Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 37
umbætur, sem miða að því að auðvelda hreyfi- hömluðum að ferðast um, er eitt af brýnustu baráttumál- um fatiaðra. Bíkisvaldið, sveitarfélög og samtök fatlaðra hafa á síðustu árum komið á fót sérstökum vernduðum vinnustöðum fyr- ir fatlað fólk. Stefnan er þó sú að fatlaðir geti stundað vinnu sína innan inn ófatlaða á almennum vinnumarkaði. Sjónskerðing er ekki óalgeng fötlun hér á landi. Fjölga þarf mikið gangbrautarljósum með hljóðmerkjum fyrir blinda. Jafnvel í velferðarríkjunum sitja fatlaðir á hakanum. Samfélagið er oftast byggt upp með þarfir einhvers óskil- greinds „venjulegs fólks“ fyrir augum. irnar ákveðið að árið 1981 skuli helgað baráttunni fyrir bættum kjörum fatlaðs fólks hvar sem er i heiminum. Einkunnarorð alþjóðaárs fatl- aðra eru: „FULLKOMIN ÞÁTTTAKA OG JAFNRÉTTI“ Til að ná þessum markmið- um þurfa viðhorfin í þjóðfé- laginu að breytast i þá átt að fatlaðir verði viðurkenndir sem eðlilegur hluti af þjóðfé- lagsheildinni. Því ber að taka fullt tiliit til þessara stað- reynda og gera umhverfið þannig úr garði að fatlaðir geti orðið virkir þátttakendur á öll- um sviðum þjóðfélagsins. Ein forsendan fyrir breyttum viðhorfum er almenn umræða og fræðslustarf um málefni fatlaðra. Á ári fatlaðra verður því lögð mikil áhersla á fræðslu og upplýsingastarf á breiðum grundvelli þar sem fjallað verður um hina ýmsu þætti sem snerta á einn eða annan hátt fatlaða. Sem dæmi má nefna, ráðgjöf til foreldra fatlaðra barna, skóla- og menntamál fatlaðra á grunn- skóla- og framhaldsskólastigi, atvinnumál, ferlimál, húsnæð- ismál, endurhæfingarmál og tryggingamál svo eitthvað sé nefnt. Um er að ræða mjög yfir- gripsmikið og margþætt mál- efni sem varða hina ýmsu hópa fatlaðra, sérþarfir þeirra og vandamál. Slik umræða og kynningarstarfsemi ætti að stuðla að heilbrigðari viðhorf- um í þjóðfélaginu til hagsbóta fyrir alla þjóðfélagsheildina. í þessu skyni verður leitað til margra aðila bæði sérfræðinga og ekki síður þeirra sem búa yfir eigin reynslu af fötlun og geta miðlað öðrum af þekkingu og vitneskju í þessum efnum. Komið verður á samstarfi við fjölmiðla, félagssamtök, skóla og fleiri aðila varðandi fyrirhugað kynningarstarf. Fötlun, hvers eðlis sem hún er, má ekki vera feimnismál. Vandamál fatlaðra er heldur ekki einkamál þeirra einstakl- inga, sem búa við þau. Fötlun er málefni sem varðar alla meðlimi hvers samfélags. 0 Hvað getum við gert á íslandi? Starf okkar að málefnum fatlaðra hefur það að mark- miði að gera samfélagið öllum þegnum þess jafn lífvænlegt, svo að likamlega eða andlega atgervisskert fólk geti verið virkir þjóðfélagsþegnar og búi við sömu lífskjör og aðrir. Verkefni okkar á ári fatl- aðra eiga að beinast að þvi að sýna fram á hvernig auka má virkni fólks í þjóðlifinu og brúa bilið milli fatlaðra og ófatlaðra hér á landi. Ennfremur að benda á hvernig við getum rétt hjálparhönd til að bæta lífs- kjör fatlaðra i þróunarrikjun- um. Málefni fatlaðra á ekki að fjalla um ein og út af fyrir sig. Þau tengjast öllum þáttum þjóðlífsins og úrbætur í þágu fatlaðra eiga að véra sjálfsagð- ur og óaðgreindur liður í um- bótastarfi á öllum sviðum. Ár fatlaðra er til þess fallið sér- staklega að benda á það sem aflaga fer í aðbúð fatlaðra og finna ráð til úrbóta. Á alþjóða- ári fatlaðra er líka sérstakt tilefni fyrir stjórnvöld og fé- lagasamtök af ýmsu tagi til að láta málefni fatlaðra til sin taka. Það skiptir miklu máli að starfsemi þessi miðist ekki ein- vörðungu við alþjóðaárið, held- ur verði liður í langtíma um- bótastarfi sem sleitulaust verði áfram haldið. 4 37

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.