Samvinnan - 01.12.1981, Qupperneq 6
Vió bjóðum
skíðaferóir
í beinu leiguflugi
og opnum um leið nýjar dyr að
skíðaparadís Austurrísku alp|nn
Samvinnuferðir-Landsýn flýgur nú íifeinu
leiguflugi (án þreytandi millilendinga) í
skíðalönd Austurríkis. Pannig lækkum við
verð og flýtum för, auk þess sem nýir mögu-
leikar hafa opnast á hópafslætti, barna-
afslætti, greiðsluskilmálum og annarri
fyrirgreiðslu.
Við látum yfirhlaðna ferðamannastaði með
allri sinni örtröð liggja á milli hluta. „Aðeins
þaðallra besta”þótti nógugottog viðvonum
að farþegarnir verði sammála þeim skíða-
sérf ræðingum okkar sem völdu Sölden,
Zillertal og Niederau. Þarerskíðaaðstaða í
senn fjölbreyttog spennandi, skíðakennarar
á hverju strái, skíðalyftur í tugatali og síðast
en ekki síst einstaklega friðsælt og notalegt.
Og þegarskíðabrekkunum sleppir er tilvaliö
að bregða sér á gönguskíði, fara í æsispenn-
andi bobsleðaferðir, leika sérá skautasvellum
eða bregða sér í hestasleðaferðir um fallega
dalina. Þreytanlíðursíðanúrísundlaugumog
saunaböðum og á kvöldin bíða þín fjölmargir
veitinga- og skemmtistaðir með ósvikinni
Tíróla-stemmningu, bjölluspili og
harmonikkuleik.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
Nú er tilvalið að höá saman vinum og
kunningjum, næla sér í myndarlegan hóp-
afslátt og láta drauminn um skíðaparadis
Austurríkis rætast í góðra vina hópi.
Brottfarardagar:
Jan. 16,30.
Feb. 13,27. (heimkoma 13. mars)
Verð frá
kr. 5.880
Innifalið: Flug til og frá Munchen, flutningur
til og frá áfangastað, gisting með hálfu
fæði i tvær vikur og íslensk fararstjórn.
Hópafsláttur kr. 500, barnaafsláttur kr. 1.000