Samvinnan - 01.02.1977, Síða 16

Samvinnan - 01.02.1977, Síða 16
Uppskipun á Húsavík um aldamót, dæmigerð fyrir hafnaraðstöðu víða um land á fyrstu áratugum kaupfélaganna. Áratugur sauðasölufélaganna Á fyrstu starfsárum Kaupfélags Þingeyinga höfðu bænd- ur í ýmsum héruðum nokkurt samstarf um vörupantanir með fjártökuskipum, og leið ekki á löngu uns eiginlegur kaupfélagsskapur tók að breiðast út um landið. Festi hann einkum rætur í hinum fjölbyggðari sveitahéruðum. Hús Kaupfélags Þingeyinga til vinstri Jaðar, reistur 1883, viðbygg- ingin til hægri byggð 1902. Fyrir bein áhrif frá Kaupfélagi Þingeyinga voru stofnuð áþekk félög í grannhéruðum á báða bóga, Kaupfélag Ey- firðinga 1886, Kaupfélag Svalbarðseyrar 1889 (áður hluti af K.Þ.) og Kaupfélag Norður-Þingeyinga 1894. Skagfirðingar og Austur-Húnvetningar höfðu stofnað Vörupöntunarfélag Húnvetninga og Skagfirðinga 1884 og upp úr því eiginleg kaupfélög, Kaupfélag Skagfirðinga 1889 (forgöngumaður Ólafur Briem á Álfgeirsvöllum) og Kaup- félag Húnvetninga 1895 (að frumkvæði Þorleifs Jónssonar á Syðri-Löngumýri). Á Austurlandi voru lausleg samtök um vörupöntun einnig undanfari Pöntunarfélags Flj ótsdalshéraðs sem stofnað var 1886 (að forgöngu Jóns Bergssonar síðar á Egilsstöðum). Á Suðurlandi gekkst Páll Briem fyrir stofnun Kaupfélags Stokkseyrar (1891) sem hafði mikil viðskipti í Rangárvalla- sýslu og nokkur í Árnessýslu. En á Suðausturlandi og við Faxaflóa verða eyður í samvinnuverslun þessa tímabils. Vestur í Dölum var Torfi Bjarnason í Ólafsdal forustu- maður í flestum málum, og varð hann, næst Þingeyingun- um, áhrifamestur samvinnufrömuður fyrir aldamót. Hann stofnaði Verslunarfélag Dalasýslu 1886, og teygðist það á næstu árum yfir Strandasýslu, Vestur-Húnavatnssýslu og hluta af Barðastrandarsýslu og Snæfellsnessýslu. Þá er ótalið af hinum elstu samvinnufélögum Kaupfélag ísfirðinga, stofnað af Skúla Thoroddsen 1888, sem hafði þá sérstöðu að vera félag sjávarbænda sem seldu saltfisk en ekki sauði. Þannig breiddist samvinnuverslunin ört út um 1886 og var yfirleitt í sókn næsta áratuginn. Þó var það aðeins Kaup- félag Þingeyinga sem stofnaði söludeild og leitaðist við að vera félagsmönnum sínum einhlítt til viðskipta; annars staðar versluðu kaupfélagsmenn að hluta til við kaupmenn. Félögin höfðu viðskipti sín langmest við England þar sem Louis Zöllner var umboðsmaður þeirra og lánardrottinn, gegndi að vissu leyti hlutverki samvinnuheildsölu. Félögin tóku afurðir í umboðssölu og útveguðu vörur við kostnaðar- verði; höfðu félagsmenn jafnan mikinn hag af pöntunar- versluninni miðað við verðlag kaupmannsverslana. Þrengingaskeið Nær árslokum 1896 lögðu Bretar þær hömlur á innflutn- ing lifandi sauðfjár að því varð að slátra í sóttkví þegar eftir uppskipun, en venja hafði verið að beita því um stund á enska haga eftir ferðavolkið. Gerði þetta sauðasöluna lítt arðbæra næstu ár og olli afurðasölukreppu í íslenskum landbúnaði sem stóð í u. þ. b. áratug. íslenskir sauðir í enskum haga. Maðurinn til hægri er Louis Zöllner, lunboðsmaður flestra kaupfélaganna fram til fyrri lieimsstyrjaldar, og næstur honum Jón Vídalin, starfsmaður hans á íslandi og um skeið meðeigandi. 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.