Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 17
svo að með sanni má segja, að verkið lofi meistarann." • Lopaljóð Hér lýkur tilvitnun í íslending, en andinn var afkastamikill við fleira en munsturgerð og fæddust þá eftirfar- andi visur. Þar kveðast á Árný Garðarsdóttir í Fellsseli, Köldukinn, og á hún fyrri vísurnar fjórar, og Þorgerður Guð- mundsdóttir hjá Iðnaðardeildinni á afganginn: Peysur við allar prjónum af krafti, við prjónum svo hriktir í hverjum rafti. Því Örninn er beinlínis óseðjanlegur, og efnið í flýti til okkar dregur. Svo ótt gegnum hugokkarhugmyndirþjóta, við höfum vart undan að skapa og móta. En karlarnir heima í bólinu bíða, og bölvandi spyrja: „Hvað á ’ðetta a’þýða.“ Gerða hún mælir, metur og vegur, máske fram galla í dagsljósið dregur. Sigurjón snýst eins og snælda á teini, safnar í kassana, brosir í leyni. Svo þegar póstur með peninginn kemur, og pyngjan þyngist sem einhverju nemur í flýti í kaupstaðinn keyrir frúin, kaupinu eyðir og sagan er búin. Hér leikur starf í hagri hönd, hugur fylgir verki, enda girnast önnur lönd íslensk vörumerki. Svífur yfir sveitinni loðband og ló lopapeysur prjóna þær flestallar konurnar. Allar vita að Sambandið aldrei fær nóg, enginn má því hvílast í næði og ró. Bölvandi til náða gengur bóndinn sérhvert kvöld, búinn er að missa á heimilinu völd. Kannski þetta lagist þvi bráðum koma blessuð jólin, burt er þá lopinn og konan eins og áður fyrr. Ekki kvíða vetri ég vil þó veður hamli reisu, en keikur mæta kulda og byl klæddur lopapeysu. Þó fyrir peysuna greiði ég gull, gleðin mun alls ekki hopa. Því hún er prjónuð úr íslenskri ull indælis Gefjunarlopa. Til nánari skýringar skal þess getið að: „Örninn óseðjandi“ er Örn Gúst- afsson, útflutningsstjóri. „Gerða sem mælir, metur og vegur,“ er prófdómar- inn í prjónlesinu, Þorgerður Guð- mundsdóttir og „Sigurjón sem snýst eins og snælda á teini“ er Sigurjón Gunnlaugsson lagerstjóri, öll hjá Iðn- aðardeild Sambandsins á Akureyri. • Margt á prjónunum Af framansögðu má Ijóst vera, að prjónafólk i Suður-Þingeyjarsýslu hef- ur lagt sitt af mörkum til útflutnings Sambandsins á handprjóni að undan- förnu. Prófdómarinn í prjónlesinu er hún Gerða, sem „mælir, metur og vegur“. En ef betur er að gáð, er hér um áratuga gamalt samstarf að ræða, þótt með uppstyttum hafi verið. Á fyrstu árum Sambands ísl samvinnu- félaga voru sambandskaupfélögin ekki mörg, en þeirra stærst Kf. Þingeyinga og Kf. Eyfirðinga. Það má þvi álykta að uppistaðan í því prjónlesi, sem get- ið var hér að framan í sölumeðferð hjá Kaupmannahafnarskrifstofu Sam- bandsins hafi verið frá þessum kaup- félögum, og þar með prjónað af for- mæðrum þeirra sem sagan segir frá. Munurinn er hins vegar sá, að þá fór smábandið til Sjálands, en nú fara peysurnar til Princeton. 4 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.