Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 27
í upphafi setti samvinnuhreyfingin sér eitt höfuðmarkmið og hefur stefnt að því æ síðan: að selja góðar og vandaðar vörur á eins lágu verði og frekast er unnt. • Kostir og ókostir í hverju eru þessir sérstöku samn- ingar fólgnir, sem þið hafið náð við framleiðendur, flytjendur, tryggjend- ur, heildsölu og smásölu? Varðandi hið siðastnefnda þá gefum við eftir þriðjung af heildsöluálagn- ingu og höfum farið þess á leit við kaupfélögin, að þau geri slikt hið sama. í sambandi við erlenda fram- leiðendur ber þess að geta,- að ísland getur aldrei orðið stór innflytjandi á alþjóðlegan mælikvarða. Hins vegar er Sambandið stór innflytjandi miðað við íslenzkar aðstæður — og það höf- um við reynt að notfæra okkur. Einn- ig höfum við rætt við skipafélögin, en það hefur aldrei verið gert áður. Og árangur þeirra viðræðna varð sá, að við fengum 20% afslátt á flutnings- gjöldum á grunnvörunum. Hið sama gerðist siðan i viðræðum við tryggj- endur. Að siðustu má nefna, að til hagræðingar afgreiðum við grunn- vörurnar einvörðungu í heilum pöll- um. Með þvi móti næst sparnaður, en þó fylgir böggull skammrifi, eins og oft vill verða, og hann er sá, að ein- ingarnar eru of stórar fyrir lítil kaup- félög. Þá er hugsanlegt að mörg félög á svipuðum slóðum sameinist um inn- kaup, en þeim fylgir að sjálfsögðu mik- il vinna fyrir viðkomandi félög. Að þessu verður áreiðanlega fundið, en ekki verður við öllu séð. Niðurstaðan er þvi sú. að grunnvörurnar eru hent- ugastar fyrir stærri félögin, sérstak- lega í þéttbýli. Má ekki segja, að þetta nýja fyrir- komulag sé beint framhald af „Til- boðum kaupfélaganna“ — aðeins miklu stærra í sniðum? Jú, það má kannski segja það. Hins vegar voru skoðanir manna á tilboð- unum orðnar mjög skiptar — þær skiptust reyndar alveg i tvö horn. Litlu kaupfélögin voru ánægð með þau og vildu halda þeim áfram, en viðast hvar i þéttbýlinu voru verzlunarstjór- ‘ }i i FmT| n 'T" tm! arnir eiginlega búnir að gefast upp á þeim. Til þess að reyna að koma til móts við þessi óliku sjónarmið höfum við ákveðið að halda tilboðunum áfram — í vefnaðarvörum og bús- áhöldum. • Markmið samvinnuverzlunar Sú var tíðin, að orðið sannvirði var kjörorð kaupfélaganna. Gegnir orðið grunnverð ekki sama tilgangi? Jú, einmitt. Og ég held, að þessi nýju orð grunnvara og grunnverð hafi heppnast nokkuð vel. Það þarf að sjálfsögðu að venjast þeim eins og öllu sem nýtt er. En mér finnst þau segja skýrt og greinilega það sem við er átt. Að lokum: Hefurðu trú á, að verð- skyn almennings aukist með tilkomu nýju krónunnar? Ég vona það sannarlega. Það fer að sjálfsögðu eftir því, hvort stjórnvöld- um tekst að hægja á hraðferð verð- bólgunnar. En ég sé, að eftir gjald- miðilsbreytinguna eru menn aftur farnir að ganga með buddur — og mér finnst það góðs viti. Ég vil að lokum segja, að það er einlæg von min, að grunnvörurnar veki athygli á samvinnuverzluninni og því höfuðmarkmiði, sem hún setti sér í upphafi og hefur keppt að æ síðan: Að selja góðar og vandaðar vörur á eins lágu verði og frekast er unnt. ♦ Grunnvörum á grunnverði komið fyrir á sinn stað hjá Kaupfélagi Ámesinga á Selfossi. 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.