Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 49
anum. Ég lít á kommúnu sem ákveðið sambýlisform, sem misstór hópur ein- staklinga, sem fyrir eru meira eða minna bundnir eða tengdir hver öðrum, kemur sér saman um, af hagnýtum og félagsleg- um ástæðum. Sambýlisform þetta ein- kennist af því að ýmsir þættir hins dag- lega lífs eru í ríkara mæli sameiginlegir en tíðkast, a.m.k. í hinu vestræna þjóð- félagi. Um þetta segir Francis Vestin: „Við getum hugsað okkur margs konar kommúnur, bæði að stærð og gerð. Ungt fólk, fullorðið fólk, gamalt fólk, börn; allir geta verið með. Einstaklingar, fjölskyldur og hópar hafa margvísleg hlutverk. Fjármál, starf, frí- stundir, pólitískt starf, nám, uppeldi barna, heimilisstörf, náin samvera, kyn- ferðislíf — allt þetta eða hluti þess getur rúmast innan ramma kommúnunnar. Gerð hennar ákvarðast af því hvað er sameiginlegt og að hve miklu leyti svo er.“ Félagsleg upplifun barnsins er sú hlið málsins, sem Vestin tekur fyrst til um- ræðu. Hún segir, að hlutverkaskifting milli barna og foreldra og reyndar barna og fullorðinna yfirleitt, verði ekki eins eindregin og skýr og í smáfjölskyldunni. í kommúnu fái barnið betra tækifæri til að umgangast og kynnast öðru fólki, margvíslegum athöfnum þess og störfum, siðum og hugmyndum. Það „venjulega“ verði margbreytilegra. Vandamál í ætt við einmanakennd, einkabörn, tímaskort foreldra og þar af leiðandi hugmyndir barnsins um að það „sé fyrir“ — svo dæmi séu nefnd — koma síður upp. í kommúnu skortir aldrei leik- félaga, og „einkabörn" eiga mörg systk- ini. Það leiðir af sjálfu sér, að umgengn- isvenjur verða óformlegri, fólk kemur og fer, alltaf er einhver í þörf fyrir félags- skap, kunningjahópar blandast og snerti- flöturinn við umhverfið verður stærri. Allt er þetta barninu góð reynsla og stuðlar að því, að það verði hæfara til að gegna hlutverki sínu sem félagsvera síðar meir. Annað atriði sem Vestin bendir á er, að börn lifa oft í kvennaveröld. Mamma er heima, pabbi er í vinnunni, eða bæði í vinnunni og barnið þá i gæzlu fóstru á barnaheimilinu, hjá ömmu eða kon- unni í næsta húsi. í hverfum eins og Árbæ og Breiðholti er líklega leitun að karlmanni kl. 9—5 á daginn, nema rétt á meðan húsin eru í byggingu. Þetta er að sjálfsögðu ekki vantraust á konuna, en áreiðanlegt er að börnum er nauð- synlegt að umgangast bæði kynin, ekki sízt til þess að sjálfsímynd þeirra verði óbrengluð seinna meir. Slíku misræmi er síður hætt við i kommúnu. Þar má búast við að einhverjir vinni heima, að gamalt fólk, sem vinnur hluta úr degi eða alls ekki, sé til staðar, og að konan hafi betri möguleika á að vinna úti, þannig að mað- urinn fái fleiri tækifæri til samneytis við börn sín. Maðurinn og konan skifti á milli sín brauðstritinu með öðrum orðum. Fyrir einstæða foreldra og börn þeirra eru kostir kommúnunnar augljósir. Við- komandi foreldri er ekki í sama mæli bundið barninu, á hægara með að beita sér útá við, hvort sem um er að ræða félagsstörf, brauðstrit eða skemmtun. Ég held ég þurfi ekki frekar að útlista kosti þessa sambýlisforms fyrir barn, sem í slikri aðstöðu er. Vestin eyðir allnokkrum blaðsíðum í að ræða um hið hagnýta gildi sem kommúnan hefur, einkum hvað fjármál snertir. M. a. nefnir hún ómetanlegt mik- ilvægi þeirrar reynslu, sem barnið fær af sameiginlegum fjárhag, sem að vísu er ekki forsenda fyrir kommúnu, en æski- legur þáttur i slíku sambýlisformi. Því meir, þeim mun betra. Þessi þáttur kenn- ir barninu, að eignarrétturinn er ekki náttúrulögmál og engan veginn nauðsyn- legur til þess að halda uppi þjóðfélagi, eins og virðist vera niðurstaðan af upp- eldi alltof margra. í kommúnu verða mitt og þitt hugtök, sem missa mikilvægi sitt. Leikföng, húsgögn, heimilistæki og slíkir hlutir verða meira eða minna sameigin- legir. Einstaklingshyggjan verður að láta undan og við getum átt von á einstakl- ingum, sem ekki eru jafn rígbundnir i fjötra eigna sinna og við eigum að venj- ast. Ekki vil ég halda því fram, að komm- únuformið sé að öllu leyti gallalaust. Allra sizt megum við vænta þess að slíkt sam- býlisform gangi á allan hátt snurðulaust í þjóðfélagi þar sem barizt er af alefli gegn félagslegri samvinnu og reynt að telja fólki trú um, að samkeppni ein- staklinga sé það hreyfiafl, sem knýr okk- ur áfram. Enn síður megum við ætla, að kommúnuformið leiði óhj ákvæmilega til hins góða. Margar kommúnur hafa mis- tekizt. Kostirnir eru að sjálfsögðu háðir því, að fyrir hendi sé hugarástand, sem hefur félagslega samvinnu að leiðarljósi. En slík viðhorf eiga mjög vaxandi fylgi að fagna, enda nauðsynlegt ef jarðarbúar ætla sér að lifa af. Og sé þetta viðhorf fyrir hendi, er ég ekki í vafa um yfir- gnæfandi kosti kommúnuforms umfram önnur, ekki sízt hvað barnauppeldi snertir. Þó lítið hafi birzt á prenti á íslandi um hin ýmsu sambýlisform, efast ég ekki um, að margir hafa velt þeim fyrir sér. Þætti mér fróðlegt að sjá skoðanir þeirra t. d. á síðum þessa rits. Mér dettur i hug, hvort íslenzkir arkitektar hafi leitt hugann að því, hvernig bezt verður búið að komm- únu hvað húsnæði snertir — svo dæmi séu nefnd. Að öðru leyti vísa ég til áður- nefndrar bókar og annarra þeirra bóka, sem fjalla um fjölskylduna, sem af mörg- um er talin þjóðfélagseining í upplausn. Hætti ég mér ekki lengra útí það að sinni. Handbok i barnindoktrinering er ein margra góðra bóka, sem PAX Forlag A/S, Postboks 100, Sköyen, Oslo 2, hefur gefið út undanfarin ár. ♦ 49'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.