Samvinnan - 01.02.1977, Page 25
mWW:ní
9| -\ \ cj Xyym \ i c SR'á
H «91«!
Sambandshúsið í Reykjavík, í forgrunni bærinn Sölvhóll. Sambands-
húsið var byggt 1919—20, Ióð fengin af Amarhólstúni og staðarvalið
við það miðað að Sambandið hefði aðsetur sem næst fyrirhugaðri járn-
brautarstöð. Einnig var fengin lóð fyrir vömskemmur, en skilað aftur
Þegar horfið var frá járnbrautarlagningu. Sambandshúsið var sniðið
vel við vöxt og talsverður hluti þess leigður út fyrstu árin; þó voru þar
bæði kennslustofur og skólastjóraibúð Samvinnuskólans.
Hallgrímur Kristinsson kom á verkaskiptingu aðstoðar-
^nanna sinna í Reykjavík; Jón Árnason varð skrifstofu-
stjóri og sá um afurðasölu og rekstrarvörukaup, Óli Vil-
hjálmsson fékkst við almenn vörukaup og Stefán Rafnar
við peningaviðskipti og bókhald.
Sambandið tók þátt í stofnun Sjóvátryggingafélags ís-
lands hf.
Níu félög gengu í Sambandið á árinu.
Stórhugur ríkti á aðalfundi Sambandsins og miklar fram-
kvæmdir ráðgerðar. Hallgrímur Kristinsson varaði við
væntanlegu verðfalli og lagðist gegn miklum fjárfestingum
toeðan dýrtíðin stæði, þar á meðal fyrirhuguðum skipa-
kaupum Sambandsins.
Samvinnuskólinn tók til starfa sem tveggja vetra skóli í
Neykjavík undir stjórn Jónasar Jónssonar. Ákveðið var að
leSgja 20% af tekjuafgangi Sambandsins í Menningarsjóð
til að kosta Samvinnuskólann, Tímaritið og annað fræðslu-
°g menningarstarf.
Samvinnustefna og stjórnmáladeilur
Samvinnustefnan vann mjög fylgi á styrj aldarárunum
og næstu árum á eftir. Þar olli miklu um slæm reynsla
af einkaversluninni í vöruskorti og dýrtíð stríðsár-
anna, svo og áþreifanlegur árangur samvinnuverslun-
arinnar sem kom ekki síst fram í vaxandi umsvifum
Sambandsins. Einnig tvíefldist fræðslu- og áróðurs-
starf samvinnumanna á þessum árum. Ber þar fremst-
an að nefna Jónas Jónsson frá Hriflu sem tók við rit-
stjórn Tímarits samvinnufélaganna og veitti Sam-
vinnuskólanum forstöðu frá stofnun hans.
Samvinnustefnan var orðin mótandi afl í þjóðmál-
um. Um leið var samvinnuhreyfingin orðin svo um-
fangsmikil í verslun og viðskiptum að kaupmanna-
stéttin taldi sér ógnað, ekki síst hin nýja stétt heild-
sala í Reykjavík sem bjó við samkeppni Sambandsins.
Um samvinnuhreyfinguna stóð styrr hugmynda- og
hagsmunaárekstra sem setti svip á stjórnmál landsins.
Stjómmálastefnur og flokkaskipan voru í endurmót-
un. Framsóknarflokkurinn, stofnaður 1916, og mál-
gögn hans, Tíminn og Dagur, helguðu sig framar öðru
samvinnustefnunni. í „Tímaklíkunni" báru saman ráð
sín forstjóri og framkvæmdastjórar Sambandsins og
forvígismenn Framsóknarflokksins.
21