Samvinnan - 01.12.1981, Síða 13
Andrés Kristjánsson hefur undanfarin ár unnið að
ritun sögu Kaupfélags Þingeyinga, og kemur hún út
snemma á næsta ári í tilefni af hundrað ára afmæli
félagsins. Hér er um mikið og gott verk að ræða sem
vænta má frá hendi Andrésar. Samvinnan hefur
fengið gúðfúslegt leyfi hans til að birta kafla úr
bókinni — söguna um gullkútinn sem flaut á vatni
og lýsti í myrkri.
íslenzkir
sauðir
komnir til
Englands.
Yzt til
hægri
er Louis
Zöllner
Það má nærri geta
með hvílíkri eftirvæntingu
við biðum svarsins frá Slimon
eða öllu heldur hins, hvort
hann mundi virða okkur
svars...
Fyrsta tilraun til útflutnings lif-
andi sauðfjár úr Þingeyj arsýslu
fór út um þúfur haustið 1866, er
skip það sem Tryggvi Gunnarsson átti
von á fyrir milligöngu Þorláks Ó.
Johnson kom aldrei, enda hafði það
strandað við Ormseyju undan Skot-
landsströnd og Þorláki tókst ekki að
fá annað skip til fararinnar. Eiríkur
Magnússon var einnig með skipi í
fj árkaupaferð til íslands þetta haust,
og átti það að taka fé hjá Skagfirðing-
um og Húnvetningum, en það komst
ekki norður fyrir land, tók því fé á
Austfjörðum en lenti á útleið i stór-
viðri svo að út tók um 600 fjár i nánd
við Færeyjar, þar sem marga sauða-
skrokka rak á land.
Reynslan frá 1866 hræddi enska
skipstjóra svo mjög, að Þorláki eða
öðrum tókst ekki að fá neinn til þess
aff sehda sauðakaupaskip til íslands
fyrr en 1872, en árið áður höfðu Skot-
arnir Gum og Slimon siglt til lands til
hrossakaupa og þeir munu hafa keypt
ofurlítið af sauðfé um leið, því lands-
hagsskýrslur greina frá útflutningi
578 lifandi kinda árið 1871, að mestu
úr Suður-Múlasýslu, að þvi er segir í
ævisögu Þorláks eftir Lúðvik Krist-
jánsson.
Pétur Eggerz komst síðar í sam-
band við Slimon, líklega án milli-
göngu Þorláks, og Slimon hét honum
að kaupa 4000 fjár af Borðeyrarfélag-
inu og sækja það haustið 1872, en það
mun hafa brugðist.
Séra Oddur V. Gíslason dvaldist í
Englandi um þetta leyti og gerðist
sumarið 1872 milligöngumaður tveggja
enskra kaupmanna, Watsons og Ask-
ams og gerði Gránufélaginu tilboð í
þeirra nafni um að kaupa 3000 fjár af
félaginu þetta haust og sækja það til
Akureyrar. En þetta rann einnig út í
sandinn og ekkert skip kom, þær brigð-
ir stöfuðu af gjaldþroti, en Askam
hafði þó tvívegis þetta sumar sent skip
til Austfjarða og keypt þar sauðfé og
nautgripi. Loks sendi Slimon kaup-
maður Coghill skipstjóra sinn og sið-
ar þjóðkunnan á íslandi á stóru
13