Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 36
Tíundi hver maður er fatlaður Heymarskerðing og málleysi er ein tegund fötlunar. Með réttum tækjabúnaði og þjálfun má ná undraverðum ár- angri. TALIÐ er að í heiminum séu um 400 milljónir manna sem búa við skerðingu eða fötlun af einhverju tagi. Gert er ráð fyrir að a.m.k. 10% hverrar þjóðar séu fatlað fólk á einhvern hátt, eða 20—30 þús. manns hér á landi. Mest er um fatlað fólk í vanþróuð- um ríkjum. Veldur því m.a. vannæring, sjúkdómar og ó- fullnægjandi heilsugæsla, þ. á m. skortur á mæðravernd. • Fötlun — hvað er það? Hugtakið fötlun var skil- greint á eftirfarandi hátt árið 1976 af nefnd sem starfaði á vegum Sameinuðu þjóðanna. „Orðið fötlun er notað í mis- munandi merkingu. Við köllum þann mann fatlaðan sem af einhverjum orsökum, andleg- um eða likamlegum, á við verulega erfiðleika að etja í daglegu lifi sinu. Einn er kannski blindur af þvi að sjón- taugin hefur skaddast, annar greindarskertur vegna heila- skemmda og hinn þriðji háður hjólastól ævilangt vegna mænuskaða (eftir umferðar- slys). En það er ekki sjálf sköddunin sem við höfum fyrst og fremst í huga þegar við tölum um fötlun, heldur af- leiðingar hennar. Af þessari skilgreiningu leiðir að lífskjör mannsins og umhverfi hafa á- hrif á fötlunina, þ.e. hvað hún háir honum. Alþj óðaheilbrigðismálastof n- unin (WHO) setti siðar fram nýja skilgreiningu þar sem gerður er greinarmunur á skerðingu (eða sköddun), fötl- un sem af skerðingunni stafar og örorku sem táknar félags- legar afleiðingar skerðingar. Tökum sem dæmi einstakl- ing sem lendir i umferðarslysi og skaddast svo mikið að hann getur ekki gengið. Einstakling- urinn býr við skerta hreyfi- getu, hann er fatlaður. Hann hefur þvi ekki starfsorku á borð við ófatlaðan og býr þvi við fjölmörg vandamál, þ. á m. félagsleg vandamál, einstakl- ingurinn er öryrki. Sjónskert fólk, heyrnarskert, geðsjúkt, greindarskert og hreyfihamlað svo og „kvilla fatlað“ (flogaveikt fólk, of- næmissjúklingar o.fl.) á við mjög ólík vandamál að striða í samfélaginu. Aukinn skilningur á fötlun fer vaxandi. Okkur verður æ betur ljóst að fatlað fólk þarf að geta neytt þegnréttar sins, að allt það sem á að standa al- menningi til boða á öllum svið- um þjóðfélagsins (menntun, atvinna, húsnæði, samgöngur, menningarlíf, upplýsingaþjón- usta) þarf að gera svo aðgengi- legt, að skerðing og fötlun leiði ekki til örorku. O Ár fatlaðra — hvers vegna? Víða skorir mikið á að mat- vælaframleiðsla, húsakostur, skólar og atvinnumöguleikar fullnægi þörfum íbúanna. Fatl- að fólk er í hópi þeirra sem erfiðast eiga með að afla sér nauðþurfta. í mörgum þróun- arlöndum er naumast til að dreifa nokkurri læknismeð- ferð, hjálpartækjum, sér- kennslu, starfsmenntun eða atvinnutækifærum fyrir fatl- aða. Oft er sú aðstoð sem um er að ræða einungis hægt að fá á nokkrum stórum stofnunum, svo að dreifbýlið og fátækra- hverfin, þar sem flest fatlaða fólkið býr, fer að mestu á mis við hana. Með vaxandi tækni koma nýir skaðvaldar. í iðnvæddum ríkjum skaddast fjöldi manns árlega i umferðinni, við vinnu sína og af völdum hættulegra efna í umhverfinu. Streita og öryggisleysi spilla geðheilsu manna. Jafnvel í velferðarrikjunum sitja fatlaðir á hakanum. Sam- félagið er oftast byggt upp með þarfir einhvers óskilgreinds „venjulegs fólks“ fyrir augum. Fólki sem er atgervisskert á einhvern hátt er bægt frá fjöl- mörgum þáttum þjóðlífsins, sumpart af því að við almenn skipulagsstörf er ekki tekið tillit til þess að menn eru mis- jafnlega gerðir, sumpart vegna þess að aðbúnaði fatlaðra er svo áfátt, að þeim er illmögu- legt að lifa eðlilegu lifi. Skert atgervi, líkamlegt eða andlegt, veldur því, jafnvel í velferðarríkjum, að menn verða ofí að sæta lélegri menntun, fábreyttu starfsvali, slæmu húsnæði, þröngum efnahag og fátæklegu menn- ingar- og félagslífi. Þeir verða því einangraðir og einmana. Mikið djúp er staðfest milli raunverulegra lífskjara fatlaðs fólks og ákvæðanna i yfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna um réttindi því til handa. Þess vegna hafa Sameinuðu þjóð- 36

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.