Samvinnan - 01.12.1981, Qupperneq 28

Samvinnan - 01.12.1981, Qupperneq 28
Hvar sem vantar vegi - Þetta voru góð ár, þrátt fyrir kreppu og harða lífsbaráttu ... í marshefti, 1971, ef ég man rétt. Gamanbrag orti hann líka um íbúa Borðeyrar og bændur í sveitinni. • Matarskorti bægt frá Þótt árin, sem við áttum heima á Borðeyri, hafi ver- ið erfið hjá öllum þorra alþýðufólks um land allt, og tómthúsfólk í smákauptúni færi vitanlega ekki varhluta af þeim erfiðleikum, þá hygg ég, að aldrei hafi ver- ið beinlínis skortur í búi heima, ekki einu sinni á út- mánuðum, sem alla jafna voru þó erfiðastir. Margt hjálpaði hér til að bægja matarskorti frá dyrum. Við höfðum belju og hænsni, og á vorin og haustin rerum við út á fjörðinn á hand- færaveiðar á smáskektu, sem pabbi átti, en fiskur gekk þá inn eftir öllum firði. Á vorin var líka tals- verð kolaveiði í net, og var oft mikil búbót að þessu fiskiríi, þótt í smáum stíl væri, ekki hvað síst eftir að frystihúsið kom, og hægt var að setja aflann í frysti- geymslu og verja hann skemmdum. Þá áttum við líka matjurtagarð og höfð- um sum haustin birgðir af kartöflum og rófum. • Félagslíf og hugsjónir Eins og áður var sagt, var Borðeyri enginn stór- staður, en þó var talsvert félagslíf þar. Pabbi hafði alla tíð verið áhugamaður um ýmis félagsmál, m.a. átti hann drjúgan þátt í stofn- un ungmennafélagsins í ytri hluta Bæjarhrepps, þegar foreldrar mínir bjuggu á Kolbeinsá. Hét fé- lagið Harpa, og var pabbi fyrsti formaður þess. (Frá stofnun þessa félags og þætti föður míns í henni var m.a. sagt í einkar hlý- legri og greinargóðri minn- ingargrein, sem sveitungi pabba, Jón Kristjánsson frá Kjörseyri, skrifaði um hann látinn, og birtist greinin í íslendingaþáttum Tímans). Samvinnustefnan og þær hugsjónir, sem hún grund- vallast á, átti rík ítök í skoðanamyndunum pabba á þjóðmálum. Hann var fé- lagslyndur maður að eðlis- fari og naut sín vel í góðum félagsskap. Þegar Verka- lýðs- og smábændafélag Hrútfirðinga var stofnað, átti faðir minn hlut að máli þar, og ef mig misminnir ekki, var hann í stjórn fé- lagsins, þegar „Borðeyrar- deilan“ svonefnda stóð yf- ir, en sú deila er fræg í sögu verkalýðshreyfingarinnar á íslandi. Segja má, að á Borðeyri tæki faðir minn virkan þátt í því félagslífi, sem um var að ræða, en það var hreint ekki svo lítið á ekki fjölmennari stað. Leik- sýningar voru nokkrum sinnum uppfærðar í sam- komuhúsinu þar, skákmót voru haldin og símskákir tefldar við nágrannakaup- tún, knattspyrna iðkuð og efnt til kappleikja milli Bæ- GLEOILEG JOL FARSÆLT NÝTT ÁR Þokkptm viðskjptin á liðnu ári KAUPFÉLAG AUSTUR SKAFTFELLINGA HÖFN I' HORNAFIRÐI 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.