Samvinnan - 01.12.1981, Page 32
FJÖGUR LJÓÐ
eftir
Helga Sæmundsson
MATTHÍAS
JOCHUMSSON
Ekki tek ég ofan fyrir þér,
ekki sest ég við fótskör þína,
en ég hlýði orðum þínum
og undrast grettistökin
sem ímyndunarafl þitt bifar.
Mikill er máttur þinn,
mikil trú þín og tilfinníng.
Ekki furðar mig á því að Einar Benediktsson
héldi þér veglega veislu.
Land, þjóð og saga
speglast í Ijóðum þínum og lofsaungvum.
Þú ert andheitur eins og Hallgrímur,
öndóttur og málsnjall eins og Egill.
Víst ertu stór,
víðsýnn og brattgeingur,
en ég tek ekki ofan fyrir þér
enda er ég berhöfðaður.
BÆN
Bæn mína heyri hnattasmiður.
Heiminum veitist líkn og friður.
Gefi oss drottinn dýrleg jólin.
Dimmunni eyði himnesk sólin.
Bíður altari allra lýða,
allra sem trúarkalli hlýða.
Bæn mína heyri hnattasmiður.
Herskarar jarðar krjúpi niður.
JÁTNING
Hugur minn er spegill,
hjarta mitt harpa.
Ég finn hlýjan og bjartan geisla
og hönd mjúka og fima
hvar sem ég er og hvað sem fyrir ber,
veit mitt góða hlutskipti
í veröld sem mönnum var búin
undir himni guðs á heimsenda.
Ég leik mér ekki að orðum.
Orð leika sér að mér.
32