Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 48
Svolítið FRÉTTABLAÐ um samvinnumál Félagsmennirnir eru alls 355 milljónir COOP Samvinnuhreyfingin er alþjóðleg eins og kunnugt er og samkvæmt nýjustu tölum Alþjóða samvinnu- sambandsins (ICA) er umtalsverð samvinnustarf- semi rekin í 65 löndum. Alls eru starfandi 741.767 samvinnufélög af ýmsu tagi og samanlagður fjöldi félagsmanna um heim allan er 355.257.026. er Japan með 16 milj., Frakkland og Rúmenía með 13 milj. og Bretland með 10 milj. Á Norðurlöndunum erú félagsmenn flestir í Sví- þjóð, 4.1 milj., um 2 milj. í Finnlandi, 1.5 í Dan- mörku og 1.1 í Noregi. Hér á landi eru félags- menn nú 42.164. Langfæstir eru félags- menn á Haiti, 136, og í Hollandi eru þeir aðeins Þrjú lönd hafa lang- flesta félagsmenn og eru það Indland með tæpar 72 milj., Rússland með 63 milj. og Bandarikin með 50 milj. Fjórða i röðinni Eitt vörumerki tekið upp í stað margra áður Segja má, að merkið COOP sé að verða alþjóðlegt vörumerki samvinnumanna. Fjölmörg lönd nota það nú þegar, og Svíar ákváðu á síðasta ári að taka það upp. Tímaritið International Mana- gement leitaði nýlega til 143 for- stjóra stórfyrirtækja í Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Englandi og Vestur-Þýskalandi og lagði fyrir þá svohljóðandi spurningu: Hvaða þremur eiginleikum telur þú mikilvægast að forstjóri sé gæddur Úrslitin urðu sem hér segir: 1. Forustuhæfileikar 43% 2. Einarðleg framkoma 39% 3. Samvinnulipurð 38% 4. Heilbrigð skynsemi 31% 5. Seigla og einbeitni 26% Velþekkt sænsk vöru- merki eins og Juvel, Eve, Goman og Winner hverfa nú og í staðinn kemur COOP. Alls verða 40 vöru- merki lögð niður og um 2000 ólikar vörutegundir fá nýtt nafn og útlit. Rannsóknir leiddu i 6. Skapandi ímyndunarafl 20% 7. Aðlögunarhæfni 19% 8. Kjarkur 17% 9. Mannúð og skilningur 16% 10. Dugnaður og atorka 16% Útkoman var mjög mismun- andi í hinum einstöku löndum. Þannig var mannúð og Bkilning- ur taldir mikilvægastir eiginleik- ar í Hollandi (28%), en í minnst- um metum hjá Vestur-Þjóðverj- um (4%).Hjá hinum síðamefndu voru forustuhæfileikarnir lang- efstir á blaði (74%). ^ ljós, að hin mörgu nöfn á samvinnuvörum i Sví- þjóð verkuðu ruglandi á neytendur og einnig er það talinn kostur, að samvinnuvörur í sem flestum löndum séu auð- kenndar með einu og sama nafni. 4 323. 4 Stressið er lang- mest við kassann Könnun, sem neytenda- þjénusta sænskra sam- vinnumanna hefur gert, bendir til þess, að stress viðskiptavina varðandi innkaup sé mest við kass- ann — og getl oft tekið veruldga á taugarnar. Það sem skapraunar við- skiptavininum mest er ótti við að vörur hans ruglist saman við vörur næsa manns sem bíður við kassann. Einnig er kvart- að undan því, að ógerlegt sé að fylgjast með, hvort afgreiðslufólkið stimpli rétt inn á kassann eða ekki — vesna hraða og óðagots við að setja vör- urnar í plastpoka. Næst- um allir kvarta yfir því, að of þröngt sé við kass- ana. Og það sem kom mest á óvart var það, að yfirgnæfandi meirihluti lýsti því yfir, að bak- grunnstónlist í kjörbúð- um hefði truflandi áhrif á þá við innkaupin. Forustuhæfileikar eru taldir nauðsynlegastir 48

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.