Samvinnan - 01.02.1977, Side 55
KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA, Húsavík
Finnur
Kristjánsson
Kaupfélag Þingeyinga á
Húsavík var stofnað 20.
febrúar 1882 að Þverá í
Laxárdal, Reykdælahreppi.
Núverandi kaupfélags-
stjóri er Finnur Kristjáns-
son. Fyrsta stjóm: Jón
Sigurðsson, alþm., Gaut-
löndum, formaður, Bene-
dikt Kristjánsson, sóknar-
prestur, Múla, Jakob Hálf-
dánarson, bóndi, Grims-
stöðum. Félagið var eitt
af þremur stofnfélögum
Sambands ísl. samvinnu-
félaga að Yztafelli 20.
febrúar 1902. Núverandi
stjóm: Teitur Björnsson,
bóndi, Brún, formaður,
Baldvin Baldursson, bóndi,
Rangá, varaform., Jóhann
Hermannsson, skattstjóri,
Húsavík, ritari, Sigurjón
Jóhannesson, skólastjóri,
Húsavík, Skafti Benedikts-
son, ráðunautur, Hlégarði,
Egill Gústafsson, bóndi,
Rauðafelli, Böðvar Jóns-
son, bóndi, Gautlöndum.
Félagið rekur viðamikla
verzlun á Húsavík í mörg-
um deildum ásamt útibúi,
matvöruverzlun í suður-
hluta bæjarins og olíu-
söludeild, sem jafnframt
sér um rekstur söluskála.
Einnig rekur féiagið slát-
urhús ásamt kjötfrysti-
húsi, kjötvinnslustöð,
mjólkursamlag, brauðgerð,
efnalaug og ferðamiðstöð.
Útibú félagsins eru að
Reykjahlíð við Mývatn, að
Laugum og við Laxár-
virkjun. Kaupfélag Þing-
eyinga á meirihluta hluta-
fjár í fyrirtækinu Fisk-
iðjusamlag Húsavíkur hf.
og er hluthafi í Hótel
Húsavík, vélaverkstæðinu
Foss hf. og Garðræktar-
félagi Reykhverfinga hf.
Félagið hefur um árabil
gefið út tímaritið Boðbera
KÞ. Heildarsalan 1975 var
1.762.484 þús. kr., fastir
starfsmenn 125, en félags-
menn 1803.
Frá Húsavík; verzlunarhús Kaupfélags Þingeyinga.
KAUPFÉLAG NORÐUR-ÞINGEYINGA, Kópaskeri
Ólafur
Friðriksson
Kaupfélag Norður-Þing-
eyinga, Kópaskeri, var
stofnað í ársbyrjun 1894,
endanlega að Austara-
Landi. Núverandi kaupfé-
lagsstjóri er Ólafur Frið-
riksson. Fyrsta stjóm: Jón
Jónsson Gauti, bóndi á
Gautlöndum, form., séra
Hannes Þorsteinsson,
sóknarprestur, Víðihóli,
Hólsfjöllum, Páll Jóhann-
esson, bóndi, Austara-
Landi, Axarfirði. Félagið
var eitt af þremur stofn-
félögum Sambands ísl.
samvinnufélaga að Yzta-
felli 20. febrúar 1902. Nú-
verandi stjórn: Ámi Sig-
urðsson, bóndi, Hjarðar-
ási, formaður, Bjöm Bene-
diktsson, bóndi Sandfells-
haga, ritari, Bjöm Jóns-
son, vélstj., Kópaskeri,
Helga Sæmundsdóttir,
húsfrú, Sigurðarstöðum,
Björn Guðmundsson, odd-
viti, Lóni.
Félagið rekur verzlun á
Kópaskeri með allar venju-
legar neyzluvörur, lítið
gistihús, sláturhús, frysti-
hús, sláturgerð, bifreiða-
verkstæði með vélalager
og trésmíðaverkstæði. Þá
hefur félagið birgðastöð á
Grímsstöðum á Fjöllum,
annast vömflutninga inn-
anhéraðs og til Reykjavík-
ur, Akureyrar og Húsavík-
ur og fer með afgreiðslu
fyrir Flugfélag íslands og
skipafélög. Auk þess er fé-
lagið stærsti hluthafi í
Sæbliki hf., sem rekur
saltfiskverkun á Kópa-
skeri. Það rekur skurð-
gröfu og snjóbíl sem þjón-
ustutæki. Utibú félagsins
eru að Raufarhöfn, þar
sem það rekur verzlun, og
að Ásbyrgi í Kelduhverfi,
þar sem það starfrækir
verzlun, veitingastofu og
bensínsölu. Heildarsala fé-
lagsins 1975 var 454.714
þús. kr., fastir starfsmenn
voru 41, félagsmenn 365.
Frá Kópaskeri; verzlunarhús Kaupfél. Norður-Þingeyinga.
KAUPFÉLAG LANGNESINGA, Þórshöfn
Þórólfur
Gíslason
Kaupfélag Langnesinga,
Þórshöfn, var stofnað 11.
marz 1911 að Sauðanesi.
Núverandi kaupfélags-
stjóri er Þórólfur Gísla-
son. Fyrsta stjóm: Guð-
mundur Vilhjálmsson,
oddviti, Syðra-Lóni, for-
maður, séra Jón Halldórs-
son, sóknarprestur, Sauða-
nesi, Jóhannes Jóhannes-
son, bóndi, Ytra-Lóni. Fé-
lagið gekk í Sambandið
1917. Núv. stjórn: Sigurð-
ur Jónsson, bóndi, Efra-
Lóni, formaður, Eggert Ól-
afsson, bóndi, Laxárdal,
Aðalbjöm Amgrímsson,
flugvallarstj., Þórshöfn,
Magnús Jóhannsson, út-
gerðarmaður, Bakkafirði,
Óskar Guðbjörnsson, tré-
smiður, Þórshöfn.
Á Þórshöfn rekur félag-
ið almenna verzlun með
daglegar nauðsynjavörur,
byggingavöruverzlun, sölu-
skála, bifreiðaverkstæði,
mjólkurstöð, sláturhús og
frystihús. Einnig fer fé-
lagið með skipaafgreiðslur
og rekur verzlunarútibú á
Bakkafirði. Heildarsalan
1975 var 319.223 þús. kr.;
fastir starfsmenn vom 28
en félagsmenn 228.
Frá Þórshöfn; verzlunarhús Kaupfélags Langnesinga.
51