Samvinnan - 01.12.1981, Qupperneq 45

Samvinnan - 01.12.1981, Qupperneq 45
hlátur, þegar það sá þetta fyrirbæri og fæstir gátu stillt sig um að klappa hon- um á kollinn. Fólk var duglegt að vaða og synda i sjónum, sem var 21—23 stiga heitur, margir léku sér á seglbrettum, nokkrir á sjóskíðum og hægt var að leigja n.k. gondóla til að róa á og einnig voru menn með vélbáta að sveima þarna um og reyndu að selja strandgestum báts- far. Tveir timburflekar voru við festar um 200 m frá landi og þangað syntu mestu garparnir. Margir létu sér nægja að ganga í flæðarmálinu eftir langri ströndinni og tina fagur- lagaðar skeljar á milli þess sem þeir lágu ýmist í sólinni eða undir sólhlífum, dorm- uðu eða lásu eða bara horfðu á margbreytilegt mannlífið í kringum sig. Portúgalirnir komu marg- ir hverjir með eigin sólhlíf- ar og garðstóla. Heilan dag virti ég fyrir mér virðulega fjölskyldu. — Matrónan (sennil. milli fertugs og fimmtugs) klædd kálfasíð- um léreftskjól með breiðum hlýrum og hafði lítinn hatt á höfði til varnar sólinni, sat guðslangan daginn i garðstól og prjónaði stans- laust hnausþykka ullar- peysu, óð þó einu sinni eða tvisvar fram i sjóinn upp að ökklum. Eiginmaðurinn leit í blöðin á milli þess sem hann dormaði í sólinni eða bleytti örlitið í sér í sjónum. Dóttir og tengdasonur lágu framan við þau á handklæð- um i sandinum, daman í fínum blágrænum sundbol (ekki bíkini) og herrann í nokkuð efnismikilli sund- skýlu. Þau skruppu i sjóinn. þegar degi var tekið að halla með sundblöðkur og gler- augu. Þegar heim skyldi haldið, sá matrónan um að tína saman hafurtaskið, húsbóndinn hafði nóg að gera við að þurrka sér og tensa sig til. — Hið næsta þeim lágu mestallan daginn tvær ljóshærðar, brjósta- berar, norrænar stelpur með kolsvartan kvið. • Ósnortið líf landsmanna í fyrstu varð ég fyrir von- brigðum með dvalarstaðinn, algjöra túristabyggð, aðeins örfárra ára gamlan. Óneit- anlega var þó notalegt að hafa öll þessi þægindi og þarna er mjög gott fyrir fjölskyldufólk að vera, geta t.d. sparað sér að kaupa all- an mat á veitingastöðum. En sem betur fer þurfti ekki langt að fara til að kynnast næstum ósnortnu lífi landsmanna. Aðeins var um 7 mínútna gangur yfir í litla fiskimannabæinn Alvor, sem stendur við lón, sem nær nokkuð inn í landið. Fyrst komum við að rað- húsum, sem gætu verið héð- an úr Garðabænum. Fínt einbýlishúsahverfi er líka þarna í útjaðri þorpsins með flísalögðum húsum, boga- dyrum og gluggum. trjá- görðum og blómskrúði. En Torg í Lissabon. Við vörðum 2 dögum af þess- um hálfa mán- uði í ferð í bíla- leigubíl til Lissa- bon; um 600 km. leið fram og til baka. (Teikning: Árni Elfar). 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.