Samvinnan - 01.12.1981, Qupperneq 39

Samvinnan - 01.12.1981, Qupperneq 39
Það sló óhug að mönnum og djúp sogin frá hafinu blönduðust þungum andardrætti þeirra sem reyndu að sofa ... inn og sumt virtist guð ekki einu sinni vita heldur. Já það hafði presturinn sagt, og þvi var það í rauninni ekkert óeðlilegt, þótt sitthvað vefðist fyrir honum Jóni í Möl. En þetta má þó ekki misskilja. í rauninni var honum sama um allar ráðgátur kirkjunnar og sýsluskrifstof- unnar. í hans huga var i rauninni að- eins ein ráðgáta til, og hafði verið lengi. Það var með bátana sem slitu segulnaglann og rak til hafs. Með ein- hverjum hætti hafði sú saga komist á kreik í þorpinu, að suma þá báta sem slitnuðu af legunni ræki nokkrum vik- um siðar inn á ákveðna vík vestur i Kanada. Menn höfðu séð þar kunnug- lega dekkbáta, sem nú gengu aftur til fiskveiða við fjarlæga strönd, með fundvísa erlenda sjómenn um borð. Menn sem töldu sig aðeins hafa orðið fyrir sérstakri heppni, að finna heilan dekkbát á reki, sem kominn var til þeirra úr öðrum heimi. Já, það var meira segja unnt að ganga að þessum bátum á ákveðnum stað, sagði fólkið. rétt eins og þeir hefðu komið með póstskipinu. Engar snilldir voru það við að eignast bát, hugsaði Jón með sér og fékk sér sopa af baunakaffinu, og i rauninni kveið hann kannske meira fyrir að missa sinn bát svoleiðis, sumsé i hendur á illryski, en láta hann brotna í fjörunni í spón, murkast þar úr skipi í sprek. Nóttin lagðist til svefns eftir að hafa breitt yfir sig hvíta snjó- breiðu og stjörnur blikuðu á himni. Þetta var undarlegur friður og jafnvel hafið virtist halda niðrí sér andanum, þótt þung alda væri á skordýpinu einsog alltaf. En sú dýrð stóð ekki lengur en aðrar, því undir morgun hrönnuðust brúna- þung ský yfir norðurhimininn, en ljós var til landsins, og áður en varði var hann skollinn á með stórasunnan og kafaldi, eða regni, allt eftir þvi hvar menn stóðu undir fjallinu. Aflands- vindur og varla stætt, þegar enn var talsvert til birtingar. Menn vöknuðu við storminn og reyndu að hyggja að bátunum, því það var ávallt fyrsta hugsunin, en það var hvorki stætt, né heldur að sæist út úr augum, og svo bætti sandfokið ekki úr skák, því alltaf náði stormurinn í sand, hvurnig sem stóð á hita eða vætu. Það sló óhug að mönnum og djúp sogin frá hafinu blönduðust þungum andardrætti þeirra sem reyndu að sofa, eða vera á ferli útivið. Stormurinn stóð i tvo daga. Aflands- vindur i tvo daga, og þegar reiðin rann af himninum, kom í ljós að tvo báta vantaði á leguna, Unu og Barða. Nú kynni einhver að halda, að áföll hefðu orðið mikil i Möl út af bátstap- anum, en svo var ekki. Jón hafði búist við þessu. Svona einhvern daginn og Anna líka. GLEÐILEG JÓL og farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnum árum KAUPFÉLAG KRÓKSFJARÐAR Króksfjarðarnesi KAUPFÉLAG HAFNARFJARÐAR óskar starfsfólki og viðskiptavinum GLEÐILEGRA JÓLA Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum KAUPFÉLAG HAFNARFJARÐAR Hafnarfirði 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.