Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 23
• Útilega og umskurður Ýmsum gömlum siðum er haldið við hér í Kenya, enda þótt æ fleiri raddir mæli gegn sumum þeirra. Þannig er um umskurð drengja (og reyndar stúlkna lika meðal sumra þjóðflokka), en því fylgir alllangur aðdragandi og athafnir. Hér í vestustu héruðunum leggjast strákarnir út um tíma fyrir umskurð- inn og verða þá að afla sér viðurvær- is sjálfir. Ekki mega þeir þvo sér með vatni þennan tíma og þvi smyrja þeir sig með ijósum leir frá hvirfli til ilja og mynda þá gjarnan ýmis mynstur á líkama sínum til skrauts og kæling- ar. Leirinn harðnar síðan og dettur af ásamt þeim óhreinindum, sem und- ir honum eru, en þar sem þetta er ekki aðeins hreinlætisráðstöfun held- ur hluti af umskurðarathöfninni, þá smyrja strákarnir hörund sitt nánast jafnharðan með nýjum leir. Auk þess sem þeir tína ber og rótar- ávexti veiða þeir fugla og smádýr sér til matar og nota til þess stutta tré- kylfu, sem þeir kasta af mikilli leikni og nákvæmni. Þessa kylfu eða staf nota þeir lika til að berja á stúlkum, sem verða á vegi þeirra, og biðja þær sér þá griða með þvi að gefa þeim egg eða annað ætilegt. Annars eru stúlkurnar vanar erfiðri vinnu á ökr- unum og við hússtörf frá unga aldri og gætu því liklega flengt strákana, ef þær kærðu sig um það. • Að borða lifandi maura Á einni af ferðum okkar um kaffi- héruð í vesturhluta landsins tókum við eftir því, að fólk hafði safnast í smáhópa víða á leið okkar og virtist afar ánægjulegt á svip. Við stöðvuð- um bílinn við einn slíkan hóp til þess að komast að raun um hvað fólkið væri að gera, sem væri svona skemmti- legt. Kom þá í ljós, að það var að borða lifandi maura og sat eða stóð við holur, sem þeir gera að búum sín- um — og gómaði þá um leið og þeir komu út. Seinna sáum við slíka maura boðna til sölu á útimörkuðum og kostaði skammturinn, sem mældur var í vatnsglasi, sem svarar rúmum 70 ís- lenskum gkr. Hinum kenyanska starfsbróður mín- um, sem ættaður er frá Mið-Kenya og hafði ekki séð slíkar aðfarir áður, þótti þetta miður geðslegt. Þetta var að morgni dags, og um hádegisbilið Götumynd úr mið- bæ Eldoret, sem er fyrst og fremst Iandbúnaðar- og iðnaðarbær. Skírn framkvæmd I á einni skammt frá heimili Sigurðar Jónssonar. Kaffibændur, smáir og stórir, koma í kaupélagið til að Ieggja inn afurðir sínar og kaupa nauðsynjar. 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.