Samvinnan - 01.12.1981, Page 33

Samvinnan - 01.12.1981, Page 33
 KERTALJÓSIÐ GRANNA Systur þrjár sitja hiá mér og vilja fá mig til fylgdar — fákænan og saklausan svein. Urður heitir fyrsta, og hún vísar mér á gamlan fjársjóð fólginn í garði þar sem ættfeður hvíla og mér mun ætlaður staður. Verðandi nefnist önnur og hefur veislu búna þar sem dans dunar og lífið er kátum gesti leikur og munaður líðandi stundar. Skuld kallast þriðja, og henni kýs ég að fylgja. Þó hefur hún ekkert uppá að bióða nema grannt blaktandi kertaljós í brothættum stiaka. 33

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.