Samvinnan - 01.12.1981, Qupperneq 20

Samvinnan - 01.12.1981, Qupperneq 20
Móðir mín Eftir Nikos Kazanzakis Kafli úr bókinni Skýrsla til Greco Þýðandi Erlingur E. Halldórsson Tvisvar á ári, um jól og páska, hélt afi heiman úr þorpinu sínu langt íburtu að finna dóttur sína og barnabörn ... Móðir mín var heilög kona. Hvað var það sem gaf henni styrk til að þola þungan andargust og dæsur ljónins við hlið sér i fimmtíu ár án þess að láta bugast? Hún var þol- góð, þrautseig og ljúf eins og sjálf jörðin. Allir forfeður mínir i móður- ætt voru bændur — beygðir stóðu þeir yfir jörðinni, viðloða jörðinni, hendur þeirra, fætur og hugir fullir af mold. Þeir unnu landinu, allar vonir þeirra voru við það bundnar; í kynslóðanna rás höfðu þeir og það sameinast. Á þurrkatið urðu þeir blakkir og tærðir einsog það. Þegar fyrstu regnskúrirnar æddu á haustin gnast í beinum þeirra og þau tútnuðu einsog stör. Og þegar þeir skáru djúpar raufir í kvið jarðar- innar með plógjárni endurlifðu þeir í brjósti og lendum fyrstu nóttina i faðmi konu sinnar. Tvisvar á ári, um jól og páska, hélt afi heiman úr þorpi sinu langt i burtu og kom til Megalo Kastro að finna dóttur sína og barnabörn. Hann stillti einlægt svo til að villidýrið, tengdason- ur hans, var ekki heima þegar hann knúði dyra. Þetta var kröftugur, safa- mikill öldungur, hárið óskorið og hvítt, blá slæjandi augu, og þungir hramm- arnir sigggrónir — þeir rifu hörund mitt þegar hann teygði þá fram og klappaði mér. Hann var einlægt í svörtum stígvélum; sunnudagsbrókum, fúfúlunni, skærblárri á lit; með hvítan höfuðklút bládoppóttan. Og i höndun- um lá einlægt sama gjöfin: grís ofn- steiktur vafinn gulaldinlaufi. Þegar hann tók hlæjandi utan af honum fylltist bærinn ilmi. Svo algjörlega hefur afi sameinast grísinum og gul- aldinlaufunum að alla tíð síðan kem ég ekki inn í gulaldingarð eða finn lykt af svínakjöti ánþess hann birtist í huga minum, kátur og fjörugur, með steiktan grísinn í höndunum. Og ég gleðst, því endaþótt enginn muni framar eftir honum lifir hann í mér svolengisem ég lifi. Við munum deyja saman. Afi varð fyrstur til að vekja með mér ósk um að deyja ekki — svo hinn dáni í mér dæi ekki. Síðan þá hafa margir látnir menn kærir mér fallið, ekki ofan i gröfina, heldur niðrí minni mitt, og ég veit nú að svolengi- sem ég lifi munu þeir lifa. Þegar ég sé hann fyrir mér brynjast hjarta mitt þeirri vissu að það geti sigrað dauðann. Aldrei á ævi minni hef ég séð þvílíkt mannsandlit; hinn hlýlegi, kyrrláti bjarmi sem lék um það minnti á ljós í varðskýli. Ég hrópaði upp þegar ég sá hann ganga í bæinn i fyrsta sinn. Klæddur var hann hinum víðu pokabrókum, sem nefnast vraka á Kritey, með rauðan mittislinda, ásjónan geislandi einsog tungl, framkoman kvikleg — mér fannst hann likastur vatnaanda, eða huldumanni, sem á þessari sömu stundu spratt upp í aldingarði ilm- andi af votu grasi. Hann dró tóbaksfylli fram undan skyrtunni, vafði sér sígarettu, teygði sig eftir tinnu og svepparaki, kveikti i sigarettunni og reykti, umleiðog hann virti fyrir sér hýr á svip dóttur sína, barnabörn og innanstokksmuni. Stöku sinnum opnaó'i hann munninn og skrafaði um hryssuna sina sem hafði kastað fola, rigninguna og hagl- ið, offjölgun i hópi kanínanna sem voru að eyðileggja matjurtagarðinn hans. Ég í hnipri á hnjám hans, vatt handleggnum utan um hálsinn á hon- um og hlustaði. Ókunn veröld opn- aðist mér — akrar, regn, kanínur — og ég varð líka kanína, smokraði mér út og læddist inn í garð afa, og hám- aði í mig kálhöfuðin hans. Móðir mín spurði jafnan um þennan og hinn i þorpinu — hvernig þeim vegnaði, hvort þeir væru enn á lífi? — og afi svaraði stundum þeir væru á lífi, ættu börn, blómstruðu; stundum að þeir hefðu dáið — ennþá einn horf- inn, heill sé þér! Hann skrafaði um dauðann rétt einsog hann skrafaði um fæðinguna — af stillingu, i sömu tóntegund, rétt einsog hann skrafaði um grænmeti og kaninur. „Hann hef- ur kvatt líka, dóttir,“ sagði hann. „Við jörðuðum hann. Og við létum hann fá glóaldin að bera í hendinni til Karons, og skilaboð til venslamanna í Hadesarheimum. Það var farið eftir settum reglum, lof sé Guði.“ Svo tott- aði hann sigarettuna, blés reyk út um nasirnar, og brosti. Kona hans var meðal hinna fram- liðnu; hún dó mörgum árum áður. í hvert skipti sem afi kom í heimsókn ( s 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.