Samvinnan - 01.12.1981, Page 47

Samvinnan - 01.12.1981, Page 47
Samræður Portúgala fara mjög oft fram uppi á háa c-inu og engu er líkara en fólk sé að húðskamma hvert annað ... Túristar setja orðið mik- inn svip á götulífið og komið hefur verið upp einni göngu- götu með fremur dýrum verslunum og litlum útiveit- ingastöðum og gæti þetta verið á nærri hvaða stað sem er í heiminum. En ör- skammt frá versluðum við i stóru markaðshúsi bæjar- búa, þar sem selt var græn- meti, ávextir, nýbakað brauð og kjötvörur og ekki er langt í þröngar, hellu- lagðar götur, þar sem múl- dýr gegna stundum hlut- verki sendibíla. Oft snæddum við kvöld- verð i Portimao og í fyrsta skipti voru það grillaðar sardínur niðri við höfnina. Þar fer matsalan fram úr mismunandi hrörlegum og (ó)þrifalegum skúrum, en hreinir pappírsdúkar eru á borðum úti á sjálfum hafn- arbakkanum. Þarna var mikil örtröð að komast í sardínuátið og við fengum ekki borð fyrr en við síðasta skúrinn, rétt undir stóru brúnni yfir ána. Þar réði ríkjum stjórnsöm kerling með rifinn og skitugan strá- hatt, í svörtum kjól og siðri óhreinni sloppsvuntu utan- yfir og berir sigggrónir hæl- ar og tær stóðu útúr töflun- um. Hún raðaði gestum ákveðið til borðs og kallaði síðan hástöfum: „Emilía, Emilía“, i tvær litlar negra- stelpur, sem sáu um upp- vartinguna. Tveir karlar með hatt og derhúfu sáu um að grilla á fitugri og sótugri rist yfir opnum eldi fast við borðið okkar og við sátum svo þarna í eimyrj- unni sem og aðrir gestir eftir endilöngum hafnar- bakkanum. Sannast að segja minnti þetta mig á það, þegar fólk var að svíða svið yfir opnum eldi í gamla daga, en nú var bara öðru- vísi lykt af reykjarkófinu. Sardínurnar voru settar beint á plastdiska og komið með þær á borðin. Þær voru svo borðaðar með haus og hala og öllum innyflum. Með þessu var borið brauð, soðnar kartöflur eða græn- metissalat, sem samanstóð af tómötum, papriku, lauk og olívum í ofurlítilli olíu. Flestir drukku með þessu Vino verde (Græna vínið), Portúgalskar konur í þjóð- búningum. (Teikning: Ámi Elfar). 47

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.