Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 22
Pistill frá Kenya • í ráðuneyti samvinnumála Það er gott að búa hér í Eldoret, sem eins og áður segir liggur all hátt yfir sjó og er fyrst og fremst land- búnaðar- og iðnaðarbær. Nafnið þýð- ir markaður á Masaimáli og um lang- an aldur hefur slík starfsemi verið stunduð hér. Á nýlendutímanum var staðurinn þó nefndur „Plot 64,“ því að honum var úthlutað til evrópskra landnema og auðkenndur með númeri hjá nýlendustjórninni eins og fjöldi annarra staða. Enn má sjá þetta heiti í nöfnum veitingahúsa og diskóteka hér í bænum. Nú búa hér rúmlega fimmtiu þús- und manns, og bærinn stækkar ört. Miðað við árstíðir og veðurfar á ís- landi er hásumar hér núna um jólin, og bændur sem einkum fást við korn- og kaffirækt hafa fyrir skömmu lokið uppskerustörfum. Hér er einnig mikii skógrækt, en hún er að mestu i hönd- um ríkisins. Ég vinn við Samvinnumálaráðu- neytið hér á vegum þróunarstarfs Norðurlandanna til eflingar sam- vinnustarfi (Kenyan/Nordic Coopera- tive Developement Programme). Starf- ið felst i þvi að aðstoða við stofnun og rekstur heild- og smásöluverslana með neysluvörur á vegum samvinnu- félaga í Vestur-Kenya. Við erum um þessar mundir að ljúka undirbúningi að opnun fyrstu 20 versl- ananna (þar af tvær heildverslanir) og áformum að opna þær í byrjun mars næstkomandi. Þetta eru auðvit- að ekki stórar verslanir á evrópskan mælikvarða eða frá 25—60 fermetrar að stærð og með um og yfir 100 vöru- tegundir á boðstólum. Allar þessar verslanir eru i smá- þorpum, og ef vel tekst til með rekstur þeirra geta þær bætt verulega þjón- ustu við íbúa þessara staða, sem flest- ir eru smábændur. Síðan er áformað að koma tveimur álíka stórum áföng- um í framkvæmd fyrir mitt ár 1983, en þá á hlutverki okkar Norðurlanda- búanna að vera lokið — og Kenya- menn að sjá einir um framhaldið. Vinnusvæði mitt og hins kenyanska félaga míns er nokkuð stórt, eða rúmir 190 þúsund ferkílómetrar og með 7.7 miljón íbúum, sem er rúmur helming- ur þjóðarinnar (15 milj.). Við þurfum því að ferðast talsvert mikið, og enda þótt það geti verið þreytandi á stund- um, því að vegalengdir eru miklar, þá veita þessi ferðalög lika tækifæri til að kynnast mörgu fólki og mismun- andi siðum þess. Hvarvetna mætir ferðalangi mikil gestrisni, og á afskekktari stöðum er þess beinlínis krafist, að hann þiggi einhverja hressingu. Þetta minnir á margan hátt á gestrisni og myndar- skap sveitafólks á íslandi, þótt ekki sé nú kökugerðarlist aðall kvenna hér um slóðir. Þetta kemur ekki að sök, því að jafnan er gott að fá tesopa, gos- drykk eða mjólk eftir heitt og ryk- mettað ferðalag. Mjólk er viða sett á grasker og geymd þannig í nokkra daga. Hún yst- ir þá og verður kekkjótt og ekki alltaf lystug, sérstaklega ef viðarkol hafa verið mulin saman við hana til að koma i veg fyrir að hún saki þá sem hennar neyta! Þetta er þó fremur undantekning en regla — sem betur fer, því ef veitingar eru afþakkaðar telst það grófleg móðgun við gest- gjafann og vanvirða fyrir heimili hans. 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.