Samvinnan - 01.12.1981, Page 27

Samvinnan - 01.12.1981, Page 27
Áður en kaupfélagið kom til sögunnar, höfðu Pétur Eggerz, Thor Jensen, Richard Peter Riis og fleira stórmenni mikil umsvif á Borðeyri. Borðeyri var svosem enginn stórstaður í þá daga fremur en nú, en þó lék, að ég hygg, meiri ljómi um nafn staðarins en seinna varð. aðist faðir minn vélgæslu þar ásamt öðrum manni. Eins og fyrr var sagt var símstöðin á Borðeyri, og þar sem þetta var meiri háttar símstöð, unnu þar að jafn- aði nokkrar símastúlku, sem settu vitanlega sinn svip á kauptúnið. (Símstöð- in var síðar flutt að Brú í Hrútafirði). En á hverjum vetri, meðan við áttum heima á Borðeyri og í Lyng- holti, fékk pabbi nokkurra klukkutíma vinnu við að gera við símabilanir eftir vond veður, og þá einkum vestur á Laxárdalsheiði, minnir mig. Það var kald- samt og erfitt verk. Á vorin og sumrin stundaði faðir minn vegavinnu, ýmist í sveitinni, við sýsluveg, eða suður á Holtavörðuheiði. Var hann þá oft flokksstjóri eða verkstjóri, og einn vet- urinn sótti hann námskeið fyrir verkstjóra, sem hald- ið var í Reykjavík. Var það án efa gert til þess að standa betur að vígi til að taka að sér verkstjórn. Þessu námskeiði lauk með smáhófi, og þar mun pabbi hafa varpað fram eftirfar- andi kviðlingi: Hvar sem vantar vegi verður örðug för, samt við sitjum eigi sýtandi þau kjör. Takmark okkar teljum, að trygg og greið sé braut. Viðlag okkur veljum: Vinnum, sigrum þraut. Pabbi var ágætlega hag- mæltur og hafði yndi af ljóðum og stökum. Hann orti mikið af tækifærisvís- um, og einn gamanbragur eftir hann hefur til skamms tíma verði velþekktur um allt land. Heitir hann „Draumur fjósamannsins“, og birtist í dægurlagaþætti tímaritsins „Heima er best“, 27

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.