Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.02.1981, Blaðsíða 40
flutningskvóta á dilkakjöti og mik- inn þrýsting Ný-Sjálendinga um aukna hlutdeild í innflutningi, hef- ur tekist að selja þangað mun meira magn en kvótinn gerir ráð fyrir, þar sem eigin framleiðsla hefur ekki getað fullnægt eftir- spurn. Síðastliðin 3 ár hefur útflutning- ur til Noregs verið þessi: 1980 2.491 tonn 1979 2.875 tonn 1978 2.410 tonn Einn aðili, Norges Kjött og Fleskesentral, sem er í eigu bænda- samtakanna, hefur annast allan innflutning á íslenska lambakjöt- inu. Þessi sami aðili sér einnig um heildsöludreifingu á um 65% kjöts- ins. 35% er dreift af Kjöttbrances Landsforbund sem eru samtök kj ötkaupmanna. Vegna þeirrar sérstöðu sem ís- lenskt lambakjöt hefur notið á norska markaðnum og einnig til þess að styggja ekki norsku bænda- samtökin hefur ekki verið ráðist i meiriháttar auglýsingaherferð eða aðra kynningu á íslenska kjötinu í Noregi. Nokkur óvissa ríkir nú um sölu á þessum stærsta markaði fyrir út- flutt lambakjöt í kjölfar breytinga á virðisaukaskatti og niðurgreiðsl- um, en við það mun smásöluverð hækka verulega og neyslan vænt- anlega minnka. Svipaða sögu er að segja um við- skiptin við Sviþjóð. Þar er einnig byggt á gömlum saltkjöts-sam- böndum og hagstæðum samningi frá því 1970. En eins og áður er getið var þó samið um 500 tonna tollfrjálsan kvóta sem síðan hefur verið hækkaður i 650 tonn. Á und- anförnum árum hefur þessi kvóti verið að mestu fullnýttur. Eins og i Noregi er aðeins um einn innflytjanda að ræða í Sví- þjóð, Sveriges Slagteri forbund. Af sömu ástæðum og í Noregi hefur ekki verið ráðist í mikla kynningu á íslensku lambakjöi. Þessi markaður hefur gefið heldur lægra verð en Noregur en hefur vænlegri framtíð. • Sögur um ullarbragð Við inngöngu Dana í Efnahags- bandalag féjl úr gildi samningur- inn um tollfrjálsan innflutning á lambakjöti með þeim afleiðingum að greiða þurfti 20% innflutnings- toll. Þessi tollur var i gildi til 20. október sl. en þá var gerður samn- ingur við Efnahagsbandalagið um lækkun tolls i 10% en jafnframt var ákveðinn 600 tonna kvóti á ári fyrir öll 10 lönd bandalagsins. Samningur þessi gildir til mars- loka 1984. Þess má geta að útflutn- ingur til Danmerkur var um 300 tonn á sl. ári. Enda þótt neysla á lambakjöti sé ekki mikil i Danmörku, hefur sala farið vaxandi á undanförnum ár- um. Þessi aukning er aðallega vegna aukinnar eftirspurnar meðal yngra fólks. Þess gætir þó enn að eldra fólki finnist ullarbragð af lambakjötinu. Þessar sögur um ull- arbragð eru til komnar vegna þess, að hér fyrr á árum var nokkuð um neyslu á kjöti af fullorðnu fé. Um margra ára skeið var aðeins einn aðili sem sá um innflutning og dreifingu á islensku lambakjöti i Danmörku, en fyrir skömmu var ákveðið að fá fleiri aðila til sam- vinnu með það fyrir augum að auka söluna og jafnvel fá hærra verð. Mun meiri rækt hefur verið lögð við kynningu á íslenska lambakjöt- inu í Danmörku en á hinum Norð- urlöndunum. Þar hafa verið gefn- ir út uppskriftabæklingar, kjötið auglýst og tekið þátt í sýningum. • Öllum heimill útflutningur Um alllangt skeið hefur útflutn- ingur landbúnaðarvöru að mestu verið í höndum Búvörudeildar Sambandsins. Það er hins vegar útbreiddur misskilningur að um einkaleyfi sé að ræða. Öllum er heimill útflutningur landbúnaðar- vöru að fengnu útflutningsleyfi Viðskiptar áðuney tisins. Ljóst er að útflutningur landbún- aðarvöru, sem er að meginstofni til dilkakjöt, er ekki háður eðlilegu lögmáli um framboð og eftirspurn. Framboð hér innanlands er háð duttlungum pólitískrar ákvarðana- töku, t.d. breytilegar niðurgreiðsl- ur, kvótakerfi o.þ.h. Eftirspurnin er verulega háð innflutningskvót- um og niðurgreiðslum viðskipta- landanna. Nokkur óvissa ríkir því um út- flutning á komandi árum. Norski markaðurinn, sem um árabil hefur greitt hæst verð fyrir íslenska dilkakjötið, mun minnka verulega á næstunni. Einnig er ljóst aí ný- gerðum samningum við Efnahags- bandalagið, að þangað verði ekki flutt út nema um 600 tonn á ári. Þvi má ætla að ef um áframhald- andi mikla offramleiðslu er að ræða þá verður nauðsynlegt að selja kjöt á mörkuðum sem greiða mun lægra verð en það sem greitt hefur verið á undanförnum ár- um. 4 Hvernig á að fara með kjötvörur? Námskeið um kjötvörur fyrir afgreiðslufólk í mat- vörubúðum kaupfélaganna var haldið í Kjötiðnaðarstöð Sambandsins á Kirkjusandi í Reykjavík dagana 27.—29. janúar 1981. Slík námskeið eru haldin til að veita af- greiðslufólki fræðslu um sundurtekningu og meðferð kjöts og kjötvara. Einnig er leiðbeint við útstillingar í kjötafgreiðsluborð og veitt tilsögn í sölumennsku. Kennslan fór fram í stutt- um fyrirlestrum með mynd- skýringum, en meirihluti tímans fór í verklegar æf- ingar við frágang á kjöti, út- stillingar í söluborð og vöru- kynningu. Leiðbeinendur voru starfsmenn Afurðasölu Sambandsins og fleiri. Á næstu síðu sjáum við nokkr- ar svipmyndir frá námskeið- inu. Myndir: Kristján Pétur Guðnason 40

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.