Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 45
annarri manneskju hlutdeild í sjálfum sér kemst ekki hjá því að þiggja af þeirri sömu á móti. Þannig er ástin kraftur sem fæðir af sér nýja ást. Auk þess sem full- burða ást krefst þess að fyrir hendi sé hæfni tilað gefa, þurfa ýmsir aðrir eigin- leikar að koma til: umhyggja, ábyrgð, virðing og þekking'. Sú umhyggja sem ástin felur í sér kem- ur skýrast fram í ást móður á barni sínu. Móðirin er natin við barnið, hlúir að því sem bezt hún má. Sá sem elskar finnur til ábyrgðar. Ekki einasta gagnvart sjálf- um sér, heldur og gagnvart meðbræðrum sínum. Hann lætur sér jafn annt um velferð þeirra og sjálfs sín. Sú hætta er þó fyrir hendi, að slík ábyrgðartilfinning fari að bera keim af óþarfa afskiptasemi og jafnvel drottnunargirni, ef ekki kæmi jafnframt til virðing, hæfni tilað líta á hverja manneskju einsog hún er, gera sér grein fyrir sjálfstæði hennar sem ein- staklings. Sé um raunverulega ást einnar manneskju á annarri að ræða, er hún eitt með henni einsog hún er, ánþessað reyna að laga hana að eigin vilja og ósk. Forsenda þess að hægt sé að bera virð- ingu fyrir annarri manneskju er að þekkja hana; geta tilaðmynda gert sér grein fyrir angri, sem gerir vart við sig hjá henni, enda þótt hún reyni að dylja það. f nánum tengslum við þörf manns- ins fyrir að vinna bug á einstæðings- kennd sinni meðþvíað sameinast annarri manneskju er löngun hans tilað komast fyrir „leyndarmál manneskjunnar“, upp- götva það sem býr að baki hugsunum hennar, athöfnum og orðum. Oft getur svo farið, að þessi löngun tilað komast að innsta kjarna þess sem lifir og hrærist taki á sig mynd grimmdar og harðneskju. Tökum til dæmis barnið sem slítur vængi af fiðrildi einsog tilað komast að innsta kjarna þess, uppgötva leyndarmál þess. Á vissan hátt má segja að ástin kyrri þessa fýsn tilað komast að innsta kjarnanum meðþvíað gera tveim manneskjum fært að verða eitt hvor með annarri. Fyrir til- stilli ástarinnar, meðþvíað veita ann- arri manneskju hlutdeild í sjálfum sér og eignast hlutdeild í henni um leið, skynjar einstaklingurinn sjálfan sig, upp- götvar sjálfan sig og þann sem hann elsk- ar, uppgötvar manninn. Eina leiðin tilað öðlast algera þekkingu á manninum er að elska; ástin nær langt út yfir endimörk allra hugsana og orða. Bakvið þessa eðlislægu þörf mannsins til- að sameinast annarri manneskju býr önn- ur sérstæð líf f ræðilegleg þörf: þörf fyrir að sameina í eitt hin andstæðu skaut kynj- anna beggja, karlkyns og kvenkyns. Líf- fræðilegur samdráttur þessara andstæðu skauta fær manninn tilað leita samein- ingar við hitt kynið. Þessi samdráttur er undirstaða sköpunarinnar; hann á sér fjölmargar hliðstæður í náttúrunni, ekki einungis meðal dýra og jurta, heldur og í samdrætti jarðar og regns, fljóts og hafs, dags og nætur, ljóss og myrkurs, efnis og anda. Ást foreldris og barns Eitt sérstakt tilbrigði ástarinnar er ást milli foreldris og barns. Eftir fæðinguna er barnið í byrjun lítið fráburgðið því sem það var í móðurkviði. Það ber ekki kennsl á hluti, er enn ekki orðið meðvit- að um sjálft sig, um skilin milli sjálfs sín og umheimsins. Móðirin er allt, hlýja, næring, öryggi og fullnæging allra þarfa. Með tímanum fer barnið að skynja hlut- ina einsog þeir eru; það fer að skynja þroska sinn, svalandi mjólkina, brjóstið og móðurina sem aðskildar einingar. Það lærir að gera sér grein fyrir séreðli hlut- anna, á hvern hátt þeir eru frábrugðnir hver öðrum. Það lærir að gefa einstökum hlutum nafn og handleika þá. Það byrj- ar smámsaman að gera sér grein fyrir einu: að þaff er elskaff. Það er elskað fyrir að vera það sem það er; það er elskað fyrir aff vera. Ást móðurinnar er ekki ást, sem barnið þarf að vinna til eða getur á nokkurn hátt unnið til. Hún er. Eftir því sem tímar líða vaknar hjá barninu löngun tilað vekja með eigin athöfnum ást á sér, t. d. meðþvíað búa til eitthvað smáræði og gefa móðurinni (eða föðurnum). Smátt og smátt kemst barnið síðan af því stigi að vera einungis þiggjandi ástar og byrjar að elska á móti. Ófullburða ást fylgir lögmálinu: Ég elska afþvíaff ég er elskaffur; fullþroska ást hinsvegar: Ég er elskaffur afþví ég elska. Eftir því sem barnið eldist losnar urn tengsl þess við móðurina, en þessístað verða tengsl þess við föðurinn nánari. Andstætt móðurástinni er ást föðurins skilyrt (conditional). Barnið verður að vinna til hennar, verðskulda hana. Ást þessara tveggja aðila, föður og móður, er í fyllsta samræmi við þarfir barnsins. í frumbernsku hefur barnið bæði líkam- lega og andlega þörf fyrir skilyrðislausa ást og umhyggju móðurinnar. Uppúr sex ára aldri fer barnið að þarfnast ástar föðurins, fyrirmæla hans og leiðsagnar. Móðirin veitir barninu öryggi í lífinu, í föðurins hlut fellur fremur að veita barn- inu tilsögn í því, hvernig það skuli bregð- ast við félagslegu umhverfi sínu. Engu að síður ber föðurnum að varast að beita barn sitt hótunum eða valdi af nokkru tæi. Ást hans á að einkennast af skiln- ingi og umburðarlyndi. Hann á að gera sitt tilað efla sjálfstæðan vilja barnsins og líta á það sem sjálfsagðan hlut, þegar þarað kemur að barnið losar sig undan áhrifavaldi hans og fer að lúta eingöngu vilja og áhrifavaldi sjálfs sín. Þannig hvarflar maðurinn í bernsku milli ástar föður og móður. Fullþroska manneskja er hinsvegar ekki lengur háð föður sínum eða móður, heldur hefur hún sameinað ást þeirra beggja í sjálfri sér og er þar- með laus undan áhrifavaldi þeirra. Þann- ig er hún fær um að veita öðrum þá ást sem bæði faðir og móðir hafa veitt henni sjálfri, ást sem felur jafnt í sér öryggi móðurinnar og leiðsögn föðurins. Þetta hvarfl einstaklingsins milli móður- og föðurástar og endanleg sameining þeirra beggja í vitund hans sjálfs er undirstaða andlegs heilbrigðis og þroska. Sá sem elskar aðeins eina manneskju og stendur á sama um aðra meðbræður sína, elskar ekki í raun og veru, heldur veitir á þennan hátt einungis útrás tak- markalausri sjálfselsku sinni. Sá sem ber sanna ást í brjósti til annarrar mann- eskju, hann elskar og allt mannkynið, veröldina, lífið. Kynferðisleg ást Ást á náunganum er undirstaða ann- arrar ástar. Ást á náunganum er ást á öllum mannverum: hún einkennist af því, að hún skilur engan útundan. Hún felur í sér vitund um einingu allra manna; hún byggist á þeirri vissu, að við erum öll eitt. Ást á náunganum á upptök sín í ást á hverjum þeim sem er hjálparvana, fá- tækur eða framandi. Með því að finna til samúðar með þeim sem þarf á hjálp að halda byrjar maðurinn að þroska með sér ást á náunganum. Áður hefur verið vikið lítillega að móff- urástinni. Eðli móðurástarinnar er um- hyggja fyrir uppvexti og þroska barns- ins. Þannig er það og vilji móðurinar að losa um þau bönd sem binda barn og móður í frumbernsku, eftir því sem tímar líða. Móðurástin hefur semsé í för með sér, að tvær mannverur, sem hafa verið eitt, eru skildar að. Andstæða þessa er kynferffisleg ást (erotic love) þarsem tvær aðskildar mannverur verða eitt. Kynferðisleg ást byggist á löngun tilað sameinast algerlega annarri manneskju, verða eitt með henni. Eðli sínu sam- kvæmt tekur hún því einungis til einnar mannveru. Kynferðisleg ást er án efa við- sjárverðasta tegund ástar. Mikilvægur þáttur slíkrar ástar er likamlegt samband tveggja elskenda, löngunin tilað samein- ast annarri mannveru líkamlega. Slík sameining verður þó ekki til þess að manninum takist að sigrast á einstæð- ingskennd sinni, nema raunveruleg ást búi að baki. Þrátt fyrir það að kynferðis- leg ást beinist að einum aðila, þá verður slík ást jafnframt að fela í sér ást á gjörv- öllu mannkyni, á öllu þvi sem lifir, tilað hún geti talizt sönn. í vestrænu nútíma- þjóðfélagi lítur fólk oft og tiðum á slíka ást sem afleiðingu einhverrar snöggrar tilfinningar sem grípi manninn jafnvel á einu augabragði. Slik tilfinning ristir hinsvegar alla jafna ekki djúpt; raun- veruleg ást er annað og meira en snögg tilfinningasveifla; í henni er jafnframt 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.