Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 11
Madonna í stiganum, elzta mynd sem varð'veitzt hefur eftir Michelangelo, gerð 1491. þrettán ára gamall var hann settur í vinnustofu hinna frægu Ghirlandaio-bræSra í Flórenz. Þar fékk hann sína fyrstu og síðustu tilsögn í meðferð lita. Einn góðan veðurdag, þegar hópur lærlinga var að dást að kvenmannsmynd eftir Domi- nio Ghirlandaio, tók Michel- angelo upp gildan blýant og lagaði myndina. Og ekki nóg með það. Dominio sá, að fram- hleypni strákhvolpurinn hafði á réttu að standa. Michelange- lo var visað á dyr (en með beztu fáanlegum meðmælum). Eftir nokkurt flakk lenti hann í lista- verksmiðju Bertolds, mynd- höggvarans, sem framleiddi höggmyndir í hálfklassiskum stil fyrir Lorenzo de Medici, auð- ugasta bankamann Flórenz- borgar. Hann hafði viðurnefnið „Hinn óviðjafnanlegi", vegna taumlausrar eyðslu og íburðar- mikils listasmekks. • UNDIR VERNDARVÆNG EINRÆÐISHERRA FLORENZ Michelangelo var notaður til að höggva útlínur í marmara- hellur í Medici-görðunum. Dag frá degi þreknuðu herðarnar ungu og hvöss augun urðu óskeikul á línu og form. Þá var það einn dag að Lorenzo rakst á smámynd, sem drengsnáðinn hafði höggvið í marmarabrot. Undrandi og hrifinn tók hann Michelangelo með sér i höll sína, setti hann til borðs með sonum sinum og klæddi eins og þá. í höllinni var samankomið val skálda og listamanna og drengurinn drakk í sig fram- andi kenningar. Hann kynntist háleitum boðskap Platos og lestur kvæða Dantes vakti hjá honum nýjan hæfileika, ljóða- gerð. Hann samdi 77 sonnettur, einlægar og sem höggnar út úr sál hans. Sál hans var jafn háleit og sumra gömlu spámannanna, full af háleitum sýnum og ein- lægri siðavendni. Þó var skap- höfn hans áfátt í mörgu. Heimtufrekur var hann og til- finninganæmur og hvassyrtur úr hófi fram. Hann nefbrotn- aði eitt sinn, er hann tókst á við eldri og sterkari vinnufé- laga; þetta lýti fylgdi honum alla ævi og hafði djúp áhrif á hann. Hann, sem tilbað fegurð- ina, sannfærðist um, að sjálfur væri hann ófríðastur allra manna. Ef til vill var hann ekki fallegur ungur maður, en árin gerðu ógleymanlegt hrukkótt andlitið og ljósbrún augun full spámannlegri ást og trega. Lorenzo dó 1493, og þegar Piero, sonur hans, fann ekkert betra fyrir Michelangelo að gera en búa til snjókarla i hall- argarðinum, flýði hann frá Flórenz og flæktist suður til Rómar. • FANGI JÚLÍUSAR PÁFA í FJÖGUR ÁR Fyrsta meistaraverk sitt gerði Micheiangelo í Róm. Það er mynd af Maríu, þar sem hún heldur Jesús Kristi látnum á hnjám sér. Þetta er eina mynd- in, sem hann hjó nafn sitt á, því eitt sinn heyrði hann talað um, að hún væri eftir annan listamann. Nótt eina læddist hann inn í kirkjuna, þar sem myndin var geymd, og meitlaði nafn sitt á fótstallinn. Þessi mynd stendur nú í Péturskirkj- unni. Þegar Júlíus II varð páfi, gerði hann stórfenglegar áætl- anir um byggingu stórhýsa og minnismerkja, sem höfðu ærið oft hans heilagleika að mið- depli. Þannig hraðaði hann eftir föngum niðurrifi gömlu Péturskirkjunnar, svo honum mætti sjálfum auðnast að leggja hornsteininn að hinu nýja guðshúsi. Michelangelo var þá í Flórenz, en Júlíus, sem dreymdi um að reisa sjálfum sér stærsta grafhýsi veraldar, sendi eftir honum, listamann- inum með stórfenglegustu hug- myndirnar. Þannig byrjaði vinátta þeirra, sem þó liktist alltaf meir tog- streitu en vináttu. Júlíus varð hrifinn af uppdráttum Michel- angelos af grafhýsinu. Það áttu 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.