Samvinnan - 01.12.1981, Qupperneq 24

Samvinnan - 01.12.1981, Qupperneq 24
Móðir mín Það var þá að dansinn, konan og dauðinn tengdust í huga mínum og urðu eitt og hið sama... andargustur karlmannanna. Hún beygði hnén, snarsnerist, var nærri dottin á einn karlinn, en vatt þá í skyndi uppá mjaðmir og var horfin. Hinn aldraði dansherra hennar hrein einsog hross, henti hana á lofti, þrýsti henni að sér; en hún slapp aftur. Þau brugðu á leik, þau ásóttu hvort annað, þrumur og regn voru á burt, heimur- inn allur sokkinn, og ekkert var eftir ofardjúpunum nemaþessi kona, Súrm- elína, sem var að dansa. Gígjarinn þoldi ekki lengur við á stólnum, og spratt á fætur. Gígjuboginn trylltist, vildi ekki lengur láta að stjórn, heldur fylgdi fótataki Súrmelinu, hveinandi og rymjandi einsog mannsbarki. Gamii maðurinn var orðinn æðisleg- ur á svip. Roða brá um andlit hans, hann hvessti augun á konuna, og var- ir hans titruðu. Ég fann að engu mátti muna að hann stykki á hana og rifi hana í tætlur. Gígjaranum hefur sjálf- sagt flogið sama í hug þvi snögglega stöðvaðist boginn. Dansendurnir námu samstundis staðar, hreyfingarlaus stóðu þau, einn fótur á lofti, svitinn bogaði af þeim. Mennirnir hlupu til gamla dansherrans, leiddu hann í burtu, og veittu honum raki; konurnar umkringdu Súrmelinu til að hylja hana sjónum þeirra. Ég ruddist fram i þeirra hóp; ég var ekki kominn i karlmannatölu og þær stöðvuðu mig ekki. Þær hnepptu frá henni upphlut- inn og ýrðu ilmvatni úr glóaldin- blómum á háls hennar, í handarhol og um þunnvanga. Hún lygndi augun aftur, bros lék um varirnar. að var þá að dansinn, Súrmelina og óttinn — dansinn, konan og dauðinn tengdust í huga mínum og urðu eitt og hið sama. Fjörutíu ár- um síðar, á kaffisvölum Hótel Orients í Tvilýsi, fór indversk kona út á gólf til að dansa. Stjörnurnar skinu yfir henni. Þakið var ljóslaust; tylft manna eða svo stóð umhverfis, og ekkert sást nema örsmáir rauðir logar sígarettanna. Konan, prýdd armbönd- um, gimsteinum, eyrnalokkum og gullnum öklaborðum, dansaði rólega, af dularfullum ótta, liktog hún stigi dansinn á ystu nöf; við henni ginu djúpin, eða Guð, og hún storkaði Hon- um. Hún færðist nær, hopaði, eggjaði Hann, nötrandi frá hvirfli til ilja af ótta við að detta. Stundum hreyfðist líkami hennar varla en handleggirnir fléttuðust saman og greiddust sundur einsog tveir höggormar, og nerust ást- leitnir hvor við annan í loftinu. Litlu rauðu ljósdepiarnir dóu; ekkert var eftir i víðernum næturinnar utan þessi dansandi kona og stjörnurnar yf- ir henni. Hreyfingarlausar dönsuðu þær lika. Við héldum andanum niðri. Skyndilega varð ég skelfingu lostinn. Var þetta kona sem steig dans á ystu nöf? Nei, þetta voru okkar eigin sálir; í storkandi dansi ginntu þær að sér dauðann. + 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.