Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.06.1972, Blaðsíða 28
Benedikt: Ég held við mænum alltof mikið á það, hver á fyrir- tækin. Ég held að þetta sé úr- eltur hugsunarháttur. Hann var eðlilegur í gamla daga þeg- ar Karl Marx var að skoða hlutina. Þá voru fáir eigendur sem réðu öllu og þá jafnframt örlögum fólksins sem hjá þeim vann. Nú á dögum er þetta allt- saman orðið svo flókið. Að verulegu leyti eru fyrirtækin rekin fyrir lánsfé, þ. e. a. s. sparifé þjóðarinnar, og ríkis- valdið hefur svo mörg hag- stjórnartæki í hendi sér, að það ræður því sem það vill ráða, til dæmis skattalögum, lánapóli- tík, reglum og öðru slíku. Það er ekki lengur aðalatriðið hver á fyrirtækið, heldur hver stjórnar því. Það er komin upp í öllum þjóðfélögum samtím- ans ný stétt, sem Djilas nefndi svo; það eru fagmennirnir sem stjórna fyrirtækjunum. Það er orðin svo flókin fagvinna að stjórna stórum fyrirtækjum, að óbreyttir hluthafar eða jafnvel félagar í stórum samvinnufé- lögum þora ekkert að segja eða finnst þeir ekkert geta sagt af viti. Þetta er ein ástæða þess að lýðræði í stórum samvinnu- félögum hefur kannski eitthvað dofnað. Ég hef ekki trú á, að það mundi breyta miklu þó að þúsund verksmiðjuverkamenn ættu kannski einhvern smáhlut i verksmiðjunni. Hitt er aðal- atriðið, að annarsvegar hefur ríkisvaldið tryggt sig, og þjóðin leggur fram féð um leið og rik- isvaldið stjórnar fyrirtækinu að verulegu leyti með teknókröt- um sem eru forstjórar þess. Svo verður bara að tryggja fólkinu sinn rétt, bæði þátttöku í stjórn og jafnvel hlutdeild í hugsan- legum ágóða. Það verður að gerast með félagslegum ráð- stöfunum. Ólafur: Og er það endilega sjálfsagt að kaupfélagsstjórinn sé karlmaður? Adda Bára: Það virðist vera hér um bil sjálfsagt einsog er. Erlendur: Við fáum aldrei um- sóknir frá kvenfólki, þegar við auglýsum eftir kaupfélagsstjór- um. Björn: Konur hafa greinilega ekki sama metnað og karl- menn. Halldór: Ég held að það sjónar- mið ríki ekki hjá forráðamönn- um samvinnufélaganna, að þeir vilji síður ráða kvenfólk í betur launuð störf, heldur sé það ein- faldlega svo að kvenfólk er minna i framboði til þessara starfa. Adda Bára: Það dofnar nú yfir mínum vonum um það, að samvinnuhreyfingin verði á næstunni tæki alþýðunnar á þessu sviði, þegar ég heyri að þið bregðizt nákvæmlega eins við og allir aðrir atvinnurek- endur, finnið afsakanir fyrir rikjandi ástandi, sem eru að sumu leyti réttmætar, en bregðizt ekki við vandanum á þann veg að gera grein fyrir, hvernig þið ætlið að breyta þessu. Jakob: Ég hef ekki orðið var við það í minni löngu kaupfé- lagsstjóratíð, að við höfum borgað minna konu, sem ósk- aði eftir að vinna starf, sem karlmaður hefur unnið. Við tökum því þvertámóti fegins hendi. Útibússtjórinn okkar í Grímsey er kvenmaður og hef- ur sömu laun og aðrir útibús- stjórar. Það hefur aldrei hvarfl- að að okkur að borga henni minna. Adda Bára: Ég þekki náttúr- lega ekki starfsmannasöguna ykkar norður á Akureyri, en ætli sé ekki víða pottur brotinn, einnig þar? Jakob: Ég held þetta sé víðast hvar svipað og hjá okkur. Halldór: Ég held að minnsta- kosti, að ástandið sé ekki for- ráðamönnunum að kenna. Þátttaka kvenna Hvað vilja konur? Adda Bára: Nú megum við ekki gleyma því sem er megininn- tak samvinnuhreyfingarinnar, en það er að hún er samtök fólksins til þess gerð að bæta hag manna. Þetta verður sam- vinnuhreyfingin að geta gert, og að þessu verður hún að vinna. Hún getur gert það með því að beita betri lýðræðis- formum, þannig að það sé ekki bara einn mjög þröngur aðili, sem alltaf endurnýjar sjálfan sig, sem öllu stjórnar. Þetta gerist, held ég, í reynd hjá Sambandinu. Stjórnin þar er orðin ákaflega gömul. Mér finnst einnig að samvinnufé- lögin ættu að ganga á undan í því að koma á raunverulegu launajafnrétti milli karla og kvenna. Ástandið hefur eitt- hvað verið kannað hjá sam- vinnufélögunum í vetur, og niðurstaðan varð vitanlega sú, að samvinnufyrirtækin einsog önnur fyrirtæki, og ekki sízt ríki og sveitarfélög, gera upp á milli karla og kvenna í launa- málum. Nú má alls ekki láta staðar numið við að segja, að við séum einsog allir aðrir, heldur verðum við að vera aðil- inn sem ætlar að breyta þessu. Þetta er eitt af því, sem gæti gert okkur að afli, sem fólki fyndist skipta máli fyrir sig. Ekki bara að góðu fyrirtæki, heldur sérstöku félagslegu afli. Ólafur: Komum við ekki þarna að mjög frumstæðu lögmáli dýraríkisins, að sérhver verður að ryðja sér til þess rúms sem hann hefur; og ég er að vona að Rauðsokkarnir íslenzku muni óbeint stuðla að því, að skriður komi á aukið jafnrétti. Adda Bára: Auðvitað hefur bæði verkalýðshreyfingin og kvenfólkið orðið að berjast sinni baráttu og gera það á- fram, en samvinnufélögin eru eitt af tækjunum í þessari bar- áttu og eiga að vera það. Erlendur: Mig langar að víkja stuttlega að þessu. Ég held að vandamálið á þessum vettvangi sé það, að við fáum ekki konur til að taka að sér ákveðin störf, sem eru betur launuð. Það er einfaldlega svo, að í mörgum störfum eru konur ekki á vinnumarkaðinum. Ég held að konurnar sjálfar þurfi að taka þarna til hendi og vera reiðu- búnar að taka að sér viss störf og sækjast eftir þeim. Ég held að þetta sé stórt atriði. Það á að vera þannig í samvinnufé- lögunum, að þar séu greidd sömu laun fyrir sömu störf. Gallinn er sá, að konurnar lenda í lægri flokkunum. Adda Bára: Þessu gætukannski kaupfélagsstjórarnir að ein- hverju leyti ráðið. Er það endi- lega sjálfsagt, að kvenmaður- inn á skrifstofunni heiti ritari en karlmaðurinn fulltrúi? Friðrik: Ég tók eftir þvi, Adda Bára, að þú talaðir um að aðrir réðu bót á þessu en kvenfólkið sjálft. Það virðist bara vera að bíða eftir því að einhver komi og snúi lyklinum, opni dyrnar og segi „Gerið svo vel“. Er það ekki fyrst og fremst verkefni kvennanna sjálfra að berjast fyrir þessu? Adda Bára: Auðvitað er það verkefni þeirra sjálfra, en það er alltaf mikilvægt að eiga bandamenn í hverskyns bar- áttu, og mér þykir það mjög miður ef á daginn skyldi koma, að við eigum alls ekki banda- menn meðal ráðamanna sam- vinnuhreyfingarinnar. Ólafur: Til að fyrirbyggja all- an misskilning vil ég taka það skýrt fram, að ég er stuðnings- maður jafnréttis, en ég játa jafnframt að ég hef ekki að öllu leyti gert mér grein fyrir, hverjar séu höfuðorsakir mis- réttisins. Það má vera að í sum- um tilvikum sé það titlavalið á vinnustaðnum, sem hafi haft áhrif á launin, en ég hélt að Adda Bára Sigfúsdóttir, Halldór Halldórsson. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.