Samvinnan - 01.12.1975, Síða 12
Eilíf listaverk
á tínium
spillingar
að vera ekki færri en 40 styttur
af helgum mönnum og spá-
mönnum umhverfis líkbörur
páfans.
Michelangelo fór til Carrara
eftir marmara, en þegar hann
kom að krefja hans heilagleika
um greiðslu flutningskostnað-
arins, lét páfinn, sem nú átti
i dýrri styrjöld, reka hann á
dyr. Michelangelo sendi páfa
mergjað skammabréf, en flýði
síðan burt úr Páfaríkinu. Páf-
inn heimtaði, að Flórenz bann-
færði Michelangelo, en nokkrir
vitrir og stilltir Flórenzbúar
gáfu Michelangelo sendiherra-
grið borgarinnar og sendu
hann á fund páfa, sem kenndi i
brjósti um listamanninn og tók
hann með sér til Rómar.
Júliusi hafði nú verið talin
trú um, að það væri óheilla-
vænlegt að láta byggja graf-
hýsi í lifanda lífi. Þar að auki
voru málarinn Rafael og Bra-
mante, yfirsmiður við Péturs-
kirkjuna, fullir afbrýði gagn-
vart Michelangelo. Þeir töldu
Júlíus á að láta Michelangelo
mála loftið í einkakapellu páfa,
Sistinsku kapellunni. Michel-
angelo mótmælti, en árangurs-
laust. Páfinn hafði talað. f
næstu fjögur ár var Michel-
angelo i raun og veru fangi,
fyrst páfa, en siðar eigin inn-
blásturs.
Aldrei hafði neinum lista-
manni verið fengið slikt verk-
efni. Sistinska kapellan er
dimmur, mjór salur og loft-
hæðin meiri en breiddin. Loft-
hvelfingin er sundurskorin með
einskonar þakgluggum, sem
mynda erfið horn og ósamstæð-
ar boglínur. Allt loftið, 10.000
ferfet, átti að fylla með mynd-
um í fresco. Frescomyndir
eru málaðar þannig, að litirnir
eru leystir upp í vatni — ekki
oliu — og síðan er málað á
raKa gibshúð. Þegar gibsið
þornar, festast litirnir að eilífu
á steininn. Málarinn verður að
vinna af feikna hraða og miklu
öryggi.
Michelangelo klifraði upp á
vinnupallana, lagðist þar á
bakið og byrjaði að mála upp
fyrir sig. Gagntekinn af fögn-
uði hins skapandi listamanns,
gleymdi hann oft að eta og
sofa. Hann rak einn aðstoðar-
manninn á fætur öðrum og
hleypti engum inn nema einum
gömlum þjóni. Hann opnaði þó,
þegar Júlíus knúði á dyrnar
með reyrprikinu og þótt páfinn
skildi ekki list, þá skynjaði
hann stórfengleik listaverk-
anna, þegar hann sá þau. Hann
vissi líka, að lífið er stutt:
„Hvenær verður þvi lokið?“
þrumaði hann.
Loksins æpti hann einn dag:
„Því er lokið, skal ég segja þér.
Hypjaðu þig niður af pallinum,
eða ég læt fleygja þér niður.“
Michelangelo skalf. Einu sinni
hafði hann dottið niður á gólf.
Hann samþykkti að opna fyrir
öllum, listamönnum, tizkusnöp-
um og klerkum.
Fyrir ofan þá blasti við sköp-
unarsagan, syndafallið og
syndaflóðið. Guð skiptir heim-
inum með bjóðandi hreyfingu.
Hann andar á duftið og sjá:
Þar stendur Adam, imynd hans.
Þeir losa handtakið og maður-
inn starir fullur aðdáunar i
andlit skapara sins. í skjóli frá
handlegg guðs stendur Eva og
lítur full lotningar og ótta á
guð sinn og herra. Myndir af
spámönnum og guðlegum ver-
um fylla upp i rúmið milli aðal-
myndanna. Það eru 343 aðal-
myndir á lofthvelfingunni, sér-
hver þeirra frábært listaverk
og allar túlka þær þrótt mynd-
listarinnar í málaralistinni.
Sömu tign, í stíl gamla testa-
mentisins, sjáum við í stytt-
unni af Móses, hluta af ófull-
gerðu grafhýsi Júliusar páfa.
Hún fyllir dimmt guðshúsið,
þar sem henni hefur verið val-
inn staður, birtu og yl. Spá-
maðurinn grefur tærnar i fjall-
ið Sinai og þrumur og eldingar
guðs virðast leika um hann.
Hann heldur lögmálstöflunum
á lofti og augu hans loga af
innra, háleitum eldi. Sagan
segir, að þegar Michelangelo
lauk við þessa mynd, hafi hann
greitt henni siðasta hamars-
höggið og sagt: „Hana nú.
Talaðu.“
Úr blóðsúthellingum og stöðugum ótta þessara tíma reis frægasta lista
verk Michelangelos: Medici-grafhvelfingarnar.
• EILÍF LISTAVERK Á
TÍMUM SPILLINGAR
En þótt Michelangelo ynni
að listaverkum, sem geyma ei-
lifan sannleika, lifði hann á
spilltum tímum. Veraldlegt ó-
hóf hafði eytt fjármunum og
trúarlegu siðgæði Vatikansins.
Hálf Evrópa reis gegn því.
Frakkar, Þjóðverjar og Spán-
verjar réðust á ftalíu og borg-
arastyrj aldir geisuðu í landinu.
18