Samvinnan - 01.02.1977, Page 45
Bifreiðainnflutningrur hefur frá upphafi verið annar aðalþátturinn í
starfi Véladeildar og Sambandið sjálft haft umboð fyrir vinsælar gerðir
bifreiða. Myndin er frá 1955.
1963
Samvinnubanki íslands hf. tekur til starfa, stofnaður upp
úr Samvinnusparisjóðnum.
Tekin í notkun bygging Véladeildar í Reykjavík, svo og við-
bygging við vöruskemmu Sambandsins við Reykjavíkurhöfn.
Tók til starfa fataverksmiðjan Vör í Borgarnesi.
Sverrir H. Magnússon varð framkvæmdastjóri iceland Pro-
ducts. Bjarni V. Magnússon varð framkvæmdastjóri Sjávar-
afurðadeildar ásamt Valgarð J. Ólafssyni sem lét af störfum
ári síðar.
Sigurður Markússon varð framkvæmdastjóri í Hamborg, en
Guðjón B. Ólafsson tók við Lundúnaskrifstofu.
1964
Tekin í notkun ullarþvottastöð Sambandsins í Hveragerði.
^ælifell kom í stað Hvassafells, elsta Sambandsskipsins.
Aukin grasmjölsframleiðsla á Stórólfsvelli, en dregið úr
kornyrkju.
Sigurður Markússon varð framkvæmdastjóri í Hamborg, en
Guðjón B. Ólafsson tók við Lundúnaskrifstofu.
páU H. Jónsson tók við ritstjórn Samvinnunnar.
Fjármál hreyfingarinnar
Eftir 1950 hefur fj ármagnsskortur hvað eftir annað
hamlað uppbyggingu samvinnuhreyfingarinnar, og er
margt sem veldur.
Vegna nær samfelldrar verðbólgu hefur sjóðamynd-
un samvinnufélaganna ekki komið að tilætluðum not-
um. Þau hafa verið háð lánsfé sem hefur verið naumt
skammtað innanlands og þau jafnvel talið sig snið-
gengin í þeim skiptum. Sambandið hefur orðið að
nota erlent lánsfé, en því hefur iðulega fylgt geng-
istap. Fjármagnsþörf landbúnaðarins hefur aukist
feikilega vegna breyttrar tækni, og hafa kaupfélögin
oft neyðst til að mæta þeirri þörf að því leyti sem
sjóðir og bankar gera það ekki; af því hefur svo leitt
skuldasöfnun þeirra við Sambandið sem löngum hefur
verið einhver erfiðasti vandi stjórnenda þess.
41