Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 39
Vetrarstarf í Skálholti raeð lýðháskóla- sniði getur haldizt í hendur við styttri sumarnámskeið, ætluð fullorðnu fólki með ýmsa menntun. Þess konar nám- skeið eru algeng við skandinavíska lýð- skóla, og þau eiga drjúgan þátt i að rjúfa akademíska einangrun og brjóta niður múra milli hinna ýmsu samfélagshópa. Þau eru því lýðháskóli í orðsins fyllstu merkingu. Þess konar skóla er full þörf á íslandi. „Ályktun um framhaldsskóla“ Nýlega barst mér í hendur ályktun „Fé- lags háskólamenntaðra kennara" á ís- landi um „framhaldsskóla framtiðarinn- ar“. í ályktuninni segir m. a., að sá „sam- ræmdi framhaldsskóli", sem gert er ráð fyrir í umræddu máli, ætti að geta „unnið gegn því útbreidda viðhorfi, að ákveðnar námsbrautir séu finni eða ófínni en aðrar og þannig haft áhrif í þá átt að koma í veg fyrir stéttaríg í samfélaginu“. Þetta markmið hefur frá öndverðu ver- ið ein af hugsjónum skandinavískra lýð- skóla, eins og áður er að vikið. Hefur við- leitni skólanna í þessa átt reyndar borið verulegan ávöxt. Full ástæða er til að gefa þessari staðreynd gaum, þegar hug- myndin um útrýmingu akademískra for- dóma nú er borin svo skorinort fram á íslandi. Vera má, að „lýðskólamenn“ hér á landi og stuðningsmenn hins „sam- ræmda framhaldsskóla" geti stutt hverir aðra fremur en hitt. Þar að auki má geta þess, að sá sam- ræmdi framhaldsskóli, sem rissaður er upp í nefndri ályktun, mun eiga alllangt i land. Framkvæmd þessara áforma er tiltölulega fáum vandkvæðum bundin í þéttbýli. En úti um land gæti orðið örðugt að koma á fót þeim stóru og fjölbreyttu skólum, sem ráð er fyrir gert í ályktun- inni. Náið samstarf margra smærri skóla hentar dreifbýlinu að öllum líkindum betur. Þar gæti lýðskóli i Skálholti lagt nokkuð af mörkum, ef samvinna tækist milli hans og annarra skóla á áþekku stigi. Tilraunastarfsemi Ég hef viljandi látið það ógert fram að þessu að setja fram afmarkaðar tillögur að námsskrá fyrir Skálholtsskóla. Til- gangurinn með greinum þeim, sem ég hef skrifað um þetta efni, var sá að benda á sem flesta möguleika, í þvi skyni að vekj a umræður í hópi áhugamanna. Sá er einn- ig tilgangurinn að þessu sinni. Því skal eigi nú fremur en endranær fastar eða skýrar að orði kveðið um námstilhögun í Skálholti. Endanlegar ákvarðanir verða teknar af stjórn Skálholtsskólafélagsins og öðrum þeim, sem að málinu standa. Þó mun áhættusamt að taka sér í munn orðið „endanlegur“ í þessu sambandi, a. m. k. enn sem komið er. ísland á enga lýðskóla né heldur nokkra lýðskólalög- gjöf. Þó svo að skólar þessir gefist vel í nágrannalöndunum, er engan veginn unnt að spá neinu um það, hvernig slíku skólahaldi reiðir af á íslandi. Skálholts- skóli verður í fyrstu lotu eins konar til- raunastarfsemi. Skálholtsmenn verða að vera við því búnir að brjóta upp á nýj- ungum, jafnvel frá ári til árs fyrst í stað. Bein eftiröpun skandinavískra lýðskóla er tilgangslaus. Takmarkið hlýtur að vera að finna það lýðskólaform, sem hentar á íslandi. Ef tilraun til lýðskólareksturs í Skál- holti á að leiða eitthvað i ljós um nota- gildi eða gagnsleysi slíkra skóla á íslandi, verður að gera hana af fullri einurð. Það þýðir, að ekkert má til spara, hvorki varð- andi kennslukrafta né annan ytri aðbún- að. Sé þessum skilyrðum ekki fullnægt, eru tilraunin og niðurstöður hennar að engu hafandi. Áreiðanlegar niðurstöður fást þannig því aðeins, að Skálholtsskóla ekki skorti rekstrarfé. Opinber fjárstyrkur til skandi- navískra lýðskóla nemur öllum útgjöldum við daglegan rekstur skólanna. Sú skip- an þykir sjálfsögð í þeim löndum, þar sem lýðskólarekstur er þrautreyndur og gagnsemi hans viðurkennd af flestum. Á íslandi horfir málið annan veg við. Það væri til of mikils mælzt að ætla hinu opinbera varanlegar skuldbindingar í þessu efni, meðan lýðskólinn ekki er reyndur við íslenzkar aðstæður. Hitt væri æskilegt, að íslenzka rikið byndist í að styðja lýðskóla í Skálholti um t. d. fimm ára bil fyrst í stað. Styrkurinn verður að nema öllum útgjöldum við rekstur skólans þessi ár. Að loknu þessu tilraunatímabili væri síðan unnt að vega og meta árangur tilraunarinnar, fyrst og fremst aðsókn að skólanum, en einnig námsárangur, það orð er af stofnuninni fer og önnur efni. Niðurstöður þessa mats gætu siðan ráðið úrslitum um frekari framtíð lýðskóla í Skálholti. Ég hef áður árætt að benda á þessa bráðabirgðalausn. Mér þykir líklegt, að flestir muni telja tillöguna sanngjarna, hafi menn ekki fyrirfram ráðið það við sig að berjast gegn öllum frekari fram- kvæmdum í Skálholti eða a. m. k. að hundsa þær. Skálholt er risið úr rústum. Samtök á- hugamanna, heima og heirnan, hafa í samráði við Kirkjuráð íslenzku þjóðkirkj- unnar af eigin rammleik og með sam- skotafé komið af stað byggingu skólahúss á staðnum. Fjárveitingarvaldið hefur nú þegar veitt skólabyggingunni vel þegna aðstoð. Fyrir lok þessa árs verður fyrsti áfangi Skálholtsskóla væntanlega full- byggður og skólinn því starfhæfur á næsta ári, ef öðrum ytri skilyrðum er fullnægt. Hér verður því ekki aftur snúið. Með einhverjum hætti verður að nýta þá aðstöðu, sem komið hefur verið upp í Skálholti. Að öðrum kosti væri verulegum fjármunum kastað á glæ. Aðstandendur þessara framkvæmda hafa stefnt að lýðskóla i Skálholti. En svo sem nógsamlega mun hafa komið í ljós hér að framan, er lýðskóli margslungið hugtak og sundurleitt. Einstök atriði þessa máls eru því í deiglunni og hljóta að verða það enn um sinn. Það á ekki aðeins við um daglegan rekstur skólans og starfshætti, heldur einnig um rekst- ursgrundvöll hans í bráð og lengd. í svip varðar það mestu, að allir þeir, sem vilja viðurkenna þá staðreynd, er nú rís af grunni í Skálholti, geri sér far um að reifa þetta mál frá ýmsum hliðum. Skálholtsskóli er ekki einkamál þeirra, sem fram að þessu hafa barizt fyrir hon- um, enda aldrei verið talinn það af nein- um. Þvert á móti. Sem „lýðskóli" í ein- hverri mynd varðar stofnun þessi lands- lýð allan. Það, sem hér hefur verið sagt, er ekki skuldbindandi í einstökum atriðum, hvorki fyrir undirritaðan né aðra þá, er að Skálholtsskóla standa. „Hið síðasta orð“ um Skálholtsskóla hefur ekki verið sagt enn og verður vonandi ekki sagt í bráð. En Skálholtsskóli þarfnast liðveizlu allra þeirra, sem að einhverju leyti geta fallizt á framanrituð grundvallarsjónar- mið eða hafa önnur betri fram að færa. Næstu misseri verða afdrifarík í sögu Skálholtsstaðar. Látum ekkert tækifæri ónotað til að ræða þessi efni, vekja at- hygli á þeim hvarvetna og þar með stuðla að eflingu menntaseturs á hinum forna helgistað. ♦ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.