Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 34
Aumingja Anna svart og umhverfið ekki til þess fallið að valda hug- hvörfum manneskju með heimspekilegan dragbít. Anna dansaði aldrei. Og hún var ósnortin af öllu nema þeim sérkennilegu gerfum sem sumir gestanna skrýddust í samræmi við stefnumið vélvæddrar tón- listarinnar að hugarórum skyldi gefin eftir þessi leik- vangur. Sat dimmleit yfir Kamparíinu sínu. Grann- vaxinn maður með mikið hár, ljóst og blásið, dillaði sér einn á dansgólfinu en undir hvetjandi augnaráði viðstaddra; hann reyndi að vinna athygli æ fleiri á gólfinu og við borðin uns hann virtist telja nægilega marga sér hliðholla til að hann hefði af þvi fullt ör- yggi og það var undir- hyggjulaus gleði í svip hans. Diskó er upprunnið í kyn- villingabúllum i New York, sagði Jón og meinti tónlist- ina sem leikin var af skíf- um; hafði lesið þetta i blaði. Hann svimaði af viðleitn- inni að halda merkingu i orðum sínum sem honum þótti snúa við á vörum sér og hverfa. Líka karlmanna- fatatiskan sem var til skamms tíma, svaraði Anna og hafði lag á að smeygja orðum sínum gegnum tóna- flóðið án þess að leggja hart að sér, útsniðnu buxurnar, litsterku skyrturnar. Það var oftar en í þetta skipti sem Jón sagði Önnu af blaðaefni og hún bætti um betur. Diskó er bær á Grænlandi, sagði Jón fýldur. Hann veitti athygli tveimur austurlensk- um stúlkum, mjaðmagild- um, breiðleitum, sem stóðu úti á gólfinu á tali við tvo menn sem hann taldi ís- lenska; þeir héldu uppi sam- ræðunum, gerðu sig til i herðunum, á skyrtunum, voru komnir yfir þær i sveiflum sem þeir tóku máli sinu til áherslu og fjarlægð- ust þær jafnharðan aftur. Þær voru fámálugar en á- hugasamar, svo voru þessi pör farin að dansa og Jóni þótti einhvern veginn óvið- urkvæmilegt að sjá austur- lenskar stúlkur i diskódansi; það hvörfluðu að honum grimmilegri hugarórar en aðrir svipir þessa umhverf- is vöktu með honum. Maður i svörtum aðskornum silki- buxum og viðri skyrtu, hvítri, girtri ofan í breiðan brókarlinda, hljóp yfir gólf- ið í námunda við þau og staðnæmdist skyndilega eins og hann hefði orðið var við ósýnilegan vegg í leið sinni. Sjáðu þennan, sagði Jón. Hún hafði þegar orðið vör við manninn. Vantar bara sverðið, sagði Jón, bar arminn eins og hann væri að heyja einvígi með stungu- sverði að morgni i jarðlægri þoku fyrir öldum í einhverj- um af skemmtigörðum Parísarborgar; aðalsmaður; greifinn af Monte Christo. Það var kvenmaður á karlaklósettinu. Hér er eitt- hvað öðruvísi en á að vera, sagði Jón og var minna drukkinn en hann haf ði ver- ið fyrir andrá. Migðu bara, sagði stúlkan. Hún var að tala við tvo menn við vask- ana, öll mjög drukkin. Þetta var fönguleg stúlka, i fjólu- bláum kjól úr damaski, hélt Jón, síðhærð. Maður gekk út og sagði um leið með hreim líkt og frammi fyrir ráðgátu sem hann vænti að yrði leyst fyrr eða síðar: Það gerist ekkert þegar kona fer á karlaklósettið en ef karl fer á kvennaklósett- ið verður allt vitlaust. Stúlk- an þjónaði lund sinni með þvi að stilla sér upp til hlið- ar við stallana. Hverjum sitt, hugsaði Jón. Sagði upp- hátt við sjálfan sig þegar hann kom fram á ganginn því að honum létti: Þessu tryði enginn. Sá um leið á fólkinu að allir myndu trúa og reyndi að bindast slíku frjálslyndi og veraldar- mennsku sem hann taldi stærilátt fas karlmannanna og kuldalega andlitssnyrt- ingu kvennanna til marks um. Það mátti ekki minna vera en hann dansaði; Anna um sína sérvisku. Jón hafði lært djævið af sjálfum sér, diskótaldihann bara hopp sem við eftirgjöf fylgdi sjálfkrafa hljómfall- inu; á dansgólfinu var kjarni málsins að opna hug sinn fyrir tónlistinni allri og ekki bara takti eins og þegar um siðaðri tónlistar- tegundir var að ræða. Stúlk- an, sem Jón hafði valið sér að dansfélaga, horfði inn i sjálfa sig, líklega á filmu af einhverjum söngvaranum, hugsaði Jón og seildist til hennar án þess að ná að vekja með henni löngun til sín. Þegar leið á þótti hon- um hann taka þátt i hana- slag, hafði þó reynt þetta áður með konunni. Honum sýndist stúlkan reyna að halda svip sem væri i sam- ræmi við grímuna er hún hafði málað á sig og þegar hann þakkaði henni fyrir dansinn kom á hana vipra við annan nasavænginn, augað þeim megin sperrtist upp og munnvikin sveigðu i gagnstæðar áttir, niður og upp, þessi viðurkenningar- vottur um nærveru hans hvarf þegar og fleiri urðu þeir ekki. Sú ró, sem einkenndi Önnu, snart hann um leið og hann kom auga á hana við borðið. Hann settist og gerði sér um leið grein fyrir að hún málaði sig aldrei eftir þvi sem hann best vissi, notaði aðeins litilsháttar farða til að bregða lit á and- litið. Hún ranghvolfdi aug- unum án þess að annað hrærðist i svip hennar, sagð- ist vera að fara. Og hann kenndi þess um leið að djúp var staðfest milli þess písl- arvættislifs sem hér var lif- að og stillingar hennar, fannst á því augnabliki hann verða að gefa til kynna hvorum megin hann stæði og æpti: Svo sannar- lega! í ganginum var sam- ræðufært og hún sagðist ætla heim til Cargolux- mannsins, hafði hringt. Þar væri margt fólk. Jón gæti orðið eftir, náð sér í kven- mann. Hann hélt þetta síð- asta fyndni hennar. w IBUÐIN var glæsileg; stor málverk, viðarklæðning- ar. Vel var tekið á móti þeim báðum. Jón týndi Önnu fljótlega i reykjar- mekki og glasaglaum án þess hann kenndi ófærni þess vegna. Hann þáði bjór og síðan annan. Umhverfis hann var fólk á öllum aldri, jafnvel tvö börn. Hann blandaði sér i hóp nokkurra karla og kvenna Og reyndi að láta litið á sér bera, fjör- leg, stuttklippt kona, ólögu- lega vaxin, barst mest á. Jóni þótti mál hennar for- vitnilegt. Meðan hann hlustaði kom Anna og sett- ist hjá honum. Konan sagði: Meðal indj- ánaþjóðflokksins Nambiw- ara í Brasilíu lifa karlar einir af dauðann. Þeir breytast í loftanda. Konur og börn hverfa við sama tækifæri, álitnar af sjálfum sér og körlunum leikföng, annað veifið vinnudýr, hitt og þess utan til óþurftar. Nambiwarar eru ekki eins- dæmi meðal náttúrubarna og hæfir ekki að kenna kristninni um kúgun kvenna. Karlar neyta lags- ins við trúarlega og þjóð- félagslega kerfisgerð þvi að konum er sýnt að ganga i ímynd karls en þó fremur í sjón en í raun því a§.meðan konan gerir það umskapar hún imynd hans og þar með hann sjálfan. Þær íslensku fylgja venjunum við þetta tækifæri. Vegna þrælúreltra siðvenja mega íslenskir karl- menn ekki njóta tilfinn- ingalifs síns uppréttir held- ur er ætlað hverja stund að starfa að því af þýskri harð- drægni að breyta því fyrir- liggjandi í mynd sem verði að veruleika í framtiðinni. Og hún er hartnær alltaf afskræmd af öðrum körlum sem starfa að sama og sæl- ast til sömu fanga til að efna í sína. Af þessu leiðir svo, að enginn ykkar nær fullum árangri og menn eru aldrei með sjálfum sér. Bágindi okkar kvennanna eru ekki síður mikilsháttar. í þjóðfélaginu er nefnilega 34

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.