram, að kaupmennirnir gátu náttúrlega ekki velt sinni krónu oft yfir árið, hafa trú- lega ekki getað það nema einu- sinni á ári. En nú á tímum er það vitanlega hluti af ástæð- unni fyrir lækkaðri álagningu, að hægt er að hafa sömu krón- una í umferð oft á ári hverju, eða er það ekki rétt skilið? er tekið upp hjá samvinnufé- lögunum: að verzla í opnum sölubúðum og hafa svona nokk- urnveginn gangverð á vörunni og greiða tekjuafgang eftirá. Þá fyrst kemur eitthvert fjör í verzlunina. Friðrik: Má ekki segja, að þetta sé eftilvill einn merkasti þátt- urinn í þróun samvinnuhreyf- ingarinnar hérlendis? Jakob: Það held ég sé vafa- laust. Benedikt: Það var alger grund- völlur undir því sem seinna gerðist. Við höfum séð það framá þennan dag, hvers eðlis pöntunarfélögin eru, hve þau eru laus í sér og flosna mörg fljótlega upp, jafnvel þó þau nái skyndiárangri. Björn: Þá fer þetta líka nokk- uð saman við það, að verka- lýðsfélögin berjast fyrir því, að verkamenn fái laun sín greidd í penlngum. Nýir verzlunarhættir 13

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.