Samvinnan - 01.02.1977, Síða 17

Samvinnan - 01.02.1977, Síða 17
Hinn 20. febrúar 1972 hélt stjóm Kaupfélags Þingeyinga fund í gamla bænxun á Þverá í Laxárdal þar sem stofnfundur félagsins var haldinn 90 árum áður. Fundarmenn (frá vinstri): Illugi Jónsson Bjargi, Þráinn Þórarinsson Skútustöðum, Baldvin Baldvinsson Bangá, Finnur Kristj- ánsson Húsavík, Úlfur Indriðason Héðinshöfða, Jóhann Hermannsson Húsavík, Skafti Benediktsson Garði, Sigurjón Jóhannesson Húsavik. Fyrir kaupfélögin var þetta þungt áfall og skyndilegt sem þau voru að mörgu leyti vanbúin að mæta. Afdrifaríkasti veikleiki félaganna var sá að þau höfðu lítt getað byggt sig Upp af eigin fé, en þó veist torvelt að verjast skuldasöfnun inn á við, og voru þau því mjög háð lánardrottnum sínum, aðallega Zöllner. Þó hafði Torfi í Ólafsdal tekið upp þá stefnu 1893 að félögin yrðu að safna sjóðum og losast úr skuldum, og hafði nokkur árangur náðst í því efni, sérstak- lega í Verslunarfélagi Dalasýslu og Kaupfélagi Þingeyinga. Þrátt fyrir allt urðu sauðasöluhömlumar engu félagi að fjörtjóni, en hagur margra þeirra varð bágur og viðskipti hiinnkandi. Kom þar til vaxandi samkeppni kaupmanna um kaup á búsafurðum, en almenn vörusala fylgdi að miklu leyti afurðakaupunum. Kaupfélögum fjölgaði talsvert á Þessum árum, en mest vegna þess að Verslunarfélag Dala- sýslu var að leysast upp í minni kaupfélög. (Á hinn bóginn hætti Kaupfélag ísfirðinga störfum.) Þannig áttu íslenskur landbúnaður og samvinnuverslun í vök að verjast í upphafi tuttugustu aldar, og var einkum við að glíma vandkvæði á afurðasölu. Þessari vöm tókst sam- vinnumönnum brátt að snúa í sókn og ber að líta á stofnun Sambandsins og fyrstu verkefni þess sem skref á þeirri sóknarbraut. ----------------------:--------------------- Þingmannasambandið 1895 Eftir 1890 var kominn upp áhugi á samstarfi kaup- félagsmanna um land allt, og raunar höfðu þeir nokk- urt samband sín á milli, meðal annars fyrir það að nokkrir þeirra hittust jafnan á Alþingi. Sumarið 1895 sátu á þingi níu framámenn kaupfélaganna. Héldu þeir með sér fund og stofnuðu Samband íslenskra kaupfé- laga sem ætlað var að efla tengsl kaupfélaganna og fræðslustarf, en ekki var ráðgert að það annaðist við- skipti. Aðilar að sambandinu voru Kaupfélög Þing- eyinga, Skagfirðinga, ísfirðinga, Stokkseyrar og Pönt- unarfélag Fljótsdalshéraðs. Samband þetta varð skammætt, en gaf þó út tvo ár- ganga af Tímariti kaupfélaganna, 1896 og 97, sem for- maður sambandsins, Pétur á Gautlöndum, ritstýrði. Flutti það fróðleik um útlenda og innlenda samvinnu- verslun og gagnmerkar ritgerðir um markmið og starfshætti kaupfélagshreyfingarinnar. ..... ... ............ > 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.