Samvinnan - 01.12.1981, Page 37

Samvinnan - 01.12.1981, Page 37
Að vísu var ekki alltaf jarðað á laugardögum. Til þess vantaði stund- um lík. En ef fleiri dóu, þá geymdu menn sér gjarnan lik í eina eða tvær víkur, til að hafa við höndina næsta laugardag, og að því fann í rauninni enginn. Tvær jarðarfarir sama laugar- daginn hefðu varla verið viðeigandi á svona stað og þresturinn sem var jafngamall íslenskum kristnidómi samanlögðum kom riðandi yfir mel- ana og guðsorðið flaksaðist á honum i vindinum. Presturinn reið aldrei fjöruna, eins og aðrir, heldur ofar innanum hrís, kattarjurtir og músareyru, eða hvað það nú allt hét sem drottinn reyndi að gróðursetja í þessum sendna og salta jarðvegi, sem hafði i rauninni ekki annan viðmælanda en vindinn og regnið. Fuglar voru á sjó, og þeir gjörðu sér hreiður i ennisholunum á Jöklinum og flugu hátt yfir. að var kominn vetur og Jón í Möl sat útvið gluggann og reyndi að fylgjast með bátnum á leg- unni. þrátt fyrir snjódrífuna. Loftvog- in stóð þannig að þeir höfðu ekki sett skiþin, en logn fór alltaf hálf ein- kennilega í menn á svona stað. Sér í lagi á kvöldin. Það kom að vísu fyrir að hann lygndi á morgnana, því einhverntímann varð vindurinn þó að draga af sér eins og aðrar skepnur jarðarinnar. Jón í Möl virti fyrir sér hvit snjókornin. sem féllu eins og þúsund lítil altarisklæði á kirkjugólf, og öðru hverju grillti hann i vota bátana. Freyjan var þarna. Hún var stærst og svo var hún lika hvít, og líka Oddur og Una, og stöku sinn- um sýndist honum glytta i Barðann. sem var nú hans bátur, eða var talinn það, þótt bankinn ætti nú enn í honum 500 krónur. 37

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.