Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 13
Nýtt sölufélag stofnað á sextugsafmælinu Einn merkasti atburður síöasta árs var stofnun nýs sölufélags í Bretlandi, Iceland Seafood Ltd., — á 60 ára afmæli Bret- landsskrifstofu Sambandsins. Litla myndin sýnir núverandi aðsetur skrifstofunnar í Lond- on, en stóra myndin er úr myndasafni Samvinnunnar og er tekin á skrifstofunni í Leith árið 1952. Til hægri er Krist- inn Hallgrimsson, en hinir starfsmennirnir eru brezkir, B. Mills og J. Leishman. deild og Tölvudeild. Hvað er að frétta af hinum miklu nýjungum í bókhaldi og tölvuvinnslu, sem unnið er að um þessar mundir fyrir Sambandið og kaupfélögin? Gert hafði verið ráð fyrir, að nýtt DÓkhalds- og áætlanakerfi yrði tilbúið fyrir sl. áramót og það tekið í notkun 1. jan. 1981. Þetta verkefni hefur hins vegar reynst umfangsmeira en gert hafði verið ráð fyrir og seinkar þvi um nokkra mánuði, að það verði tekið í notkun. Þó standa vonir til, að það verði komið i notkun um mitt ár 1981. Þegar farið var að skoða hina nýju tölvu og skýrslugerðartækni betur of- an í kjölinn kom í ljós, að hér var um meira og stærra mál að ræða en virtist við fyrstu sýn. Verkefnin fyrir tölvu- tekt eru mörg og æði flókin. Þess vegna hefur reynst nauðsynlegt að gera áætlun um tölvutekt allra verk- efna innan Sambandsins, hvaða verk- efni skuli sitja fyrir og i hvaða röð þau skulu unnin, en endurskipulagn- ing bókhaldsins ásamt uppbyggingu áætlanagerðar er fyrsti þáttur þess- arar endurskipulagningar. Til þess að mögulegt yrði að mæta auknum kröfum um tölvuvæðingu var fengin ný tölva á leigusamningi frá IBM af gerðinni 4341 og hefur hún nýlega verið tekin i notkun. Kaupfélögin vinna nú að stefnu- mótun í tölvuvinnslu hjá sér og var kosin sérstök nefnd á síðasta kaupfé- lagsstjórafundi til þess að vinna að þessu verkefni. Vonast er til að fljót- lega á þessu ári liggi fyrir heildar- stefna kaupfélaganna i tölvumálum. 0 Viffræður um sölu Sambandshússins ÞaS vakti athygli síðastliðið haust, að Sambandið féll frá hugmynd um byggingu aðalstöðva við Holtaveg og sótti um og fékk í staðinn lóð í nýja miðbænum í Reykjavík. Hvenær verð- ur hafist handa um nýbyggingu stór- hýsis þar? Eins og ég hefi getið um áður er gert ráð fyrir því, að lóðaúthlutunin fari formlega fram í næsta mánuði. Þá mun hefjast undirbúningur að hönnun á þeim byggingum, sem þarna eiga að rísa í framtiðinni, en þar munu verða til húsa ýmsar stofnanir sam- vinnuhreyfingarinnar, auk Sambands- ins. Sérstök byggingarnefnd mun hafa yfirstjórn á þessum málum. Ekki hef- ur verið ákveðið hvort efnt verður til samkeppni um skipulagsuppdrætti. Teiknistofa Sambandsins mun að sjálfsögðu verða meiriháttar aðili við undirbúning að skipulagi og hönnun. Það hlýtur að taka nokkurn tíma að hanna byggingar og því er óvíst hve- nær framkvæmdir gætu hafist. Þess má geta, að áhugi hefur verið fyrir hendi um alllangt skeið frá stjórnarráðinu að athuga með kaup á Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu. Sambandið hefur áður lýst því yfir. að það sé til viðræðu um sölu, þegar fengist hefði lóð fyrir framtiðar höf- uðstöðvar. Nú nýlega hefur stjórnar- ráðið tilnefnt þrjá menn til viðræðna við Sambandið og höfum við í fram- kvæmdastjórninni tilnefnt menn af okkar hálfu. Viðræður um sölu Sam- bandshússins eru þvi þegar hafnar. 0 Tækifæri til að efla félagsstarfið Að margra dómi er mál málanna innan samvinnuhreyfingarinnar um þessar mundir gerð stefnuskrár. Hvað viltu segja um það mál? Það er nú kannski ofsagt, að gerð stefnuskrár sé mál málanna innan samvinnuhreyfingarinnar. Hreyfingin hefur haft æði frjálsar hendur að efla og auka starfsemi sína og það hefur gefið vissan styrk. En ég álít hins vegar að það sé mjög æskilegt að hreyfingin marki sér skýra stefnuskrá og þá á þann veg, að félagsmennirnir leggi vinnu i stefnumörkun. Umræður og vinna við að setja fram hugmyndir um það, hvert skuli stefnt í framtíð- inni í samvinnustarfinu, er einstakt tækifæri til þess að efla félagsstarfið. Það er mjög þýðingarmikið, að félags- menn geti verið virkari þátttakendur i samvinnustarfinu. Tillögur þurfa að koma frá öllum kaupfélögunum um stefnumörkun eftir að félagsmenn 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.