Samvinnan - 01.12.1981, Qupperneq 29

Samvinnan - 01.12.1981, Qupperneq 29
 Eiginkonan í orlofi Nú er konan farin frá mér, fremur illa liggur á mér. Hana í sæng ég hvergi finn. Þar er ekkert eftir hjá mér annað heldur en náttkjóllinn. Hann er reyndar hörundsbleikur, hefur blæ sem drauminn eykur, skerpir minni mitt og þrár. Þetta er annars enginn leikur eftir nærri tíu ár. Annars þarf ég ekki að kvarta: Allskyns föng á borði skarta og vel er hirt um húsið mitt. En það er eins og augu og hjarta alltaf vilji hafa sitt. Gott er að aðrar orlofs njóti, alla hvíld og skemmtun hljóti. Þetta tel ég sómasið. En að hún að heiman þjóti hef ég aldrei sætt mig við. Veit ég samt að vikan líður, vond og erfið þeim sem bíður uns hún ber sitt endurgjald. Þá mun dagur þykja blíður, þá fær náttkjóll innihald. Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld á Kirkjubóli, sendir frá sér nýja ljóðabók um þessar mundir og er það hin fimmta í röðinni. Sólfar heitir hún, en allar ljóða- bækur Guðmundar Inga eru kenndar við sólina: Sólstafir (1938). Sólbráð (1945), Sóldögg (1958) og Sólborgir (1963). — Guðmundur Ingi skipar sérstak- an sess í bókmenntasögunni; hann er skáld búskapar og sveitalífs. Ljóð hans eru einföld og auðskilin, en alltaf fáguð og sniðföst. Hann hefur góða kímni- gáfu, sem nýtur sín vel I mörg- um kvæða hans — til dæmis ljóðinu um eiginkonuna í orlofi, sem hér birtist. ■a 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.