Samvinnan - 01.12.1981, Qupperneq 28
Hvar sem vantar vegi -
Þetta voru góð ár,
þrátt fyrir kreppu og
harða lífsbaráttu ...
í marshefti, 1971, ef ég man
rétt. Gamanbrag orti hann
líka um íbúa Borðeyrar og
bændur í sveitinni.
• Matarskorti bægt frá
Þótt árin, sem við áttum
heima á Borðeyri, hafi ver-
ið erfið hjá öllum þorra
alþýðufólks um land allt, og
tómthúsfólk í smákauptúni
færi vitanlega ekki varhluta
af þeim erfiðleikum, þá
hygg ég, að aldrei hafi ver-
ið beinlínis skortur í búi
heima, ekki einu sinni á út-
mánuðum, sem alla jafna
voru þó erfiðastir. Margt
hjálpaði hér til að bægja
matarskorti frá dyrum. Við
höfðum belju og hænsni, og
á vorin og haustin rerum
við út á fjörðinn á hand-
færaveiðar á smáskektu,
sem pabbi átti, en fiskur
gekk þá inn eftir öllum
firði. Á vorin var líka tals-
verð kolaveiði í net, og var
oft mikil búbót að þessu
fiskiríi, þótt í smáum stíl
væri, ekki hvað síst eftir að
frystihúsið kom, og hægt
var að setja aflann í frysti-
geymslu og verja hann
skemmdum. Þá áttum við
líka matjurtagarð og höfð-
um sum haustin birgðir af
kartöflum og rófum.
• Félagslíf og hugsjónir
Eins og áður var sagt,
var Borðeyri enginn stór-
staður, en þó var talsvert
félagslíf þar. Pabbi hafði
alla tíð verið áhugamaður
um ýmis félagsmál, m.a. átti
hann drjúgan þátt í stofn-
un ungmennafélagsins í
ytri hluta Bæjarhrepps,
þegar foreldrar mínir
bjuggu á Kolbeinsá. Hét fé-
lagið Harpa, og var pabbi
fyrsti formaður þess. (Frá
stofnun þessa félags og
þætti föður míns í henni
var m.a. sagt í einkar hlý-
legri og greinargóðri minn-
ingargrein, sem sveitungi
pabba, Jón Kristjánsson frá
Kjörseyri, skrifaði um hann
látinn, og birtist greinin í
íslendingaþáttum Tímans).
Samvinnustefnan og þær
hugsjónir, sem hún grund-
vallast á, átti rík ítök í
skoðanamyndunum pabba á
þjóðmálum. Hann var fé-
lagslyndur maður að eðlis-
fari og naut sín vel í góðum
félagsskap. Þegar Verka-
lýðs- og smábændafélag
Hrútfirðinga var stofnað,
átti faðir minn hlut að máli
þar, og ef mig misminnir
ekki, var hann í stjórn fé-
lagsins, þegar „Borðeyrar-
deilan“ svonefnda stóð yf-
ir, en sú deila er fræg í sögu
verkalýðshreyfingarinnar á
íslandi. Segja má, að á
Borðeyri tæki faðir minn
virkan þátt í því félagslífi,
sem um var að ræða, en það
var hreint ekki svo lítið á
ekki fjölmennari stað. Leik-
sýningar voru nokkrum
sinnum uppfærðar í sam-
komuhúsinu þar, skákmót
voru haldin og símskákir
tefldar við nágrannakaup-
tún, knattspyrna iðkuð og
efnt til kappleikja milli Bæ-
GLEOILEG JOL
FARSÆLT NÝTT ÁR
Þokkptm viðskjptin á liðnu ári
KAUPFÉLAG AUSTUR SKAFTFELLINGA
HÖFN I' HORNAFIRÐI
28