Samvinnan - 01.02.1977, Qupperneq 69
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA, Akureyri
Valur
Arnþórsson
Kaupfélag Eyfirðinga,
Akureyri, var stofnað 19.
júní 1886 að Grund í Eyja-
firði. Núv. kaupfélagsstjóri
er Valur Arnþórsson. —
Fyrsta stjórn: Hallgrímur
Hallgrímsson, hrstj., Rif-
kelsstöðum, form., Svein-
bjöm Þorsteinsson, hrstj.,
Stokkahlöðum, Einar Sig-
fússon, bóndi, Gnúpufelli.
Félagið gekk í Sambandið
1907. Núv. stjóm: Hjörtur
E. Þórarinsson, bóndi,
Tjörn, formaður, Sigurður
Óli Brynjólfsson, kennari,
Akureyri, varaformaður,
Kristinn Sigmundsson,
oddviti, Arnarhóli, ritari,
Jón Hjálmarsson, bóndi,
Villingadal, Gísli Kon-
ráðsson, frkv.stj., Akur-
eyri.
Mestur hluti af starf-
semi KEA greinist í þrjá
meginþœtti: smásöluverzl-
un, afurðasölu (landbún-
aðar- og sjávarafurða) og
iðnað, en auk þess eru
ýmsar aðrar þjónustu-
greinar. Á Akureyri rekur
Matvörudeild KEA sam-
tals tólf matvöruverzlanir,
eina í aðalbyggingu fé-
lagsins að Hafnarstræti 91
og ellefu útibú víðs vegar
um bæinn. Byggingin að
Hafnarstræti 91 hýsir að
öðru leyti einkum aðal-
skrifstofur félagsins, en í
næstu húsum við hliðina,
nr. 93 og 95, er rekin um-
fangsmikil, alhliða verzl-
un. í nýlegu stórhýsi að
Glerárgötu 36 rekur KEA
þrjár deildir sínar, Bygg-
ingavörudeild, Véladeild
og Rafmagnsdeild. Þá rek-
ur félagið Hótel KEA á
Akureyri, brauðgerð, olíu-
söludeild, vátrygginga-
deild, bifreiðaafgreiðslu,
þvottahúsið Mjöll, gúmmí-
viðgerð, kassagerð, böggla-
geymslu og fleira. Auk
þess sem hér hefur verið
talið á KEA meiri og
minni hlutdeild í öðrum
fyrirtækjum af ýmsu tagi.
Sé vikið að þeim þætti
rekstursins, er snýr að af-
urðasölu eyfirzkra bænda,
má nefna slátur- og frysti-
húsin á Akureyri og Dal-
vík og sláturhúsið á
Grenivík. Þá er að geta
um Mjólkursamlag KEA,
sem tekur við mjólk af fé-
lagssvæðinu og annast
vinnslu hennar, og Kjöt-
iðnaðarstöð KEA, sem
framleiðir margs konar
kjötiðnaðarvörur. Þar að
auki hefur KEA haslað
sér völl sem einn af
stærri iðnrekendum á Ak-
ureyri. í eigu félagsins eru
verksmiðjurnar Efnagerð-
in Flóra og Smjörlíkisgerð
KEA. Auk þess eru svo
Kaffibrennsla Akureyrar
og Efnaverksmiðjan Sjöfn
sameign félagsins og Sam-
bandsins. Loks er enn ó-
getið um útibú KEA, en
þau eru fimm utan Akur-
eyrar: á Dalvík og Hauga-
nesi og í Hrísey, Grenivik
og Grímsey, Siglufirði. Á
Dalvík og í Hrísey er um-
fangsmikil fiskvinnsla.
Heildarsalan 1975 var 6.
744.472 þúsund kr. Fastir
starfsmenn 717, en félags-
menn 6.272.
KAUPFÉLAG VERKAMANNA, Akureyri
Haraldur
Helgason
Kaupfélag Verkamanna,
Akureyri, var stofnað 5.
desember 1915 á Akureyri.
Núv. kaupfélagsstjóri er
Haraldur Helgason. Fyrsta
stjórn: Erlingur Friðjóns-
son, trésm., formaður, Jón
E. Bergsveinsson, yfirsíld-
armatsmaður, Jón Kristj-
ánsson, útgerðarm., Hall-
dór Friðjónsson, verkam.,
Gísli R. Magnússon, verzl-
unarm., allir á Akureyri.
Félagið gekk í Sambandið
1917. Núverandi stjórn:
Ingólfur Jónsson, trésm,-
meistari, form., Þorvaldur
Jónsson, fulltr., Hallgrím-
ur Vilhjálmsson, fulltrúi,
Stefán Þórarinsson, húsg,-
smíðameistari, Jóhanna
Pálmadóttir, húsfrú.
Kaupfélag verkamanna
rekur verzlun með mat-
vöru- og búsáhaldadeild-
um að Strandgötu 9 og
auk þess þrjár matvöru-
verzlanir annars staðar á
Akureyri. Starfsmanna-
fjöldi 11, en félagsmenn
eru 226.
65