Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1977, Qupperneq 15

Samvinnan - 01.02.1977, Qupperneq 15
FYRIR DAGA SAMBANDSINS Samtök gegn selstöðuverslun Um miðja nítjándu öld, og enda lengur, var svonefnd selstöðuverslun ráðandi í viðskiptum íslendinga, verslan- irnar flestar útibú danskra eða hálfdanskra fyrirtækja og víðast ein og tvær við hverja höfn svo að einokunar gætti mjög. Verslunin fór meira um Danmörku en markaðsað- stæður réttlættu því að viðskiptasambönd skorti við önnur lönd. íslendingar urðu að lúta i auðmýkt kaupmönnum og faktorum þeirra og áttu óhægt með að gæta réttar síns og hagsmuna. Samkeppnisbragð kaupmanna var það helst að hleypa mönnum í skuldir og tryggja sér þannig viðskipti þeirra. Vöruskiptaverslun var alráð og kaupmenn naumast fáanlegir til að kaupa afurðir landsmanna fyrir reiðufé, enda peningar lítt í umferð. Meðferð afurða var mjög áfátt og búðarvaran óvönduð að sama skapi. Áhugi á umbótum í verslunarefnum breiddist út um land- ið, ekki síst fyrir brýningar Jóns Sigurðssonar forseta. Lengi vel sáu menn þó ekki önnur ráð en ýta undir samkeppni kaupmanna með því að leita tilboða þeirra á víxl og laða lausakaupmenn á hafnimar til samkeppni við fastaversl- anir. Oft reyndu samsveitungar að standa saman um slíka verslunaraðferð, og um hana mynduðu bændur í Háls- og Lj ósavatnshreppum í Þingeyj arsýslu samtök með lýðræðis- sniði og allvíðtæku markmiði árið 1844; má telja það fyrsta vísi samvinnuhreyfingar á íslandi. Áþekk félög störfuðu síðan lengri eða skemmri tíma í ýmsum byggðarlögum. Ekki var það fyrr en um 1870 að íslendingar reyndu með samtökum að taka verslun sína í eigin hendur og sniðganga með öllu selstöðuverslanirnar. Þá hófu starf tvö mikil versl- unarfélög, Félagsverslunin við Húnaflóa (sem einnig versl- aði við Skagafjörð) og Gránufélagið (sem mest umsvif hafði við Eyjafjörð og á Austurlandi). Þau voru samtök bænda, stofnuð í félagslegum tilgangi, en í hlutafélagsformi og ráku verslun sína með líku sniði og kaupmenn. Félagsverslunin leið brátt undir lok, en Gránufélagið missti eðli félagsmála- hreyfingar og komst á vald dansks heildsala. Þannig mis- tókst þessi glæsilega tilraun til að koma versluninni á fé- lagslegan grundvöll, en þess var skammt að bíða að breytt- ar aðstæður kölluðu fram nýjan vísi, sem minna lét yfir sér í fyrstu en átti þó meiri framtíð fyrir sér. „Hlutabréf" í Kaupfélagi Þingeyinga frá um 1890. „Hlutaféð" var raun- ar aðeins inntökugjald í félagið, notað til að koma upp verslunarhúsi þess. Af því var enginn arður greiddur, og atkvæðisrétt höfðu allir fé- lagsmenn jafnan, hvort sem þeir lögðu fram einn hlut eða fleiri. Benedikt Jónsson á Auðnum, Jakob Hálfdánarson og Pétur Jónsson á Gautlöndum (um 1896). Fyrsta kaupfélagið Um 1880 kvað orðið allmikið að sauðakaupum Breta frá íslandi. Bændur fengu sauðina greidda í reiðufé, en annars hafði afurðasala þeirra mest verið fólgin í vöruskiptum. Þessi nýfengnu peningaráð notuðu framtakssamir menn til þess að panta ýmsar vörur beint frá útlöndum, oft nokkrir í félagi. Sumarið 1881 höfðu Þingeyingar tekið sig saman um að selja sauði sína milliliðalaust skoskum kaupmanni er sótti þá til Húsavíkur. Þá voru vörupantanir þeirra einnig orðn- ar stórfelldari en áður. Jakob Hálfdánarson bóndi á Gríms- stöðum í Mývatnssveit var helsti forgöngumaður um hvort tveggja. Hann fann að almennur áhugi var á auknum pönt- unarviðskiptum, enda hægara um hönd þegar þau tengdust beinu sauðasölunni. Til þess þurfti starfsmann og aðstöðu á Húsavík, og var Jakob fús að takast það starf á hendur, en aðeins í umboði lýðræðislegs félagsskapar bændanna sjálfra. Beitti hann sér því fyrir stofnun Kaupfélags Þing- eyinga sem ákveðin var á fundi að Grenjaðarstað 26. sept- ember og frá henni gengið að Þverá í Laxárdal 20. febrúar 1882. Kaupfélag Þingeyinga þróaðist ört, bæði að verkefnum og skipulagi. Það hóf sjálft að senda afurðir til útlanda í umboðssölu fyrir félagsmenn. Það kom upp vörubirgðum til sölu að vetrinum og hóf að versla með ópantaðar vörur í söludeild svo að félagsmenn mættu vera með öllu óháðir viðskiptum við kaupmannsverslanir. Deildir félagsins fengu ríka ábyrgð og sjálfstæði hver um sig, en jafnframt var traustlega búið um stjórn félagsins sjálfs. Hafin var út- gáfa handskrifaðs félagsmannablaðs, Ófeigs. Nokkur byrj- un varð á myndun sjóða til tryggingar starfseminni, en meginreglan var þó sú, eins og í öðrum íslenskum kaupfé- lögum, að leggja aðeins á vöruna fyrir beinum kostnaði og hafa að miklu leyti lánsfé í veltunni. Kaupfélag Þingeyinga varð að mörgu leyti leiðandi félag íslensku samvinnuhreyfingarinnar, ekki síst vegna þess að þar kom brátt til forustu sveit manna sem hóf samvinnu- stefnuna til öndvegis sem þjóðfélagshugsjón og barðist fyrir útbreiðslu hennar á þeim grundvelli, menn eins og Pétur á Gautlöndum, Benedikt á Auðnum og Sigurður í Ystafelli. Einmitt frá þessum hópi kom frumkvæðið að stofnun Sam- bandsins 1902. n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.