Samvinnan - 01.12.1981, Qupperneq 22
Móðir mín
„Guð er mikill, hvíslaði hann. „Ég
set traust mitt á Hann. Hann fyrirgef-
ur henni.“
Augu hans ljómuðu á ný, hann
renndi þeim til móður minnar og
brosti.
í annað skipti spurði ég hann: „Afi,
finnst þér ekki voðalegt að drepa litla
grísi, verðurðu ekki hryggur þegar við
erum að borða þá?“
„Það verð ég, drengur minn, Guð
veit það verð ég,“ svaraði hann, og hló
dátt, „en ljúffengir eru þeir, litlu
þrjótarnir."
í hvert skipti sem ég minnist þessa
kinnrjóða gamla bónda styrkist trú
mín á moldina og jarðvinnu mann-
anna. Hann var einn þeirra máttar-
stólpa sem bera heiminn á herðunum
og verja hann falli.
Faðir minn var hinn eini sem var
ekkert gefið um heimsóknir hans.
Honum var misboðið þegar afi gekk
inn i hýbýli hans og tók son hans tali,
einsog hann óttaðist að blóð mitt
kynni að óhreinkast. Og þegar veislu-
kosturinn var borinn fram á jólum og
páskum hreyfði hann ekki við grísa-
steikinni. Hann velgdi við lyktinni, og
stóð upp frá borðum svo fljótt sem
auðið var og fór að reykja til að eyða
ólyktinni. Aldrei sagði hann neitt, ut-
an einusinni þegar hann hleypi brún-
um eftir að afi hafði kvatt, og muldr-
aði fyrirlitlega, „Puh, blá augu.“
Ég komst að því síðar að faðir minn
hafði meiri ímugust á bláum augum
en nokkru öðru hér í heimi. „Djöfullinn
er með blá augu og rautt hár,“ sagði
hann einatt.
vilíkur friður þegar faðir minn
var að heiman! Hvað tíminn
leið hratt og Ijúflega í litla húsa-
garðinum innan við múrveggina. Vín-
viðarvindan yfir brunninum, hávaxið
angandi akasíutréð i horninu, ílát úr
basil, mariugulli og arabískri jasmínu
umhverfis á veggbrúninni... Móðir
mín sat fyrir framan gluggann og
prjónaði sokka, hreinsaði grænmeti,
kembdi hár litlu systur, eða hjálpaði
henni að kreika um; og ég, húkti á
stól, og horfði á. Þegar ég lagði eyrun
að fótataki fólksins fyrir utan lokað
hliðið og andaði að mér ilmi af jas-
mínu og votri mold, brakaði i hvirfil-
beinum mínum og þau lukust upp til
að taka á móti heimsundrunum sem
sóttu að líkama mínum.
Stundirnar sem ég átti með móður
minni voru þrungnar dul. Við sátum
einatt hvort andspænis öðru — hún á
seti við gluggann, ég á mínum stól —
og ég fann hvernig brjóst mitt fylltist
smámsaman í þögninni þangaðtil það
stóð á blístri, liktog andrúmið milli
okkar væri mjólk og ég væri að sjúga.
Við skröfuðum, áttum margar sam-
ræðustundir í lágahljóðum. Stundum
sagði mamma mér frá föður sínum og
þorpinu þarsem hún fæddist; stund-
um fór ég með dýrlingasögur sem ég
hafði lesið, og fegraði þær að vild.
Þrautir píslarvottanna þóttu mér ekki
nógu miklar. Ég bætti við nýjum úr
eigin hugarheimi þangaðtil móðir min
fór að gráta. Þá vorkenndi ég henni,
settist i keltu hennar, strauk henni
um hárið og hughreysti.
„Þeir fóru til paradísar, mamma.
Vertu ekki hrygg. Nú fá þeir að ganga
meðal blómgaðra trjáa og tala við
engla. og þeir hafa gleymt pislunum
algjörlega. Á hverjum sunnudegi fara
þeir í föt úr tómu gulli, setja upp
rauðar húfur með skúfi, og fara að
finna Guð.“
Móðir min, akasiuviðurinn og kan-
arifuglinn hafa sameinast í
minningu minni, orðið óaðskilj-
anleg um alla eilífð. Þegar ég anda að
mér akasíuilmi, eða heyri kanarifugl
syngja, finn ég hvernig móðir mín ris
upp úr gröf sinni — upp úr fylgsnum
hjarta míns — og sameinast þessari
angan og söngnum.
Aldrei sá ég móður mína hlæja; hún
brosti aðeins og leit á hvern sem var
djúpstæðum augunum fullum af um-
burðarlyndi og góðvilja. Hún kom og
fór einsog alúðleg dís, og sinnti þörfum
okkar hávaða- og áreynslulaust, líktog
hendur hennar væru gæddar einhverj-
um líknandi töframætti sem orkaði á
nauðsynjar hversdagslífsins af stjórn-
samri velvild. Þegar ég horfði á hana
úr sæti mínu flaug mér í hug að hún
kynni að vera dísin Nereiður sem sagt
er frá i huldusögum, og ímyndunarafl-
ið brá á leik i barnshuga mínum: Faðir
minn greindi hana dansandi í tungl-
skini eina nótt þegar hann fór yfir
fljótið. Hann steypti sér niður, náði að
grípa í slæðuna, og það var þá sem
hann færði hana heim og tók sér fyrir
konu. Nú var móðir mín allan daginn
á ferð um bæinn: hún leitaði að slæð-
unni svo hún gæti brugðið henni um
hárið, orðið aftur Nereiður, og farið
burtu. Ég horfði á hana koma og fara,
opna skápa og kistla, lyfta lokum af
kerum, krjúpa niður til að gá undir
rúmin, og ég skalf á beinunum: eftil-
vill fyndi hún töfraslæðuna og yrði
ósýnileg. Þessi ótti fylgdi mér margt
árið og særði djúpt barnunga sál mína.
Þann dag i dag finn ég jafnvel til hans,
sem er enn óútskýralegra. Það grípur
mig angist þegar ég virði fyrir mér
fólk eða hugmyndir sem ég ann, þvi ég
veit þau eru að leita að höfuðslæðunni
tilþess að fara.
Er g man aðeins eftir einu atviki þeg-
ar kynlegum bjarma brá fyrir i
augum móður minnar, og hún
hló, og skemmti sér einsog daginn sem
hún trúlofaðist, eða meðan hún var
frjáls, ólofuð heimasæta. Það var
fyrsta maí, við höfðum farið til Fód-
hela, sveitaþorpsins; þar var allt
krökt í tjörnum og aldingörðum: faðir
minn átti að verða guðfaðir við barns-
skírn. Þá vildi svo til að alltieinu skall á
úrhellisrigning. Himnarnir breyttust í
vatn og dembdu sér niðrá jörðina; hún
opnaðist með ærslum og svalg karl-
vatnið djúpt inn i barm sér. Heldri
menn þorpsins voru samankomnir
ásamt konum og dætrum í stóru her-
bergi í húsi hvítvoðungs. Regn og eld-
ingar smugu inn um gluggana, um rif-
ur i hurðinni; loftið angaði af glóald-
inum og mold. Inn og út voru bornar
skírnargjafir, vin, rakí, mezedes-bitar.
Birtu tók að bregða, það var kveikt á
lömpum, það hýrnaði yfir karlfólkinu,
konurnar hófu upp augun sem oftast
beindust til jarðar, og klökuðu einsog
heiðagæsir. Úti fyrir glumdu öskur
Guðs. Þrumuveðrið óx, mjóir stígir
þorpsins breyttust i vatnsföll, steinar
skoppuðu i straumiðunni og hlógu
dátt. Guð var orðinn steypiregn; hann
umfaðmaði jörðina, vökvaði hana,
frjóvgaði hana.
Faðir minn leit til móður minnar.
Það var í fyrsta skipti að ég sá hann
horfa á hana af ástúð, fyrsta skipti að
ég heyrði blíðu i rödd hans.
„Syngdu Marghí,“ sagði hann til
hennar.
Hann gaf henni heimild til að
syngja, syngja í návist allra hinna
mannanna. Ég reiddist, þó ég viti ekki
hversvegna. Ég reis æstur á fætur, tók
að hlaupa til móður minnar svosem af
löngun til að vernda hana, en faðir
22