Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 28
Silfurmerki fyrir happasœlt starf í aldarfjórðung Sambandið hefur eins og kunnugt er þann sið að heiðra þá starfsmenn sína sem náð hafa 25 eða 40 ára starfsaldri í störfum hjá því. Á árshátíð Starfsmannafélags Sambandsins í Reykjavík hinn 16. janúar fengu sjö góðkunnir starfsmenn þess silfurmerki fyrir 25 ára starf. Þeir sem fengu merkið voru þeir Björn Björnsson yfirvélstjóri á ms. Skaftafelli, Gísli Theodórsson nýráðinn frkvstj. Iceland Seafood Ltd í Bret- landi, Guðjón Guðjónsson fyrrum deildarstj. Afurðasölu en nú nýráðinn starfsmaður Samvinnubankans. Markús Stef- ánsson forstöðumaður Byggingavörusölu, Ormar Skeggjason verzlunarstjóri í Torginu, Óskar Jónatansson aðalbókari Sambandsins og Sigurður Markússon frkvstj. Sjávarafurða- deildar. Erlendur Einarsson afhendir Ormari Skeggjasyni viðurkenningu fyrir 25 ára starf.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.