Samvinnan - 01.02.1977, Page 11
— ■— 1 ■ .. *v
Formáli
Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur nú starfað
í 75 ár, — þrjá aldarfjórðunga. í þessu ríti verða raktir
þœttir úr sögu Sambandsins og Sambandsfélaganna.
Saga Sambandsins er samofin sögu Sambandsfélag-
anna, því Sambandið er af þeim stofnað og vinnur í
þeirra þjónustu. Frásögnin er með annálssniði að veru-
legu leyti, og ætlunin er, að með því fáist allgott yfirlit
um starfsemi Sambandsins þessi 75 ár og þróun sam-
vinnuhreyfingarínnar, þegar þær upplýsingar um
kaupfélögin eru einnig skoðaðar, sem í riti þessu er
að finna.
/í síðasta aðalfundi Sambandsins var ákveðið að
láta semja sögu samvinnuhreyfingarínnar á Islandi, og
hefur undirbúningur þess verks nú veríð hafinn. Er þá
m. a. haft í huga, að ekki er ýkjalangt þangað til sam-
vinnulireyfingin á hundrað ára starfsafmæli, því að
upphaf liennar teljum við stofnun Kaupfélags Þing-
eyinga árið 1882. Saga Sambandsins verður þá veru-
legur þáttur í Samvinnusögunni.
Á meðan íslenzka þjóðin bjó við verzlunarfjötra er-
lendra, átti hún sér engrar viðreisnar von. Eftir liarða
pólitíska viðwreign fékkst verzlunarfrelsi lögfest 185ý.
Það kostaði langa og erfiða baráttu, að almenningur
á íslandi fengi notfært sér verzlunarfrelsið til hags-
bóta og viðreisnar eins og efni áttu að geta staðið til.
Kom þar til viðureign við erlent og innlent kaup-
mannavald, sem bjó traustlega um sig — oft í hinum
gömlu vigjum selstöðuverzlananna.
Þessi umbrot stóðu út nítjándu öldina og fram á
þá tuttugustu og urðu með margvíslegu móti. Sterkur
þáttur í þessu stríði var öflug viðleitni bændanna í
landinu til að ná viðskiptunum í eigin hendur eftir fé-
lagslegum leiðum. Er af þeirrí viðleitni mikil saga, og
má þangað rekja rœtur kaupfélaganna og samvinnu-
hreyfingarínnar.
Tímamót verða í þessum efnum 1882 með stofnun
fyrsta kaupfélagsins, Kaupfélags Þingeyinga. Síðan
komu önnur kaupfélög til sögunnar hvert af öðru.
Hörð átök urðu, en kaupfélögin héldu velli og sýndu
í verki, hvílík nauðsyn var á því, að öflug félagsverzlun
almennings liefði tök á að annast viðskipti og meðferð
framleiðsluvara, tryggja þannig sannvirði og leysa
menn úr þeim verzlunarviðjum, sem búið var við. Eru
það engar ýkjur, að með stofnun kaupfélaganna var
brotið skarð í þann múr, sem víða lokaði leiðum til
bœttra lífskjara og verulegra framfara.
Rétt er að gera sér grein fyrír því, að kaupfélögin
voru ekki eingöngu viðskiptastofnanir. Samvinnu-
lireyfingin var og er félagsmálahreyfing, og stofnun
kaupfélaganna olli nálega byltingu í félagslegum efn-
um og öllu því sem laut að jafnrétti og almennum
mannréttindum.
Samtök og samvinna, jafnrétti án tillits til efnahags,
voru og eru grundvallarboðorð samvinnulireyfingar-
innar, og störf liennar mótast af þeim. Þessi viðliorf
samvinnumanna hafa einnig sett sinn svip í œði ríkum
mœli á margt utan sjálfrar samvinnuhreyfingarinnar,
því frá henni li.ggur látlaus straumur félagshyggju og
samliyggju út í atvinnulífið, menningarlífið og þjóð-
lífið allt.
Þegar fyrsta kaupfélagið hafði starfað í 20 ár og
nokkur bœtzt í liópinn, liöfðu menn sannfærzt um
nauðsyn þess, að kaupfélögin mynduðu samtök sér
til halds og trausts.
Sambandið var stofnað að Yztafelli 20. febrúar 1902,
á afmælisdegi Kaupfélags Þingeyinga. Uppliaflega var
því ætlað fyrst og fremst að vera brjóstvörn kaupfé-
laganna í félags- og fræðslumálum, og því hlutverki
liefur Sambandið með ýmsu móti leitazt við að sinna
alla tíð.
Er möjmum jafnan ríkt í huga að sá þáttur falli ekki
í skugga stórfelldra umsvifa á sviði viðskipta og fram-
leiðslu, sem orðið liafa hlutskipti Sambandsins. Segir
það sína sögu, að stjórn Sambandsins þótti viðeigandi,
að félags- og fræðslumál samvinnuhreyfingarínnar
yrðu aðalmál aðalfundar, einmitt í vor á 75 ára afmœli
Sambandsins.
Fljótlega kom að því, að Sambandið tæki að sér
viðskipti fyrir kaupfélögin, og er sú saga rakin í liöfuð-
dráttum í þessu ríti. Hefur starfrœksla þess orðið smátt
og smátt œði stórbrotin og margþætt. Þess var að
vænta þegar að því er gœtt að liún er fyrst og fremst
í þágu Sambandsfélaganna og samvinnufólksins og
kaupfélög starfa nú í öllum byggðarlögum landsins.
Eru Sambandsfélögin ý9 talsins og félagsmenn nálega
JjO þúsund.
Samvinnufélögin leitast við að tryggja sannvirði
vöru og þjónustu. Það vilja þau gera með því að ann-
ast viðslcipti og þjójiustu fyrír félagsmenn sína og
aðra landsmenn. Þetta er gert í samkeppni við aðra,
sem spreyta sig á þessum sömu verlcefnum. Samvinnu-
félögin sœkjast ekki eftir sérréttindum, en vilja búa
við jafnrétti. Samvinnufélögin þurfa að koma víða við
í viðskiptaþjóðfélagi nútímans. Þess vegna verður
starfsemi þeirra fjölþœtt í þágu almennings til sjávar
og sveita, framleiðenda og launþega, sem hér á íslandi
bera giftu til að standa saman í samvinnustarfinu til
mikillar gœfu fyrír alla þjóðina.
7