Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 44
Á áttrœðisafinœli Tómasar
Persónulegur húmor
er rík eigind í skáldskap
hans og stíl.
Tómas hefur gefið út fimm ljóðabækur og
hér sést þriðja ljóðabók hans, Stjörnur
vorsins. sem Ragnar í Smára gaf út á
eigin nafni árið 1940.
Margir hafa gert lög við Ijóð Tómasar, t.d.
Sigfús Halldórsson tónskáld. Hér sjást
Tómas og Sigfús í sjónvarpssal.
hafa áratugum saman gengið sögur,
sem sjaldnast hefur þurft að hjálpa
á kreik. Dýrmætust hefur þó gaman-
semi Tómasar orðið samtíðarmönnum
hans vegna þess, að náðargáfan, sem
hún er sprottin af, er engan veginn
algengt fyrirbæri og húmor hans oft
á tíðum annars eðlis eða látinn uppi
með öðrum hætti en íslendingar eru
vanastir. Ekkert var þvi eðlilegra en
að til hans væri oft og einatt leitað,
meðan revíur og aðrar viðlika skemmt-
anir, sem kröfðust skoptexta í bundnu
og óbundnu máli, stóðu með mestum
blóma i skemmtanalifi höfuðborgar-
innar á árunum 1930—50. Þá lagði
hann sitt af mörkum ásamt fleiri góð-
um mönnum, og er litlum vafa bund-
ið, að í fásinninu hefði orðið færra
um fína drætti, ef þetta bráðnauðsyn-
lega krydd hefði skort á þeim tíma. Á
hinn bóginn hefur Tómas aldrei þurft
að óttast, að þetta spillti fyrir honum
eða að hann yrði ekki tekinn alvarlega
fyrir bragðið. í fyrsta lagi er það
sjaldnast talið mönnum til ámælis að
vera skemmtilegir. í öðru lagi villir sá
skáldskapur Tómasar, sem gera verð-
ur ráð fyrir, að hann hafi ætlað meira
langlífi en skopi og gamanleikjum,
ekki á sér heimildir. Og í þriðja lagi
er persónulegur húmor svo rík eigind
í skáldskap hans og stíl, að tengslin
milli gamans og alvöru eru oft á tið-
um sjálfgefin, svo að í hans dæmi
fengi hvorugt staðist án hins með
þeim hætti, sem við þekkjum það i
skáldskap hans. Það er lika iðulega
einkenni góðra húmorista, að undir
niðri eru þeir miklir alvörumenn, og
Tómas Guðmundsson er engin undan-
tekning frá þeirri reglu. Mannúðar-
viðhorf hans, ljúfmennska og fáguð
framkoma leynir sér hvorki í ritum
hans né dagfari, og fyrir þær sakir
verður maðurinn sjálfur öllum minn-
isstæður, sem haft hafa af honuin
einhver kynni.
Ástsæld sína og frægð á Tómas Guð-
mundsson ljóðum sínum að þakka
öðru fremur, og hvors tveggja hefur
hann nú notið meira en hálfa öld.
Ljóðabækur hans fimm komu út á 52
árum: „Við sundin blá“ (1925), „Fagra
veröld“ (1933), „Stjörnur vorsins"
(1940), „Fljótið helga“ (1950) og
„Heim til þín, ísland“ (1977). Þrjár
þeirra komu út á sautján árum, 1933—
50, og sú þeirra, sem þegar skipaði
honum í öndvegi, var „Fagra veröld.“
Frá þrjátíu og tveggja ára aldri hefur
hann því verið eitt af höfuðskáldum
þjóðarinnar, en á langri samleið
beggja hefur hún þegið af honum
margar aðrar gjafir, sem hún hlýtur
einnig að minnast með þakklátum
hug á þessum tímamótum.
Sigurður Grimsson gaf út úrval úr
ljóðum Tómasar, „Fljúgandi blóm,“
1952, og árið eftir var gefið út heildar-
safn ljóða hans, sem margsinnis hef-
ur komið út síðan. Samtalsbókin „Svo
kvað Tómas,“ sem þeir Matthias Jo-
hannessen höfðu samvinnu um, kom
út 1960 og er vel til þess fallin að
stofna til persónulegra kynna við
mann og skáld. Fjórum árum áður
komu út endurminningar Ásgrims
Jónssonar málara, „Myndir og minn-
ingar,“ sem Tómas hafði fært i letur,
og á árunum 1964—73 var það árviss
viðburður, að frá hendi hans og Sverr-
is heitins Kristjánssonar sagnfræð-
ings kom bók með þjóðlegum frásögn-
um frá horfinni tið, sem þeir höfðu
upphaflega skráð til birtingar i tíma-
riti og eignuðust æ fleiri lesendur eftir
þvi sem árin liðu. Allar fjölluðu þær
um persónur, sem vegna atgervis og
örlaga höfðu orðið æði fyrirferðarmikl-
ar í hugarheimi íslendinga, þó að í
sögnum af þeim væru ekki ætíð glögg
skil milli staðreynda og skáldskapar.
Áreiðanlega hefur lika höfundunum
tveim verið skapfelldara að láta
dramatíska spennu og glæsilegan stíl,
sem efninu hæfði, ráða ferðinni en að
kæfa lífsneista þess með þvi að leita
af sér allan grun um sannfræði ein-
stakra atriða. Bækur þessar urðu tiu
og í sumum þeirra efni, sem ekki hafði
áður birst, en þegar samvinnu Tómas-
ar og Sverris lauk, var þáttunum, sem
hinn fyrrnefndi hafði skrifað í „Helga-
fell“ á sínum tima undir heitinu „Létt-
ara hjal,“ safnað saman í bók með
sama nafni, sem út kom 1975. í fljótu
bragði virðast sumir þeirra fjalla um
dægurmál. Samt eru þeir enn i dag
fullgild lesning og glögg heimild um
tímaritið og höfund sinn. Vitaskuld
eru þættirnir samtíðarspegill stríðs-
áranna, en þó að þeir væru einatt
sprottnir af gefnu tilefni, hafa við-
fangsefnin mörg reynst furðu lífseig,
enda oft algild og ótímabundin og
mál, still og efnismeðferð með svo sér-
stöku og óvenjulegu sniði, að þessar
skopkenndu alvöru- og ádeilugreinar
lifa sjálfstæðu lifi sem dæmi um ís-
lenska ritlist, eins og Eiríkur Hreinn
Finnbogason bendir á í formálanum.
Þess er enginn kostur að telja hér
upp öll þau rit og ritsöfn, sem Tómas
Guðmundsson hefur á undanförnum
þremur og hálfum áratug valið efni
í eða búið til prentunar, einn eða með
öðrum, þvi að svo mörg eru þau orðin,
en á það skal bent, að meðal þeirra
eru bæði forn rit og ný í bundnu og ó-
44